Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 24

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 24
24 S T Ö Ð U G L E I K I S K I P A birtast á skjánum. Til að sann- reyna virkni Stöðugleikavaktar- innar er skipinu siglt út úr höfn. Best er að dálítil kvika sé þannig að skipið velti meira en 2 til 3 gráður. Eftir um 7 til 15 mínút- ur á fyrsta gildið að birtast á skjánum. Um 10 mínútur í við- bót geta liðið uns stöðugleika- gildið er orðið stöðugt. Stöðugleikaforrit fyrir skip Árið 1988 var Skipalínan ehf. stofnuð og hafa helstu verkefni fyrirtækisins frá upphafi verið hönnun vegna nýsmíði og breyt- ingar á skipum og að mæla stöð- ugleika skipa og báta. Síðar hafa bæst við fleiri verkefni og má þar sérstaklega nefna hönnun á hleðslu- og stöðugleikaforriti fyr- ir skip, sem hefur staðið yfir í þrjú ár. Hanna þarf forrit fyrir hvert skip og eru upplýsingar m.a. unn- ar upp úr stöðugleikagögnum. Forritið reiknar út stöðugleika, stafnhalla og hliðarhalla skipa ásamt ýmsum öðrum upplýsing- um sem hægt er að bæta við for- ritið. Hægt er að tengja sjálfvirk- an aflestur í tönkum (olíu, ballest, vatnstönkum) við forritið og lesa magn í hverjum tanka eða í lest t.d. loðnuskipa. Hægt er með einföldum hætti að plana lestun, þ.e. að ákveða hvernig skipið á að liggja í sjón- um eftir að farmur er kominn um borð, og sjást strax breytingar á stafn-hliðarhalla þegar þungi er settur um borð eða færður til. Einnig sést hvernig GZ línurit breytist ásamt byrjunarstöðug- leika eða málmiðju sem skamm- stafað er GMt. Allt er þetta sýnt myndrænt á tölvuskjá svo notandi geti áttað sig strax á því hvaða áhrif þyngdartilfærslur hafa á skipið. Réttur stafnhalli er mikilvægt atriði varðandi ganghraða skipa og munar miklu hvort hraði skipsins er mílunni meiri eða minni, ekki síst þegar siglt er yfir stórt hafsvæði. Þegar vitað er hvar farmur er um borð sýnir hleðsluforritið hver stafnhallinn er og hver djúprista skipsins er að framan og aftan. Forritið er unnið í Excel og er auðvelt fyrir notendur að tileinka sér það og gott að hafa allar helstu upplýsingar um stöðugleikann og hleðsluna á einum stað. Að sumu leyti má líkja upplýsingum sem hleðsluforritið sýnir við upplýs- ingar á ,,Connig Display“ en það er tölvuforrit og tölva sem tengd er við ýmis tæki um borð, í brú og vélarúmi, og sýnir helstu upplýs- ingar um skipið sjálft og sigling- una. Í sumum tilfellum þarf að slá inn ákveðin gildi, t.d. ef einhver aukaþungi er settur um borð í skipið sem ekki var fyrir þegar forritið var hannað fyrir það. Skip hafa tilhneigingu til að bæta við þyngd sína vegna aukins búnaðar um borð. Þegar nýir hlutir eru settir um borð eru eldri hlutir oft ekki settir í land og því þyngjast skip, stundum um nokkur tonn á ári eins og stærstu fiskiskipin okkar. Með einföldum hætti er hægt í hleðsluforritinu að finna út, með tilfærslum á farmi eða öðrum þunga, hvað þurfi að gera til að minnka stöðugleikann, minnka stífni og lengja veltutíma til þæg- inda og öryggis fyrir skip og áhöfn. Hægt er að tengja saman Stöðugleikavaktina og hleðslufor- ritið og bera saman byrjunarstöð- ugleikann sem mælirinn sýnir annars vegar og svo hleðsluforrit- ið hins vegar. Hugmynd er uppi, með aukn- um kröfum frá Alþjóðasiglinga- málastofnuninni IMO, um að hanna upptöku- og upplýsinga- tæki, á vondu máli ,,svartur kassi“, þar sem helstu upplýsing- ar um skipið og ástand þess komi fram. Er þá stöðugleiki skipsins eitt mikilvægasta atriðið auk sigl- ingar skipsins og tengingar við öryggiskerfi um borð. Með auknum og bættum fjar- skiptum væri hægt að senda með ákveðnu millibili upplýsingar í land frá bátum og skipum. Má þar nefna upplýsingar um stöðug- leika, hleðslu- og brunaviðvörun ásamt ýmsu öðru sem gagnlegt getur talist í þessu sambandi og væri það mikið öryggisatriði fyrir sjómenn. Reyndar má segja að allt frá því að umræður um sjálfvirka tilkynningaskyldu hófust hér um árið hafi menn farið að ræða ýmsa gagnaflutninga frá skipum og bátum, sú umræða er því ekki ný af nálinni. Undanfarin ár hefur Skipalínan ehf. verið í samvinnu við RT ehf. vegna þessara verkefna og hafa fyrirtækin verið aðilar að sam- starfsverkefni um öryggi skipa sem Siglingastofnun Íslands stendur fyrir. Þetta verkefni hef- ur þegar verið kynnt á ýmsum ráðstefnum og fengið góðar und- irtektir. Det Norske Veritas í Noregi er aðili að þessu samstarfi og hefur bæði verið ráðgjafi og farið yfir niðurstöður tilrauna. Sá sem þessar línur skrifar, hef- ur notað Stöðugleikavaktina ásamt hleðsluforritinu á skipi sínu um tveggja og hálfs árs skeið með góðum árangri. Marel hf. og Carnitech, dóttur- fyrirtæki Marels, hafa gengið frá þróunarsamningi við Fiskeri- nærings Landforening, samtök fyrirtækja í veiðum og vinnslu í Noregi, um þróun á hátækni- búnaði til að fjarlægja beingarðs- bein í fiskiflökum. Búnaðurinn sem Marel og Carnitech koma til með að þróa á einnig að gæðaskoða flök m.t.t. beina með það að mark- miði að auka nýtingu í flaka- vinnslu og lækka launakostnað. Þessi samningur hljóðar upp á um 300 milljónir króna og er sá stærsti sinnar tegundar sem Marel hefur gert. Ef vel tekst til eru vonir bundnar við að nýting fiskaf- urða geti aukist um 3-4% með þessum nýja tæknibúnaði. Á heimasíðu Útgerðarfélags Akureyringa kemur fram að ÚA sé einnig að vinna að þróun nýrrar beinagarðsskurðarvélar í samvinnu við Baader sem muni auka nýtingu hráefnisins og lækka kostnað. Marel og Carnitech í þróunarverkefni

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.