Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 37

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 37
37 R Æ K J U R A N N S Ó K N I R og aðallega þorskur í þetta sinn og hrundi rækjustofninn í kjölfar- ið. Í könnun á rækjusvæðinu í maí 1996 var einnig mjög mikið af eins og tveggja ára ýsu en lítið af þorski. Í maíkönnun 1997 var mjög mikið af ýsu stærri en 19 cm (á að giska tveggja ára) og enn lítið af þorski. Það segir þó ekk- ert um þorskgengdina fyrr á árinu þannig að erfitt er að segja hvað vegur þyngst í sambandi við hrun rækjustofnsins við Eldey árið 1997. Engar rækjuveiðar hafa verið stundaðar þar enn sem kom- ið er árið 2001. Við Snæfellsnes hafa rækjuveið- ar verið stundaðar á sunnanverð- um Breiðafirði frá því árið 1969. Veiðar hófust í Kolluál árið 1976 en voru litlar framan af. Engar rækjuveiðar voru á Breiðafirði og í Kolluál frá 1977 til 1979 vegna mikils fisks (þorsks og ýsu) og lít- ils rækjuafla. Á árunum 1989 til 1994 jókst rækjustofninn í Kolluál á ný eftir lægð 1988 og fór rækjuaflinn upp í 7 þús. tonn árið 1994. Þetta reyndust of miklar veiðar og árið eftir fengust aðeins um 3500 tonn. Í framhaldi hrundi rækjustofninn alveg og er núna fyrst að byrja að ná sér strik árið 2001. Á fjörðunum var skoðað sam- hengi milli fiskgengdar í könnun- um og stofnvísitölu rækju. Það kom í ljós að yfirleitt var ekki marktækt samband milli fjölda þorsks eða ýsu í haustkönnun og vísitölu rækju á sama tíma. Febrúarkannanir sýndu hins vegar oft marktækt samband einkum milli þorsks og rækju en stundum milli ýsu og rækju. Hugsanlega sýnir febrúarkönnunin betur hvort fiskurinn hefur vetursetu í firðinum eða dvelur aðeins hluta af árinu á rækjusvæðinu. Í Arnarfirði gengu rækjuveiðar vel árin 1987-1997 samfara því að lítið var af þorski. Haustið 1996 varð fyrst vart við fisk í einhverj- um mæli og fjölgaði þorski yfir 15 cm í um 90 stk/klst að meðal- tali í febrúarkönnun 1998 (mynd 2). Leyfilegur hámarksafli var minnkaður í kjölfarið vegna lækkunar meðalvísitölu veturinn á eftir. Veturinn 2000/2001 virðist rækjustofninn hafa aukist aftur. Í Ísafjarðardjúpi hefur mun oft- ar verið þorskur en í Arnarfirði. Þar varð mikil aukning í fjölda þorsks yfir 30 cm í vorkönnun frá og með árinu 1997. Stofnvísitala Ísafjarðardjúp 0 10 20 30 40 50 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 Ár F jö ld i þ o rs ks á k ls t. 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 M eð al ví si ta la ræ kj u Mynd 3. Fjöldi þorsks á klst. yfir 30 cm (súlur) í febrúarkönnunum og meðalvísitölur rækju (lína) sömu vetur. Húnaflói 0 50 100 150 200 1 9 8 8 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 Ár F jö ld i þ o rs ks á k ls t. 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 3500 M eð al ví si ta la ræ kj u Mynd 4. Fjöldi þorsks á klst. yfir 30 cm (súlur) í febrúarkönnunum og meðalvísitölur rækju (lína) sömu vetur. Skagafjörður 0 50 100 150 200 250 300 1 9 8 8 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 Ár F jö ld i þ o rs ks á k ls t. 0 1000 2000 3000 4000 5000 6000 M eð al ví si ta la ræ kj u Mynd 5. Fjöldi þorsks á klst. yfir 30 cm (súlur) í haustkönnunum og meðalvísitölur rækju (lína) sömu vetur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.