Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2001, Page 6

Ægir - 01.08.2001, Page 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Skelfilegir atburðir í Bandaríkjunum 11. september s.l. munu aldrei líða þeim úr minni, sem urðu vitni að þeim á vettvangi eða í fjölmiðlum. Svo lítill er heimurinn orðinn, að stórar og smá- ar fréttir finna sér farveg um allan heim á örskotsstundu og hafa áhrif á líf og starf fólks um allan heim. Enda þótt við séum langt frá þessum hörmungum finnum við til með þeim, sem um sárt eiga að binda. Við velt- um fyrir okkur afleiðingunum fyrir heimsbyggðina alla og minnumst ým- issa annarra atburða, sem breytt hafa heimsmyndinni. Við verðum að vona að í kjölfar þessa harmleiks verði byggt á enn nánara samstarfi þjóða heims við að uppræta þau eyðingaröfl, sem engu eira. Fyrir smáþjóð eins og okkur Íslendinga skiptir öllu máli að vera í samfloti með þeim lýðræðisþjóðum sem næstar okk- ur eru og líkastar og reyna þannig að tryggja öryggi okkar og velferð með sem skynsamlegustum hætti. Sá kunningsskapur þjóðarleiðtoga, sem samstarf þjóðanna hefur í för með sér, getur skipt sköpum um framvindu mála á viðkvæmum stundum. Atburðir sem þessir hafa oft talsverð áhrif á verslun og viðskipti og jafnvel þeir, sem búa langt í burtu verða varir við áhrifin. Við Íslendingar erum háðari milli- ríkjaviðskiptum en flestar aðrar þjóðir og því skynjum við fljótt þegar breyt- ingar verða, sem við þurfum að bregð- ast við. Þessi harmleikur mun hafa áhrif á ferðalög og ferðaþjónustu til skamms tíma, en vonandi vara þau neikvæðu áhrif ekki lengi, þó að eng- inn geti dæmt um það á þessum tíma. Sjávarútvegurinn er háður ýmsum ytri áhrifum. Hann er ekki aðeins háður mikilvægum aðföngum, eins og olíu og ýmis konar vistum, heldur er nán- ast allur fiskaflinn fluttur á erlenda markaði. Verðbreytingar á olíu, breytingar á gengi gjaldmiðla, hertar reglur í flutn- ingum, svo einhver nærtæk dæmi séu tekin, hafa strax áhrif á útgerð, fisk- vinnslu og útflutning hér á landi. Sjávarútvegurinn hefur sýnt einstakan hæfileika til að aðlagast jafnvel gjör- breyttum aðstæðum á mörkuðum okk- ar og hefur oft sannað þann sveigjan- leika sem hann býr yfir. Við getum þurft að búast við sviptingum í geng- is- markaðs- og sölumálum í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum og að talsverður tími geti liðið þar til eðli- legt ástand hefur skapast á nýjan leik. Þegar að viðskiptum kemur hefur reynslan jafnframt sýnt með óyggjandi hætti, að persónuleg sambönd og virð- ing á milli viðskiptavina tryggja best hagsmuni beggja aðila. Um 10 ára skeið höfum við staðið fyr- ir alþjóðlegri ráðstefnu um fiskvið- skipti í heiminum. Nafn Íslands hefur borið þar nokkuð hátt, þar sem undir- búningur og framkvæmd ráðstefnunn- ar hefur frá upphafi verið unninn hér á landi og íslenskir fyrirlesarar verið verðskuldað mjög áberandi. Frumkvæði okkar og kröftug þátttaka í samstarfi stærstu fyrirtækja á þessu sviði hefur komið íslenskum sjávarút- vegi betur á landakortið en nokkurn hafði órað fyrir. Sá kunningsskapur forsvarsmanna þeirra helstu fyrirtækja sem sækja ráðstefnuna hefur minnkað „fiskheiminn“ talsvert og gert við- skiptin miklu auðveldari og samskipt- in vinsamlegri. Á þessum ráðstefnum skiptast menn á skoðunum um hvað eina, sem skiptir þessa grein mestu máli. Enda þótt mest sé rætt um viðskiptin koma ýmis önnur mál til umræðu. Fiskveiði- stjórnunarkerfið íslenska hefur, þótt umdeilt sé, vakið mikla athygli er- lendis og er víða talið til fyrirmyndar við nýtingu fiskistofnanna. Umgengni Íslendinga almennt um auðlindir sínar vekur jafnframt athygli þeirra, sem henni kynnast og er brýnt að við höldum vöku okkar á því sviði því að umhverfismál verða sífellt mik- ilsverðari í mati almennings á „verð- gildi“ hverrar þjóðar. FAO-ráðstefna sem haldin verður hér- lendis í byrjun október á að verða okk- ur hvatning til að verða málsmetandi á þeim vettvangi því að fáar alþjóða- stofnanir ættu að geta orðið sjónarmið- um okkar og árangri meira til fram- dráttar en FAO, ef rétt væri á spilum haldið. Mér hefur vísast orðið tíðræddara nú um mikilvægi alþjóðasamstarfs okkar Íslendinga vegna hinna vofveiflegu at- burða vestanhafs, en það breytir ekki því, að aldarfjórðungsreynsla mín að útflutningsmálum okkar Íslendinga hefur fært mér heim sanninn um það, að ekkert er okkur í sjávarútveginum mikilvægara en gott og traust samstarf við viðskiptavini okkar víða um heim. Þeir eru dýrmætur hluti af „auðlind- um“ okkar. Lítill heimur Pistil mánaðarins skrifar Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.