Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 02.08.2012, Blaðsíða 3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 2. ÁGÚST 2012 3 Mál hælisleitenda sem búsett-ir eru í Reykjanesbæ hafa verið mikið í umræðunni undan- farið og hafa margar spurningar vaknað meðal fólks á svæðinu. Víkurfréttir hafa fengið sendar spurningar varðandi mál hæl- isleitenda og einnig hefur mál- efnið verið áberandi umræðuefni á samfélagsmiðlum eins og Fa- cebook. Algengustu spurningarn- ar sem fólk veltir fyrir sér virð- ast vera „hvað eru þessir menn að gera hér á landi og í Reykja- nesbæ?“ og „hvers vegna eru þeir ekki sendir aftur til síns heima- lands undir eins?“ Í næstu blöðum Víkurfrétta munu birtast greinar sem miðla að því að fræða almenning á Suðurnesjum um málefni hælisleitenda og von­ andi svara spurningum sem brenna á fólki. Hver er flóttamaður? Flóttamaður er samkvæmt skiln­ ingi flóttamannasamnings Sam­ einuðu þjóðanna (UNHCR) frá 1951 og viðauka hans frá 1967 skil­ greindur sem; sá sem er utan við heimaland sitt og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðern­ is, aðildar í sérstökum félagsmála­ flokkum, eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands. Flóttamaður getur einnig verið sá sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann hafði reglulegt aðsetur, vegna ofsókna og getur ekki eða vill ekki, vegna ótta við slíka atburði, hverfa aftur þangað. Ísland fullgilti samninginn árið 1955 og tók hann í gildi hér á landi árið eftir. Þegar einstaklingur sækir um hæli utan eigin ríkis er hann í fyrstu skilgreindur sem hælisleitandi af stjórnvöldum viðkomandi ríkis. Með umsókn sinni um hæli er við­ komandi einstaklingur að biðja um viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Ef stjórnvöld fallast á réttmæti slíkrar umsóknar þá fær einstaklingurinn viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður sam­ kvæmt flóttamannasamningi Sam­ Holtsgötu 6, Njarðvík sími 823 8337 YOGA-HÚSIÐ Leyfðu þér að upplifa hvað yoga getur gert fyrir þig. HAUSTÖNNIN BYRJAR 13. OG 14. ÁGÚST Innritun í síma 823-8337 einuðu þjóðanna. Hér á landi hafa aðeins 5 manns fengið stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda síð­ an 1991 en ekki má rugla því sam­ an við „kvótaflóttamenn“ en það eru einstaklingar sem íslenska ríkið hefur boðið til landsins, og hafa komið 516 einstaklingar frá árinu 1956. Þeir flóttamenn sem búa í Reykjanesbæ um þessar mundir, á Fit Hostel og í öðrum íbúðar­ húsnæðum koma á eigin vegum en Reykjanesbær tók einnig á móti 23 flóttamönnum frá Króatíu árið 2001, en sá hópur kom í boði ís­ lenskra stjórnvalda. Hvers vegna eru hælisleitendur ekki sendir til baka til heimalands síns eða „millilands“ sem viðkom- andi kom frá? Ísland er skuldbundið alþjóðlegum samningum til þess að rannsaka aðstæður hvers og eins sem sæk­ ir um hæli í landinu. Um leið og einstaklingur sækir um hæli hér á landi fer í gang umsóknarferli sem gagnrýnt hefur verið mikið undanfarið að taki of langan tíma. Á meðan Útlendingastofnun hefur umsókn hælisleitanda til skoðunar bíður hann úrlausnar mála sinna. Ef hælisleitandinn getur ekki hald­ ið sér uppi sjálfur þá dvelur hann í Reykjanesbæ fyrir tilstuðlan samn­ ings sem Reykjanesbær hefur gert við Útlendingastofnun. Ísland hefur innleitt Dyflinn­ arreglugerð Evrópusambandsins Ísland er skuldbundið alþjóðlegum samningum ›› Fréttaskýring – málefni hælisleitenda: en hún felur í sér skuldbindingu ríkja að rannsaka umsóknir útlend­ inga um hæli. Þar sem Ísland er landfræðilega staðsett þannig að það er ólíklegt að hælisleitandi komi með beinu flugi til Íslands frá heimalandi sínu, er líklegt að hann hafi áður sótt um hæli annars staðar. Það þýðir að flestir koma til landsins eftir að hafa sótt um hæli í öðru landi fyrst, og fengið höfn­ un á umsókn eða eru í ferli ann­ ars staðar. Af þeim sökum er stór hluti umsókna um hæli hér á landi afgreiddur á grundvelli Dyflinnar reglugerðarinnar en oftar en ekki er hælisleitanda neitað um hæli hér á landi og viðkomandi einstaklingur er sendur aftur til „millilandsins“ þar sem því ríki er skylt að taka við umsækjandanum. Samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er ríkjum óheimilt að senda hælisleitanda aftur til síns heimalands þar sem viðkomandi gæti verið í lífshættu, og