Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 16
RabaRbaRa-RúnaR Morguninn var einstakur. Föstudagur og mikið framundan. Ég sá fyrir mér græna fingur í Kátakoti vinafólksins. Átti von á góðri uppskeru, bragðmikilli oxansýrðri tröllasúru. Klæddi mig í demínbrók og lillabláa skyrtu. Peysunni tyllt á bakið. Sænska aðferðin segja sumir. Gott að vera laus við stífu skrifstofufötin. Kvaddi hundinn og steig út í morgunblíðuna. Kaffi og kræsingar í vinnunni og allir sprækir. Átti fund í hádeginu og viðskiptaaðilarnir í góðu skapi. Buðu upp á sushi veislu sem ég gat ekki neitað. Prjónar og alles. Coca-Cola í tilefni Ól- ympíuleikanna. Svona eiga allir dagar að vera, hugsaði ég með mér. Hugurinn var samt úti í sveit. Angandi sumar og sæla. Beið mín. Það tók mig innan við hálftíma að pakka í lok dags. Búinn að hugsa allt í þaula. Þarf ekki mikinn klæðnað. Litla taskan dugði fyrir útilegufatnaðinn. Langar helst að vera berrassaður allan daginn. Áfangastaðurinn bauð vissulega upp á berstrípun en svo verður maður auðvitað að hugsa um nágrannana. Virðulegt fólk í sínum sumarbústöðum. Vill ekki einhverja strípalinga, gargandi af gleði og gamalli gæsku. Spennan blundaði þó í mér þegar ég lagði af stað. Heitur pottur og kaldur á kantinum í bjartri sumarnóttinni. Hvers vegna ekki að fagna og fanga stemninguna? Maður lifir bara einu sinni. Að ég held! Leiðin greið og traffíkin þjál. Vorkunnarverðir ferðamenn á Brautinni í norðangolu. Leiddu hjólin sín í mótvindi. Reykjavík og Elliðaárnar heilluðu mig eitt augnablik. Sá sjálfan mig með stöng í hönd að kasta. Netta fimmu og þurrflugu. Hellisheiðin rann ljúft í gegn á skikkanlegum hraða. Ýmist einföld eða tvöföld. Vegagerðin í vanda. Í Kömbunum blasti við útblásinn loftbelgur á jörðu niðri. Íþróttahús í Hveragerði. Ja, hérna! Og ég sem hélt að menn hefðu lært af ævintýrunum. Ingólfsfjall og Þrast- arskógur í hulu skýja. Sól alls staðar annars staðar um kring. Vegamót að Þingvöllum. Vaðnes og Snæfoksstaðir. Ég er þá á réttri leið. Kerið og gjallgígarnir í kring vöktu athygli að venju. Eigandinn að girða af og gera þetta fína plan. Fjölsóttur staður og einstakur. Með eða án gjaldtöku. Stefnan tekin á Hraunborgir í allri sinni dýrð. Í bakgarði sumarhúsa Suðurnesja-manna. Eins og litla systir. Og þarna biðu þeir. Gallsúrir og rauðleitir stilkarnir. Æðaber blöðin eins og faðmar úr iðrum jarðar. Teygðu sig í allar áttir. Ég elska að stinga þeim í sykurkar. Bakan steinliggur um helgina. Hætta á nýrnasjokki. vf.is Fimmtudagurinn 2. ágúst 2012 • 31. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Í HÁDEGINU ALLA DAGA SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA. Þau voru ansi skrautleg mörg höfuðfötin sem glaðværir púttarar settu upp í sólinni á dögunum. Eldri borgarar Reykjanesbæjar voru þar samankomnir á púttvellinum við Skólaveg og Sólvallagötu en efnt var til púttmóts þar sem aðalmarkmiðið var að vinna keppn- ina um fallegasta höfuðfatið enda var það þema mótsins. Þarna var öll flóran af höttum og slíkum höfuðfötum og sumir voru með skemmtilegar hárkollur til þess að ýta undir glæsileikann. Ein flík- in vakti þó sérstaka athygli blaðamanns Víkurfrétta. Einn þátttakandinn bjó víst ekki svo vel að eiga hatt. Hún skartaði því blárri sundskýlu þar sem önnur skálmin var yfir höfðinu, já fólk kann að bjarga sér og létt- leikinn var sannarlega til staðar. Að móti loknu voru krýnd hattakóngur og -drottning og að lokum gæddi fólk sér á heimabökuðum kræsingum og skolaði niður með kaffi. Einhverjir höfðu á orði að upp frá þessu yrði hattapúttkeppnin örugg- lega árviss atburður. Litrík höfuðföt í púttinu VF-myndir: Eyþór Sæmundsson Ingvar Jónsson kall- aður í landsliðið Markvörðurinn Ingvar Jónsson úr Njarðvík er eini nýliðinn í landsliðshópi Lars Lagerback lands- liðsþjálfara í fótbolta. Ingvar leikur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í dag en hann lék með Njarðvíkingum í 2. deild fyrir aðeins tveimur árum. „Þetta hefur verið jákvæð þróun fyrir mig en þetta er eitthvað sem ég hafði ekki mikið verið að pæla í,“ sagði Ingvar þegar Víkur- fréttir náðu tali af honum. Hann heyrði af valinu í gærkvöld þegar Bjarni Jóhanns- son þjálfari Stjörnunnar tjáði honum fréttirnar á æfingu. „Þetta var ánægjulegt og mikill heiður. Maður hefur að sjálfsögðu ýmis markmið sem maður heldur fyrir sjálfan sig en það verður virkilega gaman að æfa með Gulla og Hannesi sem eru fremstu markmenn okkar um þessar mundir.“ Ingvar er aðeins 22 ára gamall og því ungur af markverði að vera. „Það er t.d. einn í ensku úrvalsdeild- inni sem er 20 árum eldri en ég,“ sagði Ingvar léttur í bragði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.