Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 5
Við vinnum þegar þarf að vinna Gunnlaugur K. Hreinsson stýrir GPG hf., öflugu og vaxandi sjávarútvegsfyrirtæki á Húsavík. Fyrirtækið er ekki nema fjögurra ára gamalt, en hefur engu að síður náð sterkri stöðu á saltfiskmörkuðum í m.a. Portúgal, á Spáni og Ítalíu. Saltfiskurinn er mjög eftirsótt vara um þessar mundir og fyrir hann er greitt hátt verð. Og á meðan svo er gengur saltfiskvinnslan hér heima vel. Gunnlaugur framkvæmdastjóri GPG er í Ægisviðtali að þessu sinni. Lítill heimur Í pistli mánaðarins veltir Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, fyrir sér stöðu íslensks sjávarútvegs í umróti heimsviðburða. Sé eftir því að hafa ekki byrjað á þessu fyrir tuttugu árum síðan Vestur í Bolungarvík býr hagleiksmaðurinn Ragnar Jakobsson sem kann öðrum mönnum betur að gera við gamla árabáta. Ragnar er nýlega byrjaður að gera við árabátinn Friðþjóf sem áratugum saman hefur legið undir skemmdum. Þessir blessaðir Kínverjar eiga margt ólært Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, útgerðarmaður Happasæls KE-94, er að sumu leyti sáttur við nýja skipið sitt, sem var smíðað austur í Kína, en að öðru leyti alls ekki. Guðmundur Rúnar telur að Kínverjar eigi ýmislegt ólært í skipasmíðum. Nokkur orð um stöðugleika skipa Páll Ægir Pétursson, skipstjóri á olíuflutningaskipinu Kyndli, fjallar um stöðugleika skipa frá ýmsum hliðum í fróðlegri grein. Alltaf mikil stemning í kringum síldarvertíðina Þó svo að hið eina sanna síldarævintýri sé löngu liðið er alltaf mikil stemning sem fylgir þeim tíma ársins þegar síldin veiðist. Nokkrar verstöðvar fyrir austan skipta um ham á haustdögum og síldin tekur völdin. Ægir fjallar um síldveiðar og -vinnslu frá ýmsum hlið- um og ræðir meðal annars við Aðalstein Ingólfsson, framkvæmdastjóra Skinneyjar-Þinga- ness hf. á Höfn í Hornafirði. Eftirlit með íslenskum sjávarafurðum Dr. Róbert Hlöðversson, framkvæmdastjóri Nýju skoðunarstofunnar, setur fram þá skoðun í grein í Ægi að til þess að íslenskar sjávarafurðir standist væntingar viðskiptavina sinna ætti seljandi og/eða kaupandi í ríkari mæli að fela óháðum matsaðilum að meta gæði af- urðanna áður en þær eru sendar úr landi. 5 Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.) Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 588-5200, Bréfasími 588-5211 Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 898 8022 Hönnun & Umbrot: Fjölmynd ehf. Kaupvangsstræti 1, Akureyri Sími 461 2515 Prentun: Steindórsprent-Gutenberg ehf. Áskrift: Ársárskrift Ægis kostar 6200 kr. með 14% vsk. Áskriftarsími 461-5151 Forsíðumynd Ægis tók Sigurður Mar Halldórsson í síldarvinnslu Skinneyjar-Þinganess hf. á Höfn í Hornafirði. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 6 16 10 22 12 26 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.