Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 2. ÁGÚST 2012 11 Hlévangur Eldhús Viljum ráða matráð til starfa á hjúkrunarheimilinu Hlévangi sem fyrst í 70% starf. Verksvið: matreiðsla, stjórnun og innkaup. Laun skv. kjarasamningi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Upplýsingar gefur Sigurjón Gunnarsson í síma 421 5704 f.h. eða í gsm 820 7494. Einnig Finnbogi Björnsson, frkv.stj. í síma 422 7422. Dvalarheimili Aldraðra Suðurnesjum D.S. Hjúkrunarheimilið Garðvangur Garði / Hjúkrunarheimilið Hlévangur Reykjanesbæ Atvinna Veitt verða verðlaun fyrir efstu 5 sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Dregið úr skorkortum í leikslok. Vilhjálmsbikarinn 2012 Íslandsmót í Greensome Þriðjudaginn 7. ágúst á Hólmsvelli í Leiru Mæting kl. 15:00 - Ræst út af öllum teigum kl. 16:00 Leikið verður með Greensome fyrirkomulagi, tveir saman í liði. Skráning er hafin á www.golf.is Verð kr. 4.000 á mann Hundruð grindhvala voru í heimsókn undir Stapanum neðan við byggðina í Dalshverfi Í Innri Njarðvík á laugardaginn var og vakti hópurinn mikla athygli bæði hjá Suðurnesjamönnum sem og landsmönnum öllum. Áætlað er að þarna hafi verið á milli 2-300 hvalir en ekki liggur fyrir ástæða þess af hverju hvalirnir hafi verið svo nálægt landi. Sérkennileg hljóð berast frá hvalavöðunni en fjölmargir lögðu leið sína til að berja hvalina augum en sýn sem þessi er sjaldgæf á þessum slóðum. Einnig gerðu hvalirnir viðkomu í smábátahöfninni í Keflavík. Það voru morgunskokkarar sem urðu hvalanna fyrst varir en það var um klukkan átta að morgni. Hundruð grindhvala heimsóttu Reykjanesbæ ›› FRÉTTIR ‹‹ Friðrik Friðriksson leikari hleypur fyrir frændur sína Friðrik Friðriksson leikari mun taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu í ár eins og svo margir en hann ætlar að láta gott af sér leiða. Friðrik mun hlaupa fyrir Duc- henne-samtökin á Íslandi en tveir systursynir hans eru með vöðv- arýrnunarsjúkdóminn DMD. Friðrik er alinn upp í Njarðvík og frændur hans, þeir Sigurður og Friðrik Guðmundssynir eru einnig Njarðvíkingar og hann ætlar sér að hlaupa fyrir þá. „Ég á tvo frændur með DMD og ég hleyp fyrir þá,“ seg- ir Friðrik á vefsíðunni hlaupastyrkur. is en þar er hægt að leggja málefninu lið með því að heita á Friðrik. Duchenne Muscular Dystrophy, DMD, er arfgengur sjúkdómur sem leiðir til vaxandi vöðvamátt- leysis en aðeins drengir geta fengið sjúkdóminn. Í kringum 10-12 ára aldur eru þeir nær alfarið komnir í hjólastól samkvæmt upplýsing- um frá Duchenne-samtökunum á Íslandi en sjúkdómurinn leiðir til hjarta- og öndunarbilunar. Í dag er engin lækning til við DMD. Friðrik er 23 ára og bróðir hans, Sigurður, er 28 ára en báðir eru þeir bundnir við hjólastól. Á dögunum skrifaði Grinda-víkurbær undir samning við Malbikunarstöðina Hlað- bær-Colas hf. um malbikun á göngustígum víða í Grindavík. Samningurinn markar tímamót í malbikun á Íslandi því í fyrsta skipti verður lagt „grænt“ um- hverfisvænna malbik á stígana en um endurvinnslu eldra malbiks er að ræða en það dregur verulega úr hráefnisnotkun og sparar flutn- ingskostnað. Auk þess er það tals- vert ódýrara. Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. hefur verið að þróa sig áfram í endurvinnslu malbiks en þetta hef- ur verið gert víða, m.a. á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár og er reynsla af endurvinnslunni góð. Mikið átak er nú í göngustígagerð í Grindavíkurbæ. Græna umhverf- isvæna malbikið verður notað á göngustíga sem liggja frá Grindavík og langleiðina í Bláa lónið. Jafn- framt við höfnina og með Austur- vegi, frá tjaldsvæðinu og að Þór- kötlustaðahverfi. Um 7 km verða lagðir með þessu nýja og umhverf- isvæna malbiki í þessum áfanga. Rétt er að taka fram til að forðast misskilning að þrátt fyrir að mal- bikið sé umhverfisvænna er það ekki grænt á litinn! „Ég fagna því að Grindavík skuli vera fyrsta bæjarfélagið sem er svo framsýnt og umhverfisvænt að leggja „grænt“ malbik á nýju GRæniR umHveRfisvæniR malbikaðiR GönGustíGaR göngustígana,“ sagði Sigþór Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Hlað- bær-Colas hf í samtali við heima- síðu Grindavíkurbæjar. „Grindavík er matvælavinnslu- og ferðamannabær með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Þeg- ar okkur var kynntur þessi mögu- leiki á endurunnu malbiki var það algjörlega í takt við okkar framtíð- arsýn,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Efnið er kallað kaldblandað mal- bik með 100% endurunnu efni og er blandað með bikþeytu sem er umhverfisvæn blanda af stungubiki og vatni. Við blöndun og vinnslu brotnar vatnið frá bikinu og gufar upp og eftir verður malbiksmassi sem er áþekkur venjulegu malbiki. Sambærileg vara var fyrst þróuð hjá Colas í Sviss en MHC hefur aðlagað vöruna að íslenskum aðstæðum. Sannarlega er hægt að kalla þetta „grænt“ malbik. Þess má geta að Vegagerðin hefur einnig ákveðið að kaupa þetta efni og verður það lagt á kafla á Krísu- víkurvegi síðar í sumar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.