Ægir - 01.08.2001, Page 46
46
N Ý F I S K I S K I P
Happasæll KE-94 er 246 brúttó-
lestir að stærð og tekur 155 660
lítra kör í lest. Skipið er 28,95
metrar að lengd. Milli lóðlína eru
26,50 metrar. Breidd skipsins er 9
metrar og dýpt að aðalþilfari 4,25
metrar. Í skipinu eru 70 rúmmetra
olíugeymar, 20 rúmmetra
ferskvatnsgeymar og 20 rúmmetra
ballestartankar fyrir vatn eða sjó.
Íbúðir eru í skipinu fyrir þrettán
manna áhöfn og klefarnir tveir
eins manns, þrír tveggja manna og
einn fjögurra manna auk íbúðar
fyrir skipstjóra. Bakborðsmegin
miðskips eru eldhús, borðsalur og
matvælageymslur.
Það var Skipatækni, Borgartúni
30 í Reykjavík, sem hannaði skip-
ið, en umboðsaðili Huangpu
skipasmíðastöðvarinnar hér á landi
er ÍsBú Ltd.
Vélbúnaður
Ýmiskonar vélbúnaður í Happasæl
er frá Marafli ehf., en meðal þess
búnaðar sem fyrirtækið hefur á
boðstólum er rafalar, stýrisvélar,
skipstjórastólar, skiptiskrúfubún-
aður, gluggar, landgangar og loft-
ræstikerfi.
Í skipinu er Caterpillar aðalvél,
en Hekla hf. er umboðsaðili Ca-
terpillar á Íslandi. Vélin er af gerð-
inni Caterpillar 3512B. Afköst eru
821 kW við 1200 snúninga á
mínútu. Niðurfærslugír með
aflúrtökum fyrir ásrafal og vökva-
dælur er frá Heimdal Propulsion
AS. Sömuleiðis er skiptiskrúfa
með snúningshraðann 250 snún-
inga á mínútu frá Heimdal. 160
kW ásrafall er frá Newage Stam-
ford. Hjálparvélar skipsins eru
einnig frá Caterpillar. Sú stærri er
160 kW af gerðinni 3306TA en sú
minni 85 kW af gerðinni 3304T.
Stýri er af gerðinni Rolls Royce
Marine. Stýrisvél er af gerðinni
Ulstein Tenfjord SR 562. Aðvör-
unarkerfi fyrir vélarrúm er Scana
Moland en lofthreinsibúnaður frá
Miljoteknikk A/S. Ballestar og
brunadælur eru frá Azcue S.A.
Skilvindur, þar með taldar olíu-
skilvindur, eru frá Westfalia. Mið-
stöðvarketill til upphitunar á vatni
um borð er frá Rafhitun. Utan-
borðskælar eru af gerðinni R.W.
Fernstrum.
Þilfarsbúnaður
Happasæll er tveggja þilfara skip
þar sem öll vinnuaðstaða fyrir
áhöfn er undir þiljum. Fyrst og
fremst er Happasæll netaveiðiskip
þó svo gert sé ráð fyrir þeim
möguleika að skipið verði gert út á
dragnótar- eða togveiðar. Neta-
spilið í skipinu er frá DNG-Sjó-
vélum en aðgerðar- og blóðgunar-
kerfi frá 3X Stáli ehf. á Ísafirði.
Háþrýstiþvottabúnaður er hins
vegar frá Karcher. Flapsastýri er
frá Ulstein af gerðinni HLR
1500x2400 og stýrisvélabúnaður-
inn er Ulstein-Tenefjord SR562.
Umboðsaðili er Héðinn hf. Stoc-
kless-akkeri, hvort um sig rúm
700 kíló að þyngd, eru í skipinu
frá Marafli en akkerisvindan er frá
Ósey hf. Þilfarskranarnir koma
einnig frá Marafli, annars vegar
Sormec T12000 M19 og hins veg-
ar Sormec T2000 M24/1S. Enn-
fremur er netaniðurleggjari frá
Marafli, af gerðinni Bornholmer
Jumbo.
Lestarrými í Happasæli er 200
rúmmetrar. Kælibúnaður í lest er
frá Bitzer.
Siglinga-, fiskileitar- og
fjarskiptatæki frá Brim-
rúnu
Bróðurpartur af búnaði í brú
Happasæls er af gerðinni Furuno
sem Brimrún ehf. hefur umboð
fyrir. Þessi búnaður er í stórum
dráttum eftirfarandi:
Furuno FR-1510 MK3 X-band
ratsjá með innbyggðum 17
tommu skjá og ARP-10. Furuno
FR-7062 X-band ratsjá með inn-
byggðum ARP-10. Furuno AD-
100 gýróbreytir. Furuno RP 17,
radarplotter fyrri FR-15010 ratsjá.
Furuno sjókort fyrir radarplotter.
Furuno GPS staðsetningartæki
með litaplotter af gerðinni GP-
1650. Furuno GPS leiðréttingar-
tæki með GR-80 sendi. SG-Brown
gýróattaviti. Furuno FAP-330
sjálfstýring. Furuno FCV-1500
litadýptarmælir - 28 og 88 kHz.
Furuno FCV-291 litadýptarmælir
- 88 kHz. Furuno sjávarhitamælir
(T-2000). Furuno GMDSS fjar-
Happasæll KE-94
Happasæll KE-94 kom til heimahafnar í Kefla-
vík viku af september eftir sjö mánaða siglingu
frá Huangpu skipasmíðastöðinni í Guangzhou í
Kína. Kaupandi skipsins er útgerðarfyrirtækið
Happi ehf. í Keflavík.
Mynd: Víkurfréttir