Ægir - 01.08.2001, Blaðsíða 40
40
F I S K V I N N S L A
„Við erum með á boðstólum
margar mismunandi útfærslur af
færiböndum,“ segir Magnús
Magnússon, sölumaður hjá Mar-
vís ehf. í Kópavogi, sem er um-
boðsaðili á Íslandi fyrir banda-
ríska fyrirtækið Intralox en það
hefur verið leiðandi í heiminum í
framleiðslu svokallaðra plast-
hlekkjafæribanda.
„Intralox kom með plast-
hlekkjafæribönd á markaðinn fyr-
ir rúmum þrjátíu árum og þau
hafa reynst mjög vel,“ segir
Magnús, en nokkrir af stærstu
kaupendum á slíkum færiböndum
hér á Íslandi eru fyrirtæki sem
framleiða vinnslulínur fyrir sjáv-
arútveginn, t.d. Marel og 3X Stál.
„Sú þróun hefur verið að eiga sér
stað að þessi plasthlekkjafæribönd
eru að koma í staðinn fyrir gömlu
stálfæriböndin með gúmmí-
reimunum. Plasthlekkjaböndin
þykja betri kostur, ekki síst vegna
viðhaldsins og þrifa. Vaxandi
kröfur eru gerðar um nákvæm þrif
á færiböndum og Intralox hefur
haft það að leiðarljósi í hönnum á
sínum framleiðsluvörum,“ segir
Magnús Magnússon.
Mjög góð ending
Intralox-færiböndin hafa lengi
verið á markaðnum á Íslandi og
því eru þau orðin vel þekkt hér.
Magnús segir að þessi færibönd
hafi enst alveg sérstaklega vel.
„Jú, það er óhætt að segja að þau
hafi enst alveg ótrúlega vel. Fyrir
stuttu kom ég í lítið fiskverkun-
arfyrirtæki og þar voru nokkur
færibönd, meðal annars eitt sextán
ára gamalt færiband frá Intralox
sem hafði aldrei bilað nema einu
sinni höfðu tannhjólin verið end-
urnýjuð. Þessi góða ending segir
sína sögu,“ sagði Magnús.
Mismunandi tegundir af plasti
eru í Intralox-færiböndunum, allt
eftir notkun. Sum færibönd þurfa
að þola frost og í þau verður að
nota öðruvísi plastefni en til
dæmis í vinnslusal í frystihúsi.
„Og í rækjuiðnaðinum er verið að
nota færibönd sem þurfa að fara
ofan í suðupotta og efnið í þeim
þarf að þola 80-90 gráðu heitt
vatn,“ sagði Magnús.
Plasthlekkjafæribönd hafa líka
verið að hasla sér völl um borð í
bæði ísfisk- og frystitogurum.
„Gúmmíreimafæriböndin um
borð í fiskiskipunum eru óðum að
hverfa og plasthlekkjaböndin
koma í staðinn. Og maður greinir
aukna samkeppni á þessum mark-
aði sem segir mér að mörg þau
fyrirtæki sem hafa verið að fram-
leiða stálfæribönd með gúmmí-
reimum eru að færa sig yfir í
plastið,“ sagði Magnús.
Heimsins mestu plast-
hlekkjakaupendur
Fyrirtækið Martvís fékk á sínum
tíma umboðið fyrir framleiðslu-
vörur Intralox og síðan breyttist
nafn fyrirtækisins í Marvís sem
hélt áfram að selja vörur frá Intra-
lox. „Við erum með gríðarlegan
lager af mismunandi gerðum af
plasthlekkjafæriböndum og þykj-
umst geta afgreitt það sem menn
biðja um með stuttum fyrirvara.“
Fram að þesssu hefur Marvís
eingöngu verið með sölu á vörum
frá Intralox, en Magnús segir að
til greina komi að breikka vöru-
framboðið. „Okkar hugmyndir
eru að bjóða ýmsa hluti sem
tengjast færiböndunum, til dæm-
is mótora, legur og ýmislegt
fleira,“ segir Magnús.
Íslenskur sjávarútvegur er fjöl-
breyttur og notkun á þessum
plasthlekkjafæriböndum er að
sama skapi fjölbreytt. Magnús
segir að þeir hjá Intralox segi að
miðað við hina frægu höfðatölu
séu Íslendingar allra manna dug-
legastir að kaupa framleiðsluvörur
fyrirtækisins.
Marvís ehf. selur plasthlekkjafæribönd frá bandaríska fyrirtækinu Intralox:
Stálið að víkja fyrir plastinu
Magnús Magnússon, sölumaður hjá Marvís ehf. „Fyrir stuttu kom ég í lítið fiskverkunarfyrirtæki og þar voru nokkur færibönd, meðal annars eitt
sextán ára gamalt færiband frá Intralox sem hafði aldrei bilað nema einu sinni höfðu tannhjólin ver-
ið endurnýjuð. Þessi góða ending segir sína sögu,“ segir Magnús Magnússon.
Myndir: Sverrir Jónsson.