Ægir - 01.08.2001, Page 34
34
R Æ K J U R A N N S Ó K N I R
Upphaf rækjuveiða
Rækjuveiðar á grunnslóð hafa ver-
ið stundaðar allt frá árinu 1935 er
rækjuveiðar hófust í Ísafjarða-
djúpi og nokkru seinna í Arnar-
firði. Þessir tveir firðir eru einu
grunnslóðasvæðin þar sem rækju-
veiðar hafa verið samfelldar frá
byrjun. Eftir langt hlé eða 1961
fundust fyrstu rækjumiðin í Ing-
ólfsfirði á Ströndum. Aðal rækju-
miðin í Húnaflóa fundust hins
vegar í innanverðum flóanum árið
1965 og hafa veiðar verið stund-
aðar þar samfellt allt til ársins
1998 er rækjustofninn hrundi
þar. Árið 1969 fundust rækjumið
á Reykjarfirði á Ströndum og voru
þau mið stunduð til ársins 1985
er þorskur gekk inn á fjörðinn.
Aflinn á Ströndum telst með
rækjuafla í Húnaflóa.
Árið 1963 fundust rækjumið
við Eldey, en afli þótti lítill og
voru rækjuveiðar fyrst stundaðar
þar árið 1970 er stærri rækjuvörp-
ur voru komnar í notkun. Miðin
í Breiðafirði fundust árið 1968 og
í Kolluál árið 1972. Mikið sam-
band er talið á milli rækju í sunn-
anverðum Breiðafirði og í
Kolluál, en svæðið er kennt sam-
eiginlega við Snæfellsnes. Í Öxar-
firði fundust rækjumið árið 1975
og hófust veiðar þar um haustið. Í
Skagafirði hófust rækjuveiðar árið
1984 og á Skjálfanda fannst fyrst
veiðanleg rækja árið 1990.
Nokkur önnur grunnslóðamið
hafa fundist og má þar nefna
norðurfirði Breiðafjarðar árið
1966, en þar hófust veiðar árið
1987. Þá fundust smærri
rækjumið á nokkrum öðrum
svæðum svo sem í Berufirði árið
1971 og veiðar voru stundaðar til
1985, í Tálknafirði 1974, en
veiðar voru aðeins stundaðar
1976, í Reyðarfirði árið 1984, en
veiðar voru aðeins það ár og í
Eyjafirði árið 1996 og voru veiðar
stundaðar þar í eitt ár.
Ekki þykir líklegt að á grunn-
slóð séu algjörlega aðskildir stofn-
ar, a. m. k. ef miðað er við stærð
rækju við kynskipti samkvæmt
rannsóknum undirritaðar og
Gunnars Péturssonar. Einnig má
vitna til rannsóknar Ólafar Dóru
Jónsdóttur og félaga með raf-
drætti lífhvata (ensíma ) úr rækju
frá ýmsum stöðum við landið.
Þar virðist enginn munur vera á
rækju frá Arnarfirði, Ísafjarðar-
djúpi, Húnaflóa og Skagafirði, en
hins vegar mikill munur á grunn-
slóðarækju og úthafsrækju. Hér
verður ekki farið nánar út í þá
sálma en fjallað um hvert svæði
fyrir sig og reiknað með að rækjan
sé staðbundin eftir að lirfustiginu
lýkur.
Rækjusvæðum á grunnslóð hef-
ur verið stjórnað eftir svæðum og
farið eftir niðurstöðum kannana
með rækjuvörpu á hverju svæði,
þar sem reiknuð er út vísitala
stofnstærðar rækju (sjá nánar um
þetta í aðferðum að neðan).
Einnig er tekið tillit til árganga-
stærðar og vísitölu kvendýra.
Ekki verður í þetta sinn farið út í
stjórnun rækjuveiða á hverju
svæði heldur eingöngu fjallað um
hugsanlegan þátt fiskgengdar í
minnkun stofnstærðar rækju.
Aðferðir
Allt frá árinu 1988 hafa
rækjukannanir verið tvisvar á
vetri í fjörðunum 6, Arnarfirði
Ísafjarðardjúpi, Húnaflóa, Skaga-
firði, Skjálfanda og Öxarfirði.
Ávallt var togað á sömu togstöðv-
unum allt fram til ársins 2001, en
þá féll febrúarkönnunin í Skaga-
firði niður og febrúarkönnunin í
Ísafjarðadjúpi var stytt. Kannanir
við Eldey og við Snæfellsnes hafa
verið árlegar, oftast í maí. Árið
2000 var könnun við Eldey þó í
júlí. Hér á eftir verður skoðað
með línuritum hvort samband sé
Höfundar greinarinnar eru
allir starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunarinnar;
Unnur Skúladóttir,
fiskifræðingur, Guðmundur
Skúli Bragason, Stefán H.
Brynjólfsson og Hreiðar
Þór Valtýsson, útbússtjóri
á Akureyri.
Hrun rækjustofna
á grunnslóð
Hreiðar Þór Valtýsson
Unnur Skúladóttir
Guðmundur Skúli
Bragason
Stefán H. Brynjólfsson