Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGURINN 2. áGúsT 2012 • VÍKURFRÉTTIR14
Keflvíkingar unnu 2-1 sigur gegn grönnum sínum frá Grindavík í Pepsi-deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Með sigrinum eru
Keflvíkingar komnir í 7. sæti deildarinnar með 18 stig en Grindvík-
ingar eru enn neðstir með 6 stig.
„Við köllum þetta úrslitaleik – ef við ætluðum að vera í efri pakkanum
í deildinni og koma okkur frá neðri pakkanum þá var þetta gríðarlega
mikilvægur sigur fyrir okkur,“ sagði framherjinn ungi Sigurbergur Elísson
sem kom Keflvíkingum yfir eftir klukkutíma leik. Pape Mamadou Faye
jafnaði skömmu síðar áður en varamaðurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson
skoraði sigurmark Keflvíkinga eftir glæsilegan einleik. „Það skemmir ekki
að vinna grannanna í Grindavík,“ segir Sigurbergur sem hefur verið meira
og minna frá í tvö og hálft ár vegna meiðsla og segir hrikalega ljúft að vera
kominn inn í þetta aftur. Markmiðið hans var að komast í byrjunarliðið.
„Ég er búinn að ná því þannig að það er um að gera að halda áfram.“
Sigurbergur segir að næstu leikir séu afar mikilvægir fyrir Keflvíkinga.
„Stjörnuleikurinn er næstur á dagskrá og það er hrikalega mikilvægt að
vinna hann, ef við ætlum að berjast um Evrópusætið þá eru þeir okkar
helstu andstæðingar um þá baráttu. Þau þrjú stig yrðu þá mjög mikil-
væg.“
Grindvíkingar voru að vonum ekki sáttir eftir ósigurinn og þeir eru
óneitanlega komnir í erfiða stöðu í deildinni.
„Mér fannst við ekki byrja leikinn vel, það vantaði sjálfstraust í okkur til
að halda boltanum niðri og spila saman, við hefðum mátt vera aðeins
rólegri. En við héldum þetta út og þeir skora ekki fyrr en á 60. mínútu,“
sagði markvörður Grindvíkinga Óskar Pétursson í samtali við Víkurfréttir.
„Við vorum hálf kærulausir að hafa ekki verið sneggri til baka, þeir ná að
hlaupa upp völlinn. Það er fullt af hlutum í þessum leik og öllum leikjum
hjá okkur í sumar reyndar sem við ættum að geta gert miklu betur. Það er
bara svo sárt að tapa.“
Er komið vonleysi í ykkur? „Nei, ég ætla að vona að strákarnir séu ekki
farnir að hugsa þannig. Við erum alveg í þessu þangað til í september og
þetta er ekkert búið, 27 stig eftir í pottinum. Við ætlum okkur að halda
okkur uppi. Ef það getur þetta einhver þá getum við þetta,“ sagði Óskar
ákveðinn að lokum.
Gríðarlega mikilvægur
sigur fyrir okkur
Hörður Sveinsson framherji
mun leika með Keflvíkingum
það sem eftir er leiktíðar í
Pepsi-deildinni í fótbolta. Þetta
staðfesti Zoran Ljubicic þjálfari
Keflvíkinga í samtali við Víkur-
fréttir. Zoran kvaðst ánægður
með að fá heimamann til að
aðstoða liðið og sagði að
hann ætti eftir að koma til
með að auka breidd og sam-
keppni innan liðsins. „Hann
hefur kannski ekki fundið sig
alveg hjá Val og nú fær hann
tækifæri á að sýna aftur hvað
í honum býr,“ sagði Zoran en
Hörður gekk til liðs við Val árið
2010 en hann er uppalinn hjá
Keflavík. Hörður kemur á lán-
samningi frá Valsmönnum til
tveggja mánaða.
Hörður aftur
á heimaslóðir
Það voru ekki einu breyting-
arnar því Keflvíkingar fengu
einnig til sín Rafn Markús Vil-
bergsson frá grönnum sínum
í Njarðvík en honum er ætlað
að fylla skarð Gregor Mohan.
Framherjinn Ísak Örn Þórðar-
son hefur svo verið lánaður frá
Keflavík yfir til Njarðvíkur en
það er einmitt uppeldisfélag
Ísaks.
- sagði Sigurbergur Elísson eftir 2-1 sigur Keflvíkinga á botnliði Grindvíkinga
Njarðvíkingar
höfðu vistaskipti
Sigurbergur fékk frábæra send-
ingu frá Arnóri Ingva og kláraði
málið á snyrtilegan hátt.
1-0
1-1
Pape Mamadou Faye jafnaði
með flottu skallamarki.
2-1
Magnús Sverrir Þorsteinsson var
nýkominn inn á þegar hann tryggði
Keflavík sigurinn með frábæru marki.
Arnór Ingvi í
baráttunni en
Óskar markvörður
UMFG handsamar
knöttinn.
Sigurbergur og Pape
Mamadou Faye berjast
um boltann.
VF-myndir/EyþórSæm.