Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGURINN 2. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 MYLLUBAKKASKÓLI KENNARI ÓSKAST Í MYLLUBAKKASKÓLA Staða kennara við Myllubakkaskóla er laus til umsóknar.  Starfssvið: • Kennsla á yngsta stigi   Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Metnaður til að taka þátt í framsæknu skólastarfi • Góð mannleg samskipti     Umsóknarfrestur er til 9. ágúst nk. Upplýsingar veitir Eðvarð Þór Eðvarðsson skólastjóri í síma 842-5640.  BÆJARSKRIFSTOFUR Bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar verða lokaðar frá kl. 12.00 föstudaginn 3. ágúst. Óskum eftir að ráða í tvær stöður. Um er ræða vaktavinnu við baðvörslu kvenna, sundlaugarvörslu, afgreiðslu og þrif. Viðkomandi þarf að gangast undir sundpróf og sitja námskeið í skyndihjálp árlega. Laun eru samkvæmt kjarasamningi við Starfsmanna- félag Suðurnesja Nánari upplýsingar veitir Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi ragnar.petursson@reykjanesbaer.is Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf . Eingöngu er tekið á móti rafrænum umsóknum. LAUS STÖRF Í SUNDMIÐSTÖÐINNI Þeir sem vilja taka virkan þátt í Ljósanótt í ár, vera með viðburð, selja eða kynna, geta haft samband í síma 421 6700 eða sent póst á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is. Menningarsvið VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Á LJÓSANÓTT? Reynir Ingibjartsson hefur áður gefið út tvær bækur um gönguleiðir á höfuðborg- arsvæðinu og í Hvalfirði. Nú varð Reykjanesið fyrir valinu og þar fjallar Reynir um 25 skemmtileg- ar og fallegar gönguleiðir eins og vanalega en Reynir spjallaði við Víkurfréttir um Reykjanesið og útivist. Bækur hans hafa notið mikilla vin- sælda og setið á metsölulistum enda virðist vera mikil vakning í alls kyns útivist og hreyfingu henni tengdri um þessar mundir. Í nýju bók sinni sem kom út í júní lýsir Reynir 25 gönguleiðum á Reykjanesskaga en svæðið teygir sig frá Reykjanestá að Þrengslavegi og Þorlákshöfn. Leið- irnar eru ýmist við ströndina eða inn til landsins og mjög fjölbreyttar. Oftast er leiðin hringur, að jafnaði 3-6 kílómetra langur og tekur um eina til tvær klukkustundir að ganga hann þannig að það ætti ekki að reynast mönnum ofviða. Að jafnaði ›› Gönguleiðir á Reykjanesi: Sagan við hvert fótmál er stutt á göngustað frá þéttbýlis- svæðunum á höfuðborgarsvæð- inu, Suðurnesjum og á vestanverðu Suðurlandi. Þessar gönguleiðir eru því sannarlega við bæjarvegginn og landið og sagan við hvert fótmál segir Reynir. Reynir Ingibjartsson er fæddur árið 1941 og uppalinn í Hraunholt- um í Kolbeinsstaðahreppi. Hann hefur lengstan sinn aldur búið á höfuðborgarsvæðinu og starfaði m.a. lengi sem formaður Lands- sambands samvinnustarfsmanna og beitti sér auk þess fyrir stofnun Búmanna og Búseta sem bæði eru húsnæðissamvinnufélög. Reynir hefur leitað uppi marga for- vitnilega staði sem ekki eru öllum kunnir en sjálfur segist hann hafa gengið hverja leið a.m.k. tvívegis. Reynir segist jafnan hegða sér eins og landkönnuður á ferðum sínum. Hann er á því að víða sé falin fegurð hér á svæðinu og í raun séu allt of fáir sem þekkja fegurðina á skag- anum. Margt leynist í hraununum og við strendurnar, t.d. minjar um horfna búskaparhætti og sjósókn til forna. En það er ekki síst ein- stök jarðfræði Reykjanesskagans sem vekur forvitni. Hér má skoða sköpunarverk náttúrunnar milli- liðalaust. Með hinum nýja Suðurstrandarvegi opnaðist greið leið milli Grindavík- ur og Þorlákshafnar og hið sama má segja um nýlega leið milli Sand- gerðis og Hafna hjá Básendum að sögn Reynis. Margar akstursleiðir eru því í boði á Reykjanesskaganum og þá er um að gera að bregða sér út af þeim og finna gönguleið við hæfi. Kort með fjölda örnefna fylgir hverjum gönguhring, ásamt leið- arlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber sem Reynir sjálfur tók. Nálgast má bók Reynis m.a. í Nettó verslununum og í bókaversl- unum. Í tilefni af því að nú eru 100 ár frá því að hafist var handa við gerð akvegar til Grindavíkur verða gengnar nokkrar gamlar leiðir í og við Grindavík um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst. Þetta er menningar- og sögutengd gönguhátíð þar sem m.a. verður boðið upp á 2 fyrir 1 í Bláa lónið í einni göngunni og heilgrillað lamb í annarri. Dagskrá gönguhátíðarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 3. ágúst: Mæting kl. 20 við tjaldsvæði Grindavíkur. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróð- leikur í Flagghúsinu í lok göngu. Aðgangur ókeypis. Laugardagur 4. ágúst: Mæting kl. 11 við tjaldsvæði Grindavíkur. Genginn verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavík- ur og Voga, Skógfellastígur. Til baka verður far- inn hestaslóði. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu. Verð kr. 3.100 Sunnudagur 5. ágúst: Mæting kl. 11 við golfskálann í Grindavík. Gengin verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Hafna, Prestastígur frá Húsatóftum í Eldvörp og Árnastígur til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Mánudagur 6. ágúst: Mæting kl. 11 við bílastæði Bláa lónsins – Gengið með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Njarðvíkur, Skipsstígur og með hlíð- um Þorbjarnar til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Boðið er upp á aðgangseyri, 2 fyrir 1 í Bláa lónið í lok göngu. Leiðsögumaður í ferðum er Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 691 8828. Nánar um ferðir á www.grindavik.is og facebook „sjf menningarmiðlun“. Gönguhátíðin er styrkt af Menningarráði Suður- nesja. gönguhátíð í grindavík um verslunarmannahelgina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.