Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGURINN 2. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR8
HEIMSMEISTARATITILINN
Kristófer bróðir hennar, sem er 16 ára er einnig að gera
góða hluti í dansinum og var ný-
verið valinn í afreksmannahóp
Íslands ásamt dansfélaga sínum
Herborgu Lúðvíksdóttur en þau
hafa verið dansfélagar í rúm fjög-
ur ár. Á síðasta ári keppti hann
á heimsmeistaramóti unglinga í
Moldavíu með góðum árangri.
Kristófer Haukur er kominn með
nýja dansdömu og hefur hann
verið mjög duglegur í sumar að
vinna við að koma sér af stað með
henni og gengur alveg afbragðs-
vel. Víkurfréttir tóku hús á þess-
um efnilegu systkinum á heimili
þeirra í Innri-Njarðvík.
Aníta Lóa og Andri Fannar hafa
æft stíft í sumar enda líður að þeim
tíma sem þau fara á heimsmeist-
aramótin og mikilvægt að vera vel
undirbúinn. Þau fara til Austurríkis
fyrst og þaðan beint til Kína. Ásamt
því að vera að vinna í dansinum
sínum er annar undirbúningur á
fullu eins og það að gera keppnisföt
tilbúin og að fjármagna ferðina með
alls kyns fjáröflunum.
Þau Kristófer og Aníta hafa verið í
kringum dans allt frá blautu barns-
beini enda eru foreldrar þeirra
kunnir dansarar. Þau hafa því um-
gengist marga af færustu dönsurum
í heiminum en foreldrar þeirra hafa
keppt víða um heiminn. Aníta seg-
ist hafa verið um tveggja ára þeg-
ar hún fór fyrst að dansa, eða bara
stuttu eftir að hún fór að ganga.
Dansinn er kannski ekki vinsælasta
íþróttin á Suðurnesjum en hér um
slóðir eru flestir krakkar í körfu-
bolta og fótbolta. Systkinin segjast
aldrei hafa efast um hvort velja ætti
dansinn og metnaðurinn alltaf ver-
ið mikill hjá þeim. Kristófer hefur
stundað golf og körfubolta en þær
íþróttir þurftu að mestu að víkja
fyrir dansinum enda er dans tíma-
frek íþrótt. Aníta hefur lagt stund
á fimleika og um tíma æfði hún
ballet líka.
„Við æfum mikið tæknileg atriði
en við þurfum að vera í góðu lík-
amlegu formi og gerum því mikið
af styrktaræfingum,“ segir Krist-
ófer. Þau þurfa að fylgja stífu pró-
grammi í líkamsræktinni og einnig
þarf að huga vel að mataræðinu. Í
dansi snýst mikið um framkomu
og hvernig keppendur bera sig. Það
þarf að æfa eins og hvað annað.
STEFNAN SETT Á
Systkinin Aníta Lóa og Kristófer Haukur Hauksbörn eru að gera
það gott í dansheiminum en þau eru meðal efnilegustu dansara
þjóðarinnar. Aníta var nýverið valin ásamt dansfélaga sínum Andra
Fannari Péturssyni í A-landslið Íslands og einnig vann hún sér
rétt til að keppa á heimsmeistaramóti ungmenna í Austurríki og
á heimsmeistaramóti ungmenna í Kína í haust en aðeins tvö pör
á Íslandi unnu sér inn rétt til þess að taka þátt á mótunum. Hún
dansar við eldri strák og keppir því upp fyrir sig í aldri. „Ég fann
engan nógu góðan herra á mínum aldri og við Andri náðum líka
svo vel saman,“ sagði Aníta sem er aðeins 14 ára gömul.
Antía Lóa í glæsilegri sveiflu með
dansfélaga sínum Andra Fannari.
Systkinin Aníta Lóa
og Kristófer Haukur
eru gríðarlega efni-
legir dansarar.