Neytendablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 23
kaupenda í Bandaríkjunum er að greiðslu
kortaútgefendur þar í landi virka sem eins
konar smámáladómstóll. Ég hef einstaka
sinnum keypt eitthvað í Bandaríkjunum og
síðan einhverra hluta vegna verið ósáttur,
en seljandinn neitað að endurgreiða
mér eða ég ekki náð í hann. Þá má,
inn an ákveðins tíma, hafa samband við
bankann sem gefur út greiðslukortið og
gera athugasemd við færsluna. Skilyrði
fyrir svona athugasemdum eru mjög rúm
í Banda ríkjunum og tilhneiging bankanna
er að standa á bak við neytendur frekar en
selj endur.
Á Íslandi taka Visa og Mastercard hins
veg ar ekki við athugasemdum vegna gall
aðra vara heldur einungis til dæmis þegar
korthafi kannast ekki við færslu eða hefur
alls ekki fengið vöruna sem hann pantaði.
Auðveld kortaviðskipti
Greiðslukortaviðskipti eru mjög ódýr fyr ir
bandaríska neytendur. Það er mikil sam
keppni og korthafar borga ekkert ár,
út skriftar eða færslugjald. Kortin eru (á
yfir borðinu að minnsta kosti) ókeypis, svo
framarlega sem fólk borgar skuldina sína
á réttum tíma. Það virðist vera nægilegur
hagnaður annars staðar í kortakerfinu til
að fyrirtækin sleppa við gjöldin. Jafnvel
kreditkort með talsverðar tryggingar
(eins og kaskótryggingar bílaleigubíla)
eru árgjaldslaus. Á Íslandi er hins vegar
lágmarksárgjald um það bil 2.600 kr.,
útskriftargjald er 95 kr. á mánuði og það
þarf að borga 20.000 kr. árgjald til að fá
kort með kaskótryggingu bílaleigubíla.
Bandarísk lög leggja afar ríkar skyldur á
banka um að upplýsa viðskiptavini um
kostnað og greiðslubyrði korta og annarra
lána.
Hópmálsóknir
Af og til kemur bréf í pósti til foreldra
minna þar sem tilkynnt er um hópmálsókn
sem þau geta hugsanlega tekið þátt í.
Síðasta dæmið var að hópur banka í
Bandaríkjunum viðurkenndi að hafa um
langt skeið ekki upplýst neytendur nægi
lega vel um þóknunina sem bætist við
greiðslukortafærslur erlendis (þóknunin er
1 – 3%, misjafnt milli banka). Bankarnir
útkljáðu hópmálsókn með því að búa
til tuga milljarða króna sjóð til að
endurgreiða viðskiptavinum sínum vegna
þessara ólöglegu þóknana. Ég ákvað að
sækja um bætur sjálfur og þurfti að skila
inn eyðublaði þar sem ég gerði grein
fyrir greiðslukortafærslum mínum utan
Bandaríkjanna frá 1996 til 2006. Svarið
hefur enn ekki borist enda tekur það
venjulega nokkra mánuði að fá greitt.
Lögin um hópmálsókn hafa verið í gildi í
núverandi formi í Bandaríkjunum síðan
1966, en hafa þó eldri rætur. Oft snúast
hópmálsóknir um galla í viðskiptaháttum
stórra fyrirtækja sem enginn einn aðili getur
mótmælt sjálfur. Lögin leyfa lögfræðingum
að hefja málsókn fyrir hönd hópsins.
Lög fræðingurinn verður að reyna að hafa
sam band í góðri trú við alla hópmeðlimi og
gefa þeim tækifæri til að biðjast undan þátt
töku í hópnum. Lögfræðingurinn fær síðan
ákveðið hlutfall af sáttapeningunum, sem
er hvatning hans til að þefa uppi hugsanleg
málaferli. Einhver hætta er á misnotkun
þessa kerfis, en á heildina litið hefur það
verið mikið varnartól fyrir réttindi neyt
enda. Hin Norðurlöndin hafa innleitt lög
um hópmálsókn á síðustu árum og Neyt
endasamtökin hafa kallað eftir slíkum
lög um hérlendis.
