Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2001, Side 35

Ægir - 01.08.2001, Side 35
35 á milli fjölda þorsks eða ýsu og magns rækju sama vetur. Vísitala stofnstærðar rækju fæst með því að reikna út meðalafla rækju á togtíma í öllum togum innan hvers skika og er hann síðan margfaldaður með flatarmáli skikans og síðan deilt með flatar- máli svæðisins sem varpan hefur farið yfir. Loks eru vísitölurnar lagðar saman fyrir alla skikana innan fjarðarins. Fiskurinn, þorskur og ýsa, er flokkaður í fjóra stærðarflokka: Fyrir þorsk eru flokkarnir: 5-15, 16-30, 31-45 og yfir 45 cm. Fyrir ýsu eru þetta flokkarnir: 5-19, 20-30, 31- 40 og yfir 40 cm. Fiskurinn er reikn- aður sem meðalfjöldi á klst. fyrir allan fjörðinn. Samband fisks og rækju Samkvæmt Ólafi Karvel Pálssyni er rækja fæða margra fiska, þar á meðal þorsks og ýsu. Sá fyrr- nefndi er reyndar talinn helsti af- ræningi rækju. Samkvæmt Har- aldi Einarssyni er rækjuát ýsu lít- ið miðað við athuganir árið 1992 víðs vegar við landið. Sem dæmi um samspil rækju og þorsks má vitna til könnunar er gerð var í október 1998 í innanverðum Húnaflóa er þorskur hélt þar inn- reið sína í mun meira mæli en áður. Annaðhvort fékkst talsvert af rækju eða allt frá 116 til 1100 kg/klst, eða ekkert ef meira var af þorski stærri en 30 cm en 17 stk á togtíma. Fjöldi þorsks yfir 30 cm var þarna að meðaltali 155 stk á togtíma í allri könnuninni (á 38 togstöðvum) og fór mest í 1070 stk á togtíma (mynd 1). Aðalgrunnslóðasvæðin eru 8 talsins: Eldey, við Snæfellsnes, Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp Húnaflói, Skagafjörður, Skjálf- andi og Öxarfjörður. Hér verður farið sólarsinnis í kringum landið og hugað að skýringum á hruni rækjustofnsins á hverju svæði. Tafla 1 sýnir rækjuafla eftir árum allt frá árinu 1974, en frá og með því ári hefur rækjuveiðum verið stjórnað með hámarksafla nema við Snæfellsnes. Fyrst voru skoð- uð línuleg sambönd milli þorsks og rækju, ýmist þorskur í haust- könnun á móti meðalvísitölu rækju sama vetur (meðaltal tveggja kannana, haust og vor) eða sambandið milli þorsks í vor- könnun og meðalvísitölu rækju sama vetur. Sama var gert fyrir ýsu og einnig var athugað hvort væri marktækara að miða við þorsk stærri en 15 cm eða 30 cm. Svipað var gert fyrir ýsuna. Hér eru þó ekki sýnd nein línuleg sambönd heldur fjöldi þorsks og ýsu ásamt meðalvísitölu rækju þar sem virtist vera skársta samheng- ið. Ekki var litið á þorsk né ýsu minni en 15 og 19 cm vegna þess að svo smár fiskur étur varla rækju. Samband þorsks eða ýsu við rækju var ekki skoðað á sama hátt við Eldey og Snæfellsnes og á fjörðunum þar eð kannanir voru ekki jafn tíðar þar. Eldeyjarsvæðið hefur í gegnum tíðina verið mjög misgjöfult. Veiðar hófust árið 1970 og var haldið áfram til ársins 1974. Þá hrundi rækjustofninn og lágu rækjuveiðar niðri árin 1975- 1977. Á árunum 1978-1987 voru aftur stundaðar rækjuveiðar með góðum árangri. Árið 1987 minnkaði rækjuafli verulega en í fyrstu könnun í apríl það ár var smáýsa um allt svæðið. Rækju- stofninn hrundi í kjölfar þessa og voru engar veiðar í 3 ár. Á árun- um 1989-1991 mældist einnig mikið af þorski í stofnmælingu botnfiska í mars á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Bjargtöng- um. Frá 1991-1997 voru aftur stundaðar rækjuveiðar og rækju- stofninn í hámarki árin 1994- 1996 (sjá rækjuafla í töflu 1). Enn og aftur var mikil fiskgengd Húnaflói októberkönnun 1998 0 200 400 600 800 1000 1200 0 200 400 600 800 1000 1200 Þorskur > 30 cm, fj/klst. R æ kj a kg /k ls t. Mynd 1. Fjöldi þorsks á 38 togstöðvum á móti rækjuafla á togtíma. Arnarfjörður 0 20 40 60 80 100 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 Ár F jö ld i þ o rs ks á k ls t. 0 500 1000 1500 2000 M eð al lv ís ia la ræ kj u Mynd 2. Fjöldi þorsks á klst. yfir 15 cm (súlur) í febrúarkönnunum og meðalvísitölur rækju (lína) sömu vetur. R Æ K J U R A N N S Ó K N I R

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.