Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 38

Ægir - 01.08.2001, Qupperneq 38
38 R Æ K J U R A N N S Ó K N I R rækju minnkaði mjög samfara þessari fjölgun þorsks og einkum miðað við þorsk yfir 30 cm í febr- úarkönnunum (mynd 3). Hér er þó um tilltölulega fáa þorska að ræða samanborið við Húnaflóa. Í Húnaflóa virðist þorskur hafa mjög mikil áhrif á stofnstærð rækju. Eins og sjá má á mynd 4 fór þorskur stærri en 30 cm fyrst að ganga í verulegum mæli inn á innanverðan Húnaflóa vorið 1998 og reyndist þá tæp 80 stk. á klst. að meðaltali. Stofnvísitala rækju minnkaði mjög frá vetrinum áður. Um haustið var þorskurinn 155 stk/ klst að meðaltali í könnuninni og höfðu þorskar yfir 30 cm aldrei verið svo margir í könnun. Þorskgengdin var held- ur minni í febrúar 1999, en með- alvísitala rækju féll þó áfram í 800 og var þá aðeins helmingur þess sem var veturinn 1997/98. Þorskgengdin var svipuð haustið 1999 en jókst aftur verulega í febrúarkönnun árið 2000 og fór í 153 stk/klst af þorski yfir 30 cm og jókst enn meir í febrúar 2001 í 186 stk/klst. Rækjustofninn hrundi samfara þessu og stofnvísi- tala rækju varð aðeins 85 veturinn 2000/2001. Engar rækjuveiðar hafa verið stundaðar síðan vetur- inn 1998/99. Þess skal getið hér að mjög mikið hefur einnig verið af ýsu í Húnaflóa í haustkönnun 2000 og febrúarkönnun 2001 þegar ýsa yfir 30 cm var 175 stk/klst að meðaltali. Í Skagafirði hvarf rækjan árið 1985 við það að fjörðurinn fylltist af ungþorski. Hér eru þó ekki til- greindar niðurstöður úr könnun- um fyrir 1988 þar sem togstöðv- arnar voru þá ekki sambærilegar. Í Skagafirði er ekki augljóst að þorskur hafi valdi hruni rækju- stofnsins eftir 1996 en línuritið sýnir þó talsverða aukningu þorsks yfir 30 cm í haustkönnun- um frá og með árinu 1996 (mynd 5). Þá var stofnvísitala rækju mjög há og þess vegna voru leyfð- ar miklar rækjuveiðar þennan vet- ur. Rækjustofninn minnkaði áfram allt til vetrarins 1999/2000 er vísitala rækju minnkaði smám saman úr 5100 veturinn 1995/1996 í 890 veturinn 1999/2000. Fjöldi þorsks yfir 30 cm jókst þvínæst skyndilega í 247 stk/klst í haustkönnun árið 2000 og hvarf rækjan þá á svæð- inu. Þorskur og ýsa hafa aldrei verið mjög sýnileg í febrúarkönn- unum og var febrúarkönnunin árið 2000 engin undantekning frá því. Þegar litið er á ýsuna yfir 19 cm í haustkönnunum í Skagafirði er áberandi hversu mikið var af ýsu árið 1992 og lækkaði stofnvísitala rækju mjög veturinn 1992/93. Ekki er síðan neitt að ráði af ýsu yfir 19 cm fyrr en haustið 2000 (mynd 6). Engar rækjuveiðar voru stundaðar á Skagafirði vetur- inn 2000/2001. Á Skjálfanda var lítið af þorski yfir 15 cm fram að febrúar 1998 þegar þorskur fór í 30 stk/klst. (mynd 7). Stofnvísitala rækju lækkaði strax veturinn 1997/98 í helming þess sem hún hafði verið veturinn á undan. Í haustkönn- unum árin 1998-2000 var einnig mjög mikið af þorski yfir 15 cm eða milli 160-410 stk/klst. Vorið 2000 var fjöldi þorsks yfir 15 cm um 20 stk/klst og í febrúar 2001 var áfram mikið af þorski yfir 15 cm. Vorið 1999 jókst sömuleiðis fjöldi ýsu yfir 19 cm eða upp í 220 stk/klst. að meðaltali. Fjöldi ýsu var 70 stk/klst vorið 2000 og í febrúar 2001 fengust 146 stk/klst. af ýsu yfir 19 cm. Senni- lega eiga báðar tegundirnar þátt í minnkun rækjustofnsins en með- alvísitala rækju veturinn 1999/2000 fór niður í lágmarkið 180 og var litlu hærri veturinn 2000/2001. Engar rækjuveiðar hafa verið leyfðar síðan veturinn 1998/99. Í Öxarfirði bar ekki mikið á þorski og ýsu fyrr en haustið 1992 er fengust að jafnaði 40 stk/klst af Skagafjörður 0 100 200 300 400 500 600 700 800 1 9 8 8 1 9 8 9 1 9 9 0 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 Ár F jö ld i ý su á k ls t. 0 1000 2000 3000 4000 5000 6000 M eð al ví si ta la ræ kj u Mynd 6. Fjöldi ýsu á klst. yfir 19 cm (súlur) í haustkönnunum og meðalvísitölur rækju (lína) sömu vetur. Mynd 7. Fjöldi þorsks á klst. yfir 15 cm (súlur) í febrúarkönnunum og meðalvísitölur rækju (lína) sömu vetur. Skjálfandi 0 10 20 30 40 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 Ár F jö ld i þ o rs ks á k ls t. 0 500 1000 1500 2000 M eð al lv ís ia la ræ kj u

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.