Greiðslufrestir
Eitt dæmi að lokum. Stundum er keypt
vara eða þjónusta á Íslandi og svo kemur
gíróseðil frá seljandanum sem þarf að
greiða í heimabankanum. Ef ekki er borgað
fyrir eindagann reiknast dráttarvextir á
upphæðina. Í fyrra átti ég viðskipti við tvö
tengd fyrirtæki fyrir hönd húsfélags okkar.
Ég fékk svo greiðsluseðla frá þeim báðum.
Þeir voru (t.d.) prentaðir mánudaginn þann
1., póstlagðir fimmtudaginn þann 4., komnir
til mín mánudaginn þann 8., og voru (t.d.)
með eindaga upp á miðvikudaginn þann
10. Ég veit ekki hvort ég verð að borga fyrir
eindagann ef ég fæ tveggja daga fyrirvara
um hann, og ekki heldur hvort um ásetning
eða kæruleysi var að ræða hér. Ég þekki hins
vegar ekki slíka hegðun í heimalandi mínu
og myndi gjarnan geta skilið samhengið
á bak við hana hér. Reyndar eru til lög í
Bandaríkjunum (Fair Credit Billing Act) sem
banna slíkt, að minnsta kosti í sambandi
við kreditkort. Ef kostnaður mun reiknast
ofan á kreditkortaskuld þarf að tilkynna
um greiðslufrestinn með að minnsta kosti
14 daga fyrirvara. Annars er neytandinn
ekki ábyrgur fyrir viðbættum vöxtum eða
kostnaði.
Öflug neytendahreyfing
Sumir hér á Íslandi virðast halda að allt
færi til fjandans á íslenskum mörkuðum ef
svona mikið vald væri fært í hendur neyt
enda. Bandaríska efnahagskerfið virðist þó
lifa ágætu lífi og neytendavörn virðist örva
kerfið frekar en hamla því.
Neytendahreyfingin í Bandaríkjunum er
mjög öflug. Stærstu samtökin, Consumers
Union, hafa sjö milljónir félagsmanna. Þau
senda frá sér mjög fínt tímarit sem heitir
Consumer Reports. Samtökin kaupa allar
vörur í gæðakannanir sínar, þar á meðal
bíla, og margir Bandaríkjamenn þekkja
Consumer Reports best vegna bílakannana.
Fleiri samtök og hagsmunahópar berjast fyrir
réttindum neytenda á öllum mögulegum
sviðum. Útgáfa fræðsluefnis blómstrar, t.d.
um fjármál heimila. Við á Íslandi getum
ekki búist við því að vera jafn öflug vegna
smæðar okkar og eigum heldur ekkert að
skammast okkar fyrir það sem við erum.
Bandaríkin eru eftir sem áður dæmi um
hvernig öflugt neytendastarf getur leitt til
skilvirkni, réttlætis, aukinnar meðvitundar
og skýrari reglna á mörkuðunum.
Mikið er gefið út af fræðsluefni um fjármál heim-
ilanna
Þó að það megi að vísu gera athugasemdir
við stríðsrekstur, dauðarefsingu og margt
fleira í Bandaríkjunum má ekki gleyma
því hversu fjölþætt og flókið landið er og
hversu framsækið það er í sumum málum.
Ég reyni alltaf að hvetja Íslendinga til að
ferðast vestur um hafið, kynna sér Banda
ríkin og upplifa landið á dýpri hátt en í
gegnum einfaldaðar og staðlaðar fréttir
og afþreyingarefni. Í neytendamálum eru
Bandaríkin að mörgu leyti ekki ógn við litla
manninn heldur hin besta fyrirmynd.
Mynd: Zachary Schrag
23 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008