Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 2. ÁGÚST 2012 13
Bibba á Brávalla
kom í kaffi!
„Áttu tíu dropa essskan“, sagði hún um leið og hún tók upp sígaretturnar.
„Er að minnka þennan ósið og er t.d. alveg hætt að reykja heima hjá
mér!!“
Bibba mín veit allt, kann allt og gerir allt miklu betur en fúll á móti. Hún er
með fimm háskólagráður eins og vinur hennar Georg
Bjarnfreðarson, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið fæti
inn í háskóla. Hún þarf þess ekki!
Anna Lóa mín, segðu mér nú hvað þú ert búin að vera
að gera í fríinu.
Ætluðum við að breyta út af vananum og tala um mig
í dag: ég er búin að hjóla mikið, fara í sund, fór svo í
ferðalag vestur, búin að spila golf, var viku í RVK og
svo auðvitað bara að njóta þess að vera úti í þessu
yndislega veðri.
Bibba ranghvolfdi í sér augunum meðan hún tók sér
smók: Þú ert svo ofvirk – getur aldrei verið kyrr. Ég verð nú bara þreytt
að hlusta á þig, ha...... Já þú er örugglega ofvirk, alltaf að hlaupa upp um
fjöll og fiðrildi!! Þú ert pottþétt með ADHD, VMST eða eitthvað. Ég þekki
einkennin sko – þú ert með þau öll og betur sjá augu en eyru.
Elsku Bibba, held ég sé ekkert ofvirk, er bara virk manneskja sem líður
vel með að hreyfa mig. Finnst þér þú þekkja þessi einkenni hjá mér út frá
sumarfríslýsingunni? Þú veist Bibba mín að maður þarf að uppfylla nokkur
greiningarviðmið til að greinast ofvirkur – ekki bara að hreyfa sig mikið!
En ég er líka búin að eiga yndislegan tíma með fjölskyldu og vinum. Elska
að setjast niður og spjalla við fólkið mitt um lífið og tilveruna, um sorgir
og sigra og helst að hlæja helling. Veistu, mig langar að sinna vinum og
fjölskyldu betur.
Vissi ekki hvert augu Bibbu ætluðu núna: elskan mín, þú ert svo meðvirk,
verður að passa þig. Veit að þú vilt vera góður vinur, en halllllóóó, held að
þú gerir þér enga veginn grein fyrir hvar þú ert stödd! Jú jú gaman að hitta
fólkið sitt – en mig grunar að þú sért allt of innvikluð í líf of margra elskan.
Ég þekki þetta svo vel, fólk vill hreinlega líma sig á mig!! Þú vinnur sem
ráðgjafi alla daga, er það ekki nóg. Finnst þér þetta nú ekki vera að bera í
barmafullan lækinn?
Já en Bibba mín, þú veist að það eru líka ákveðin viðmið fyrir meðvirkni?
Held að þú sért að alhæfa aðeins of mikið hér því þegar þú ert meðvirkur
þá m.a. stjórnar þú eða tekur ábyrgð á gjörðum annarra og hjálpar við-
komandi að forðast það að takast á við eigin vandamál. Er eflaust oft
meðvirk en held að þetta sé ofnotað orð sem við notum jafnvel yfir góð-
mennsku. Ég var bara að lýsa kærleikssambandi við fjölskyldu og vini!
Held að ég sé ekkert meðvirkari en flestir Íslendingar.
Augun ætluðu út úr Bibbu: herra minn sæll og glaður, klassískt dæmi um
afneitun! Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í steininn Anna Lóa mín, þú
verður að fara að horfast í augu við sjálfa þig og lífið. Þetta kemur ekki á
óvart, þú hefur alltaf verið illa haldin af fullkomnunaráráttu og því erfitt
að viðurkenna svona veikleika. Engar áhyggjur, ég verð þér innan handar.
Verð að drífa mig, Dúna dóttir Bíbíar var að eignast barn fyrirfram og það
var sett í súrkassa og allt. Ég er að hjálpa þessari elsku en verð að lauma
mér inn í húsið með einhverjum sem kemur heim í hádeginu, hún heyrir
aldrei í bjöllunni þessi elska enda andvana heilu og hálfu næturnar! En
mundu að þrátt fyrir allt ertu krútt elskan!
Ég kæmist illa af án hennar Bibbu minnar!
Þangað til næst – gangi þér vel.
Anna Lóa
Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid
Fjallalamb hf. Kópaskeri óskar eftir
duglegu og reglusömu starfsfólki í
sláturtíð frá 12. september til
25., 27. október.
