Ægir - 01.08.2001, Side 31
31
E F T I R L I T
Lög þessi og reglugerðir, sem síð-
ar tengdust þeim, tóku mið af
lögum og reglugerðum Evrópu-
sambandsins, en Íslendingar
höfðu með undirritun EES-samn-
ingsins skuldbundið sig til þess
að uppfylla kröfur ESB á þessu
sviði.
Ég mun hér á eftir gera grein
fyrir í hverju þessar breytingar
fólust og reyna í ljósi reynslunnar
að meta kosti og galla breyting-
anna.
Opinbert fiskmat
lagt niður
Lög um eftirlit og mat á fiski og
fiskafurðum voru lögð niður með
tilkomu nýju laganna. Þetta
þýddi að mat á ferskum fiski og
fiskafurðum var ekki lengur í
höndum opinberra fiskmats-
manna. Ábyrgðin á því að meta
hvort hráefnið væri hæft eða
óhæft til neyslu var flutt yfir á
vinnsluleyfishafa og var honum
gert skylt að meta fiskinn sam-
kvæmt matsreglum í reglugerð
og skrá niðurstöður matsins
hverju sinni. Að öðru leyti kemur
hið opinbera ekki að fiskmatinu
heldur er það alfarið í höndum
kaupanda og seljanda að skil-
greina gæði afurðanna.
Margir hafa orðið til að segja að
þarna hafi verið stigið skref til
baka, sérstaklega með því að
leggja niður opinbert ferskfisk-
mat. Þessir aðilar telja að gæðum
íslenskra sjávarafurða hafi farið
hrakandi á undanförnum árum og
að orsakanna sé að leita í ofan-
greindum kerfisbreytingum. Sé
það rétt að gæðum sjávarafurða
hafi farið hrakandi vil ég benda á
aðra hugsanlega orsakavalda s.s.
breytingar sem orðið hafa á við-
skiptum með fisk með tilkomu
fiskmarkaða svo og að sölusamtök
hafa stórlega dregið úr beinu
gæðaeftirliti með framleiðendum
sínum með tilkomu opinberra
krafna um innra eftirlit.
Það að gera framleiðanda
ábyrgan fyrir gæðum og heilnæmi
framleiðslu sinnar er tvímælalaust
skref í rétta átt. Ef það er ásetn-
ingur hans að framleiða lélegar af-
urðir getur ekkert eftirlit hversu
strangt sem það er komið í veg
fyrir það. Það þarf því ávallt að
ganga út frá því sem vísu að allir
framleiðendur vilji framleiða
góða afurðir. Takist það ekki er
um að kenna vankunnáttu
ábyrgðarmanns vinnslu á góðum
framleiðsluháttum. Aðrar orsakir
geta verið tæknilegs eðlis s.s. að
húsnæði og búnaður sé í óhæfu
ástandi.
Stjórnvöld tryggi
heilnæmi íslenskra
sjávarafurða
Mikilvægt er að gera sér grein fyr-
ir því hvort verið sé að tala um
heilnæmi eða gæði. Heilnæmi af-
urðarinnar snýr að því hvort
neysla hennar orsaki að neytand-
inn fái matarsýkingu, eitrun eða
einhver önnur veikindi. Gæði af-
urðarinnar snúa hins vegar að því
hvort hún uppfylli einhverjar fyr-
irfram skilgreindar gæðakröfur
eða væntingar.
Það er skylda stjórnvalda að
viðhafa ráðstafanir til að tryggja
að óheilnæm matvæli berist ekki
á borð neytandans. Í 1. gr. laga
um meðferð, vinnslu og dreifingu
sjávarafurða stendur að tilgangur
laganna sé að tryggja neytendum
að íslenskrar sjávarafurðir séu
heilnæmar, standist settar kröfur
um gæði, séu unnar við fullnægj-
Eftirlit með íslenskum
sjávarafurðum
Með tilkomu nýrra laga um meðferð vinnslu
og dreifingu sjávarafurða í ársbyrjun 1993 urðu
miklar breytingar á gæðaeftirliti með sjávaraf-
urðum á Íslandi.
„Að mínu mati hefur
nýja kerfið einungis
kosti samanborið við
það gamla ef miðað er
við að markmiðið með
opinberu eftiliti sé
einungis að tryggja
heilnæmi íslenskra
sjávarafurða,“ segir dr.
Róbert Hlöðversson
m.a. í greininni.
Höfundur er
dr. Róbert
Hlöðversson,
framkvæmda-
stjóri Nýju
skoðunarstof-
unnar ehf.