Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGURINN 2. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR6 Leiðari Víkurfrétta Eyþór Sæmundsson, blaðamaður vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 16. ágúst 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is Ekki dæma alla hjörðina Um fátt hefur verið meira rætt í íslensku samfé- lagi að undanförnu en mál hælisleitenda. Eins og flestum ætti nú að vera kunnugt þá búa hælisleit- endur á Íslandi í Reykjanesbæ. Maður heyrir það á fólki hér í bæ að margir hafa ákveðna fordóma gagnvart þessu fólki, sjálfsagt hefur neikvæð umræða varðandi ein- staka atvik er varða hælisleitendur haft þau áhrif. Misjafn er sauður í mörgu fé eins og þar segir og þegar hópur saman kemur þá eru alltaf einhverjir sem skera sig út úr og valda einhverjum usla, hvort sem það er 30 manna hópur á Fit Hostel eða í bekk í grunnskóla sem telur 30 börn. Þannig hefur nánast allur sá hópur hælisleitenda sem er búsettur á Fit Hostel í Njarðvík verið stimplaður sem glæpamenn og hyski enda hafa nokkrir heimilismenn þar í gríð og erg komist í kast við lögin. Ítrekað hefur komið fram að þeir hreinlega vilji ekki vera hérna og reyni sífellt að lauma sér í burtu héðan af landi brott. Allt þetta fólk bara hlýtur að vera glæpamenn, ekki satt? Málið er ekki svo einfalt. Þó svo að einn nemandi í 30 manna bekk svindli á prófi þá þýðir það ekki að allir nem- endurnir séu svindlarar, það er augljóst. Við skulum fara varlega í það að dæma hjörðina eftir svörtu sauðunum. Hér í Reykjanesbæ eru vissulega fjöldi flóttamanna en þau eru bara manneskjur rétt eins og við hin. Manneskjur með ólíkan bakgrunn og aðrar venjur að mörgu leyti en flest þetta fólk er einfaldlega að leitast eftir venjulegu lífi í öruggu umhverfi. 84 hælisleitendur búa í Reykjanesbæ um þessar mundir, 60 karlmenn, 15 konur og 9 börn. Flest verðum við ekki vör við þetta fólk þó svo að margt af því séu sennilega nágrannar okkar. Á næstunni munum við hér á Víkurfréttum fjalla um mál hælisleitenda á málefnalegan hátt og í þessu blaði er m.a. fjallað um hvað flóttamaður sé í rauninni og hver sé ástæðan fyrir því að þeir ílengist oft hérlendis. Gleðilega verslunarmannahelgi. Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Írena Líf Jónsdóttir, 17 ára stúlka úr Reykjanesbæ, vann mikið afrek þegar hún synti tvöfalt Viðeyjarsund um síðustu helgi. Fyrst synti hún út í eyjuna þar sem hún fékk sér hressingu, án þess að stíga á land, og síðan aftur til lands. Hún kom að landi laust fyrir miðnætti á sunnudeg- inum, og hafði þá verið í þrjár klukkustundir á sundi. Írena synti Viðeyjarsundið einnig á síðasta ári og var þá yngsta sund- kona landsins til þess að þreyta það sund. Írena er efnileg í sjósundinu en ekki skemmir fyrir að hún hefur æft sund frá blautu barnsbeini og yf- irferðin á henni í sjónum er mikil. Írena Líf synti tvö- falt Viðeyjarsund Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna í hestaíþrótt- um lauk um síðastliðna helgi og eignuðust Suðurnesjamenn einn Íslandsmeistara á mótinu. Það var Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Mána sem sigraði í tölti, á Rey frá Melabergi, en Ásmundur hlaut einkunnina 7,83. Ásmundur ÍsLandsmeistari Í töLti ungmenna Undanfarna viku hafa unglingadeildir björg-unarsveita frá Grindavík og Reykjanesbæ verið í heimsókn hjá THW í Þýskalandi og tekið þar þátt í gríðarlega stórri hamfaraæfingu. Þar hefur hóp- urinn verið í póstavinnu að læra undirstöðuatriði rústabjörgunar og meðhöndlun verkfæra. Strax í upphafi var öllum þátttakendum skipt upp í hópa og skipa Íslendingar og Þjóðverjar einn 33 manna hóp sem kallast Alpha platoon. Krakkarnir í hópnum stóðu sig vægast sagt vel í æfingu sem sett var upp en þar var líkt eftir jarð- skjálfta upp á 8,1 á Richter. Hópurinn fékk tvö stór verkefni og bjargaði alls 16 manns úr rústum húsa. Eftir verkefnið hafði umsjónarmaður verkefnisins á orði að hópurinn væri sá langbesti á svæðinu og gaf þeim hæstu einkunn fyrir úrlausn verkefn- isins. Krökkunum gekk ótrúlega vel í Þýskalandi Staðreyndir um söluna á „Festi“ Það er því miður leiður ávani í íslenskum stjórnmálum að þegar ágreiningur er um hvaða leið á að fara þá segja stjórnmálamenn hálfan sannleikann í von um að kjósendur fallist á þeirra skoðun enda auðvelt að vera sannfærandi þegar vísvitandi er ekki sagt frá öllum staðreyndum. Slíkt má sjá í grein fulltrúa Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grindavíkur er birtist á heimasíðu Víkurfrétta þann 30. júlí 2012 og verður hér farið yfir þau atriði er þar koma fram. Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæj- arfulltrúi Framsóknar í Grindavík og forseti bæjarstjórnar. Kæru Grindvíkingar! Á fundi bæjarstjórnar þann 25. júlí síðastliðinn var kaup- samningur að Festi, þar sem lagt er til að hlutur Grindavíkur í félagi Djasstónleikar í Duushúsum Djasstónleikar í Duus-húsum í Reykjanesbæ fimmtudaginn 2. ágúst kl. 21:00: Í tilefni af útgáfu geisladisksins „Concrete“ verða haldnir tón- leikar í Duushúsum. Tónlistar- menn eru þeir sömu og spila á geisladisknum; Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Einar Val- ur Scheving á trommur, Leifur Gunnarsson á bassa og Magnús Rafnsson á píanó. Spiluð verður tónlist af plötunni Concrete í bland við sígildan djass. sem á húsið verði seldur til Ísfirska fasteignafélagsins AFG ehf, sam- þykktur gegn atkvæði okkar sjálf- stæðismanna. Við sjálfstæðismenn erum mótfallnir þeim áformum og höfum stuðst þar við málefna- samning milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem gerður var í upphafi kjörtímabilsins, en í honum stendur: „Byggja eigi upp Festi. Salurinn verður gerður upp með möguleika á að skipta honum niður og fundið út hvaða stofn- anir og þjónusta eigi best heima þar t.d. stjórnsýslan, Þruman eða bókasafn.“ Sú stefna var miðuð við vilja bæjarbúa og þeirra stefnu sem allir flokkar settu fram í síð- ustu kosningabaráttu. Guðmundur Pálsson formaður bæjarráðs Grindavíkur. Greinarnar eru birtar í heild sinni á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.