Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 2. áGúsT 2012 15 ›› Kristinn ÓsKarsson KörfuKnattleiKsdÓmari stÓð sig frábærlega á ÍslandsmÓtinu Í höggleiK á hellu: Fyrsta markmiðið var bara að kom-ast í gegnum niðurskurðinn. Það tókst og gott betur og þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn Óskars- son, körfuknattleiksdómari úr Keflavík en hann kom skemmtilega á óvart á Ís- landsmótinu í höggleik í golfi sem fram fór á Hellu um sl. helgi. Kristinn endaði í 5.-6. sæti á tveimur yfir pari. Kappinn kom sjálfum sér og fleirum á óvart þegar hann blandaði sér strax í topp- baráttuna þegar hann lék tvo fyrstu hring- ina á tveimur undir pari samtals, hvorn hring á 69 höggum og var í þriðja sæti. Hann hélt uppteknum hætti í þriðja hring og var aðeins tveimur höggum á eftir efsta manni og í 2.-.3. sæti þegar hann átti tvær holur óleiknar. Á 17. braut var hann hins vegar mjög óheppinn með legu boltans eftir upphafshöggið, fór aðeins út fyrir braut en lenti í einu þúfunni á stóru svæði og þar lá boltinn mjög illa. Hann lenti í miklum vandræðum og endaði holuna á 3 yfir pari og svo fékk hann skolla á síðustu brautinni. Endaði því þriðja hringinn á 4 yfir pari. Lokahringinn lék hann á pari og endaði sem fyrr segir í 5.-6. sæti ásamt at- vinnukylfingnum Ólafi B. Loftssyni, sem er frábær árangur. „Ég fæ kannski eftir þessa frammistöðu að heyra oftar að ég sé kylfingur en ekki körfuknattleiksdómari,“ sagði Kristinn í léttum tón eftir mótið. Aðspurður í miðju móti hvað hann æfði mikið sagðist hann ekki æfa neitt, ein- göngu leika golf, kannski tvisvar í viku. Kristinn gaf tóninn fyrr í mánuðinum í fjögurra daga meistaramóti Golf- klúbbs Suðurnesja þar sem hann lék vel og endaði í 4. sæti. „Já, frammistaðan í meistaramótinu gaf vissulega tóninn og var ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara á Íslandsmótið. Fyrsta markmiðið þar var að komast í gegnum niðurskurðinn. Ég byrjaði vel, komst í gegnum niður- skurðinn, var vel á boltanum og hélt því út mótið. Einu alvarlegu vandræðin í mótinu voru þarna á 17. braut þegar ég tapaði þremur höggum en svo var hitt allt bara mjög gott og ég er mjög sáttur með niðurstöðuna,“ sagði kylfingurinn Krist- inn Óskarsson. Fæ kannski að heyra oftar að ég sé kylfingur Kristinn í einu vandræðunum á Hellu, í sandhól á 17. braut. VF-mynd/Páll Orri Kristinn Óskarsson fylgdi eftir góðri frammistöðu á Íslandsmótinu í höggleik þegar hann mætti í Nettó-mótið á þriðjudags-mótaröð Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru í fyrradag. Þar lék hann á besta skorinu, tveimur undir pari, 70 höggum, og vann m.a. kylfingana sem voru í þremur efstu sætunum á meistaramóti klúbbsins. Kallinn sjóðheitur eftir góða ferð á Hellu. SjÓðHeitur Í Leiru eFtir ÍSLaNdSmÓtið á HeLLu Kristinn fékk félaga sinn og kollega, körfuknattleiksdómarann davíð Kristján Hreins- son, til að vera kylfusvein fyrir sig á þriðja keppnisdegi á Hellu. Hann sagði í léttum dúr í viðtali við Kylfing.is að loknum öðrum keppnisdegi að hann myndi kannski mæta í dómarabúningnum en lét sér nægja að fá davíð Kristján til að mæta í dómarabúningnum. Þeir félagar fengu talsverða athygli fyrir þetta skemmtilega uppátæki. Gárungarnir og félagar Kidda sögðu að honum líkaði ekki illa athyglin en kappinn sýndi það líka að hann þolir vel þá pressu sem fylgir því að vera í toppbarátt- unni á stærsta móti ársins. VF-mynd/jón júlíus. KYLFuSVeiNN Í dÓmaraBÚNiNGi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.