Húsnæði frítt ásamt fríu fæði á meðan á
vinnu stendur.
Vinsamlega hringið í Björn Víking í síma 465 2140
eða sendið tölvupóst á allalamb@allalamb.is
fyrir 20. ágúst nk.
Aníta Ósk vakti
athygli fyrir þátt-
töku sína í dans-
þætti Ragnhildar
Steinunnar á
RÚV í vor. Hún
ætlar sér að vera
í faðmi fjölskyld-
unnar um helgina. Anítu finnst
ómissandi að hafa söng og gítar við
höndina um verslunarmannahelgi.
Hvað á að gera um verslunarmanna
helgina og á að ferðast?
Það er ákveðin hefð hjá minni fjöl-
skyldu að skella sér upp í bústað
í Norðurárdalnum um verslunar-
mannahelgina. Þar mun ég einfald-
lega bara njóta þess að vera með
fjölskyldunni, örugglega syngja þó
nokkur lög við brennuna sem er
haldin þarna ár hvert og njóta þess
vel að vera í smá fríi.
Er einhver verslunarmannahelgi sem
er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Já, þegar fjölskyldumeðlimir okkar
sem búa í útlöndum komu heim
á klakann og voru með okkur yfir
verslunarmannahelgina. Það var
ekkert smá gaman!
Hvað finnst þér einkenna góða
verslunarmannahelgi og finnst þér
eitthvað vera ómissandi um þessa
helgi?
Það sem mér finnst einkenna góða
verslunarmannahelgi er klárlega
góður félagsskapur. Það sem er
alveg ómissandi við þessa helgi er
auðvitað góða skapið og ekki má nú
gleyma gítarnum!
***
Guðfinnur Sig-
urvinsson,
fréttamaður á
RÚV er feginn
að hafa verið
orðinn þrítugur
þegar hann fór
fyrst á Þjóðhátíð
í Eyjum, það segir hann hafa verið
einstaka upplifun.
Hvað á að gera um verslunarmanna
helgina og á að ferðast?
Það er enn nokkuð óljóst, ég er bú-
inn að vera svo mikið á faraldsfæti
í sumar. Ég er til dæmis nýkominn
úr tjaldútilegu í Fljótum, þá fór-
um við og gistum nótt í Flatey á
Breiðafirði og þar áður vorum við
á Ítalíu. En sennilega er aldrei betra
að vera í bænum en einmitt um
verslunarmannahelgi. Andrúms-
loftið afslappað og mátulega mikið
af fólki á götunum. Ég hugsa að
við verðum bara heima, grillum ef
veður leyfir og höfum það notalegt.
Það er þó örlítill möguleiki á að
við hendum tjaldinu í skottið og
keyrum út á land með hundinn. En
þá elti ég ekki útihátíðir, ég fyndi
mér frekar rólegan reit með góðum
vinum.
Er einhver verslunarmannahelgi sem
er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Já, já, það toppar ekkert Þjóðhátíð
í Eyjum. Þegar ég var að alast upp
þá fór ég bæði í Galtalæk og á Halló
Akureyri og fannst ágætt. Það var
ekki fyrr en ég var orðinn þrítugur
sem ég fór til Eyja og þeirri versl-
unarmannahelgi gleymi ég aldrei.
Ég er feginn því eftir á að hafa verið
orðinn þetta gamall þegar ég fór á
Þjóðhátíð. Ég held ég hafi kunnað
að meta hátíðina betur fyrir vik-
ið. Ég var reyndar vinnandi sem
fréttamaður á Sjónvarpinu og við
sendum beint út í fréttatímanum
frá Herjólfsdal. Árni Johnsen kom
í viðtal og tók lagið, svo bauð hann
okkur heim til sín í kjötsúpu. Þetta
var á sunnudagskvöldinu og það
stóð til að við tökumaðurinn fær-
um aftur í bæinn beint eftir útsend-
inguna. Okkur til happs varð svo
ofboðslega lágskýjað í Vestmanna-
eyjum þetta kvöld að ekkert var
flogið fyrr en daginn eftir og því
var ekkert annað að gera en fara í
kjötsúpuna til Árna og skemmta
sér svo um kvöldið. Ég gleymi
aldrei brekkusöngnum, blysunum
og gleðinni með heimamönnum í
hvítu tjöldunum. Einstök upplifun
og mögnuð minning.
