Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 23
23
S T Ö Ð U G L E I K I S K I P A
Skipstjórnarmenn verða fljót-
lega varir við ef stöðugleikinn
minnkar, þá verða velturnar hæg-
ari eins og áður sagði og er það
þeirra að meta með hvaða stöðug-
leika þeir sigla skipum sínum án
þess þó að fara undir lágmarkið.
Stundum hefur þurft að setja sjó í
tanka skipa sem hafa lítinn byrj-
unarstöðugleika þegar gengið hef-
ur á olíu- og vatnsbirgðir og lítið
hefur aflast og á þetta sérstaklega
við um skuttogara.
Nauðsynlegt er að skipstjórnar-
menn séu vakandi fyrir þessum
hlutum því þekkingu eiga þeir að
hafa næga úr námi sínu.
Mig langar að fara nokkrum
orðum um tæki sem ég hef
presónulega reynslu af sem skip-
stjórnarmaður, annars vegar s.k.
Stöðugleikavakt og hins vegar
hleðsluforrit fyrir skip.
Stöðugleikavaktin
Til að fylgjast með byrjunarstöð-
ugleika skipa hefur RT ehf. hann-
að stöðugleikamæla fyrir skip -
,,Stöðugleikavakt“ - og hafa þeir
verið í notkun um nokkurra ára
skeið.
Stöðugleikavakt er aðvörunar-
búnaður, sem segir til um stöðug-
leika skipa og fylgist með veltingi
þeirra.
Mælirinn samanstendur af
þremur aðskildum tækjum. Í
fyrsta lagi stöðugleikavaktinni
sem staðsett er í brú skipsins, þá
veltiskynjara sem staðsettur er í
skáp eða öðru tækjarými sem næst
er málmiðju skipsins og í þriðja
lagi bjöllum sem staðsettar eru í
brú og víðar ef þurfa þykir.
Mælirinn (Stöðugleikavaktin)
reiknar stöðugleikann út frá velti-
hreyfingum skipsins og beitir til
þess tölfræðilegum aðferðum.
Mælirinn þarf að geta unnið
hratt og við flestar aðstæður úti á
sjó því stöðugleiki skipa getur
breyst hratt við vissar aðstæður
eins og nefnt var fyrr í greininni,
svo sem vegna skyndilegs leka,
yfirísingar, mikils afla á þilfari
o.s.frv. Mestu sjóslys við strendur
Íslands hafa orðið vegna yfirísing-
ar skipa og skyndilegs leka. Tveir
enskir togarar fórust á Vestfjarða-
miðum 1968 vegna skyndilegrar
ísingar sem hlóðust á skipin á
skömmum tíma. M.s. Þormóður
fórst nálægt Garðskaga vegna
skyndilegs leka 1943, svo dæmi
séu tekin. Einnig hafa margir
bátar af mismunandi stærðum
fengið leka á undanförnum árum
og farist. Stundum gerist slíkt
snögglega en oft er töluverður að-
dragandi áður en í óefni er komið.
Stöðugleikavaktin sýnir stöð-
ugleikann á stafaskjá og varar við
ef hann fer undir ákveðin aðvör-
unarmörk, með rauðu ljósi og
hljóðmerki, svo skipstjórnarmenn
geti brugðist við í tíma og gert
viðeigandi ráðstafanir. Hægt er
að kalla fram á stafaskjáinn aðvör-
unarmörk og þann lágmarksstöð-
ugleika, sem mældur hefur verið
frá því hann var endursettur síð-
ast.
Setja þarf Stöðugleikavaktina
upp fyrir hvert skip fyrir sig. Til
þess að það sé hægt þurfa ákveðn-
ar upplýsingar um skipið að
liggja fyrir. Hér er einkum átt
við tregðuradíus skipsins og á
hvaða bili eiginveltutími liggur.
Stöðugleikavaktin reiknar út
frá raunverulegum hreyfingum
skipsins og starfar því ekki ef skip
er bundið við bryggju. Það er
einkennt með því að fjögur strik
„Með auknum og bættum fjarskiptum væri hægt að senda með ákveðnu millibili upplýsingar í land frá bátum og skipum. Má þar nefna upplýsingar um
stöðugleika, hleðslu- og brunaviðvörun ásamt ýmsu öðru sem gegnlegt getur talist í þessu sambandi og væri það mikið öryggisatriði fyrir sjómenn,“ segir
Páll Ægir m.a. í grein sinni. Hér má sjá flutningaskipið Helgafell hlaðið gámum.
Stöðugleikavaktin lætur
ekki mikið yfir sér. Hér
má sjá stjórnstöðina og
hreyfiskynjarann. Hönn-
uðir Stöðugleikavaktar-
innar eru þeir Þorvaldur
Sigurjónsson, rafmagns-
verkfræðingur hjá RT
hf., og Stefán Guð-
steinsson, skipatækni-
fræðingur hjá Fengi hf.