að rannsaka hvort slíkt sé tilfellið fyrir hvern og einn tekur tíma. Það tekur tíma að rannsaka hvaðan hælisleitandinn kom og skoða sögu hans í „milli­ landi/löndum“. Tíminn sem hæl­ isleitendur þurfa því að bíða getur verið allt að nokkrum árum. Hins vegar hefur innanríkisráðherra sagt nýlega að ætlunin sé að setja meira fjármagn í Útlendingastofnun og að hvert umsóknarferli eigi ekki að taka lengur en 6 mánuði. Skógarbobbi sem fannst á vörubretti við verslun Byko í Keflavík er í fullu fjöri og til sýnis í Fræðasetrinu í Sandgerði. Starfsmenn Byko fundu snigilinn og fóru með hann til greiningar hjá Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. Skógarbobbi slæðist sjaldan til landsins og þá með varningi. Er kunnugt um sjö tilvik og er þetta í annað sinn sem skógarbobbi finnst hjá Byko í Keflavík en áður kíkti hann í heimsókn árið 2008. Listamaðurinn Jóhann Dal-berg Sverrisson er fæddur í Keflavík árið 1964. Frá árinu 2008 hefur hann verið að vinna skúlp- túra og kertastjaka úr grjóti. Á síðasta ári komst hann í kynni við steina sem eru uppistaðan í sýningu sem hann heldur í Kviku um þessar mundir. Sýninguna kall­ ar hann Sjávarvætti. Sýningin hefur staðið yfir í Kvikunni frá 1. júní og verður tekin niður eftir verslunar­ mannahelgina. Þannig að sú helgi verður væntanlega síðasta sýning­ arhelgin í Grindavík. Jóhann er að uppruna Keflvíkingur en flutti ungur til Grindavíkur og svo Reykjavíkur. Margir kannast eflaust við afa hans og alnafna sem bjó frá unga aldri í Keflavík. Steinarnir sem eru uppistaðan í sýningunni Sjávarvættir eru all­ ir úr graníti nema Marbendill­ inn. Steinarnir fundust í fjörunni í Dýrafirði. Sennilegast þykir að þeir hafi borist þangað með am­ erískum lúðuveiðiskipum á 19. öld­ inni og þjónað hlutverki ballestar á siglingunni löngu frá Gloucester Massachusetts, þaðan sem skipin lögðu upp. En Ameríkanar stund­ uðu umfangsmiklar lúðuveiðar frá Dýrafirði á seinni hluta 19. aldar. En þó steinarnir tjái sig hvorki á enskri tungu eða annarri ef því er að skipta, er ekki þar með sagt að þeir steinþegi. Þegar Jóhann byrj­ aði að eiga við þá með verkfærum sínum var engu líkara en steinarn­ ir sjálfir réðu hvað birtist hverju sinni. Það var sem í þeim byggju kraftmiklir andar sem beðið hefðu lengi óþreyjufullir eftir að líkamn­ ast ef svo mætti segja. Á þessari sýningu gefur svo að líta afrakst­ urinn af þessu samstarfi Jóhanns og steinanna. Önnur verk á sýning­ unni eru úr graníti og eru unnin á undanförnum árum. Jóhann sýnir í Kvikunni ›› Listasýning í Grindavík: Æfingar eru hafnar á óper-u n n i Eu g en e O n e g i n eftir Pjotr Tschaikowsky sem flutt verður 24. og 26. ágúst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Það eru margir af bestu söngv- urum landsins sem taka þátt, auk þess sem nokkrir ungir og mjög efnilegir söngvarar koma fram í sýningunni. Auk þess verður kór, hljómsveit og ballet í upp- færslunni. Það er óperufélagið Norðuróp sem stendur fyrir upp- færslunni en Suðurnesjamað- urinn Jóhann Smári Sævarsson leikstýrir og Antonia Hevesi sér um tónlistarstjórn. Eftir mjög vel heppnaða uppfærslu á óperunni Toscu eftir Giacomo Puccini í Keflavíkurkirkju síðasta sumar, vaknaði sú hugmynd að stofna til árlegrar sumaróperuhá­ tíðar í Reykjanesbæ. Þetta sumar verður boðið upp á enn stærri upp­ færslu en á Tosca í fyrra, auk hátíð­ legs óperuballs í Hljómahöllinni. Óperuhátíð í Reykjanesbæ Óperan sem flutt verður í sum­ ar heitir Eugene Onegin eins og áður segir og er eftir rússneska tónskáldið Pjotr Tschaikovsky við sögu Púskin. Óperan fjallar um ástir, vináttu og afbrýði sem endar með einvígi þar sem Onegin drep­ ur vin sinn Lensky. Sagan hefst í sveitasælu og endar á hátíðlegu balli Gremins fursta í St. Péturs­ borg. Tónlistin er stórfengleg, róm­ antísk og lagræn. Sungin verður íslensk þýðing Þorsteins Gylfasonar á verkinu sem flutt var í Íslensku óperunni 1993. Einsöngvarar í sýningunni eru: Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Rósalind Gísla­ dóttir, Viðar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Egill Árni Pálsson, Bragi Jónsson, Gunnar Kristmannsson og Sigur­ jón Ólafsson. Miðar komnir í sölu á midi.is Mynd þessi er frá uppfærslunni á Tosca í Keflavíkurkirkju í fyrra.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.