Hvað finnst þér einkenna góða versl
unarmannahelgi?
Góð verslunarmannahelgi einkenn-
ist fyrst og síðast af gleði. Gleði yfir
samverunni með góðum vinum,
kraftmiklum söng, ljúffengum mat
og almennt gleðinni yfir því að vera
fullur af lífi. Mér finnst ómissandi
að heyra fréttir af því um verslunar-
mannahelgi að hátíðarhöldin fari
vel fram og fólkið sé glatt og sjálfu
sér og öðrum til ánægju. Ann-
ars konar fréttir þessa helgi mega
gjarnan missa sín.
***
Sævar Freyr Eyj-
ólfsson hefur ekki
gert neinar sér-
stakar fyrirætl-
anir þrátt fyrir
það að hafa verið
að vinna síðustu
fjórar verslunar-
mannahelgar. Sævar vinnur á SAD
cars bílaleigunni uppi á flugvelli
en hann segir endalaust að gera
á þessum tíma og aukning túrista
hafi verið ótrúlega mikil undanfarin
ár. „Þannig er mikið álag í vinnunni
og í sumar hefur verið nóg að gera.
Þetta er því bæði búið að vera gott
og erfitt sumar.“
Sævar telur að fólk á hans aldri sé
líklega á leið til Eyja. Hann á enn
eftir að prufa að fara þangað en
annars er Ein með öllu á Akureyri
líka frábær hátíð að hans mati.
Hvað á að gera um verslunarmanna
helgina og hvert á að fara?
Heyrðu það er bara óplanað, en
býst við að það verði góð stund
með kærustunni sem verður fyrir
valinu.
Er einhver verslunarmannahelgi sem
er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Nei, hef verið að vinna síðustu 4
ár um versló svo lítið náð að njóta
hennar!
Hvað finnst þér einkenna góða versl
unarmannahelgi, er eitthvað ómiss
andi um þessa helgi?
Að hanga með góðum vinum, gott
andrúmsloft og njóta þess að vera
til.
Einara Lilja
Kristjánsdóttir
starfar í Njarðvík-
urskóla en hún
er hásnyrtimeist-
ari að mennt.
Hún verður á
unglingalandsmótinu á Selfossi um
helgina með manni sínum ásamt
þremur dætrum þeirra.
Hvað á að gera um verslunarmanna
helgina og hvert á að fara?
Við fjölskyldan ætlum að skella
okkur á unglingalandsmótið á Sel-
fossi.
Er einhver verslunarmannahelgi sem
er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Það er æskuminning þar sem ég
og fimm systkini mín ásamt for-
eldrum fórum alltaf um verslunar-
mannahelgi í mjög lítinn veiðikofa
sem við áttum við Vesturhópsvatn
og þar var alltaf gaman að vera.
Hvað finnst þér einkenna góða versl
unarmannahelgi, er eitthvað ómiss
andi um þessa helgi?
Vera í góðum félagsskap og algjör-
lega ómissandi að fá gott veður.
***
Hallveig Fróða-
dóttir á eins og
svo margir aðrir
ógleymanlegar
minningar frá Vest-
mannaeyjum um
þessa mestu ferða-
mannahelgi ársins.
Hvað á að gera um verslunarmanna
helgina og hvert á að fara?
Við fjölskyldan ætlum að gera eitt-
hvað skemmtilegt saman en aldrei
slíku vant stendur ekki til að fara
neitt. Aldrei að vita samt hvað
manni dettur í hug.
Er einhver verslunarmannahelgi sem
er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Ég á mjög margar góðar minning-
ar um verslunarmannahelgi, t.d.
kynntist ég manninum mínum
um versló 1997, svo verð ég bara
að nefna þjóðhátíð 1993 sem var
ógleymanleg með góðum vinkon-
um.
Hvað finnst þér einkenna góða versl
unarmanahelgi og finnst þér eitthvað
vera ómissandi um þessa helgi?
Góð verlunarmannahelgi fyrir mér
er góður félagsskapur og hefur
undanfarin 10 ár verið staðsetning-
in líka en bústaðurinn sem við höf-
um farið í var nýlega seldur og nú
taka við nýjir tímar og nýjar hefðir.
Annars verð ég alltaf að spila um
verlsunarmannahelgi og hlusta á
Rás 2 með manninum mínum!
Á FERÐ OG FLUGI UM HELGINA
Víkurfréttir koma ekki út 9.
ágúst vegna sumarleyfa.
Fréttavakt verður áfram á vf.is