Ægir - 01.08.2001, Síða 18
18
ÚA helmingseigandi í GPG
Útgerðarfélag Akureyringa hf. keypti hlut Sigurðar
Olgeirssonar í GPG fyrr á þessu ári og því skiptist
eignarhald á fyrirtækinu til helminga á Gunnlaug og
ÚA. Gunnlaugur er bjartsýnn á samstarfið við ÚA.
„Ég vænti góðs samstarfs við Útgerðarfélagið um
hráefnisöflun, þegar minna er um veiðar hjá trillum
og smærri bátum,“ segir Gunnlaugur. Hann segist
hafa haft frumkvæði að því að fá öflugt fyrirtæki eins
og ÚA inn í GPG, sem er þá til marks um að hann
óttast ekki samstarf við stórt útgerðarfyrirtæki í öðru
byggðarlagi. „Markmiðið með aðkomu Útgerðarfé-
lagsins að GPG er að efla fyrirtækið. Ég leit alls ekki
á það sem ógn við GPG að ÚA kæmi hér inn, enda
hafði ég frumkvæði að viðræðum við ÚA. Þegar Sig-
urður Olgeirsson ákvað að selja sinn hlut hafði ég for-
kaupsrétt að honum. Ég íhugaði vel að kaupa hlut
Sigurðar og eignast þar með allt fyrirtækið, en að at-
huguðu máli fannst mér skynsamlegt að fá stórt fyr-
irtæki eins og Útgerðarfélagið í samstarf, enda felast
í því ákveðnir möguleikar. Til dæmis hentar miklu
betur að salta stóra fiskinn en frysta hann. Það lá
alltaf fyrir að fyrirtækið yrði áfram hér á Húsavík því
félagið er kvótalaust og verðmæti þess er fyrst og
fremst fólgið í staðsetningu, mannauði, þekkingu,
húsnæði og vélum. Þess vegna var sá ótti ástæðulaus
að aðkoma Útgerðarfélags Akureyringa hefði það í för
með sér að fyrirtækið færi frá Húsavík. Það stóð ekki
til og stendur alls ekki til. Þvert á móti höfum við
uppi áætlanir um uppbyggingu fyrirtækisins og
stækkun og að því er unnið markvisst.“
Fyrsta flokks aðstaða fyrir þurrkun
„Liður í því að efla fyrirtækið er að ná fram hagræð-
ingu í miðlun á fiski milli ÚA og GPG. Við erum
meðal annars að skoða þann möguleika að miðla fiski
milli fyrirtækjanna þannig að smærri fiskurinn fari
til vinnslu hjá ÚA en sá stærri til okkar í saltfisk-
vinnslu. Við teljum líka ýmis sóknarfæri vera fyrir
hendi eftir að við keyptum 750 fermetra hús Neta-
gerðar Húsavíkur, sem er hérna við hliðina og þar
höfum við sett upp þurrkun á hausum og hryggjum.
Þessa þurrkun hófum við í fyrrum húsnæði Stöpla-
fisks í Reykjahverfi í byrjun árs 1999 og hún hefur
vaxið í takt við aukin umsvif í saltfiskinum. Þessi
nýja aðstaða opnar möguleika á öðrum sviðum þurrk-
unar, til dæmis sé ég fyrir mér að við munum þreifa
fyrir okkur um þurrkun á saltfiski fyrir þá markaði
sem gefa af sér meira fyrir þurrfisk en blautfisk.
Brasilía var einu sinni mjög sterkur markaður fyrir
þurrkaðan saltfisk en efnahagslægð þar gerði það að
verkum að saltfiskmarkaðurinn hrundi. Hins vegar
gerum við okkur vonir um að Brasilíumarkaður og
aðrir markaðir eigi eftir að eflast, til góða fyrir þurrk-
aðan saltfisk frá Íslandi. Í Brasilíu er mikil stétta-
skipting og ríka fólkið kaupir saltfisk. Það er hins
vegar spurning hversu mikið magn þessir kaupendur
eru tilbúnir að kaupa. Ef efnahagur í Brasilíu batnar
og hagur almennings vænkast má ætla að markaður
þar fyrir saltfisk stækki aftur og það kann að gefa
okkur sóknarfæri vegna þess að við erum nú komnir
með aðstöðu til þess að þurrka saltfisk til hliðar við
hina hefðbundnu þurrkun á hryggjum og hausum
fyrir Nígeríumarkað. Við þurfum með öðrum orðumHermann Þór Jakobsson raðar þorskum á hausafæribandið.
Hér er Júlíus Bergsson að pakka saltfiski fyrir Ítalíumarkað.