Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Árið sem nú er næstum liðið í aldanna skaut hefur um margt verið sjávarútveg- inum á Íslandi erfitt. Hátt gengi íslensku krónunnar hefur gert útveginum afar erfitt fyrir og má fullyrða að ef afurðaverð hafi almennt ekki verið gott á mörkuðum í Evrópu væri staðan grafalvarleg. Þetta háa gengi, sem ætla má að fyrst og fremst tengist gríðarlegu streymi fjármagns inn í landið vegna virkjana- og stóriðjufram- kvæmda við Kárahnjúka, á Reyðarfirði, á Hellisheiði og Grundartanga, hefur dreg- ið máttinn úr mörgum fyrirtækjum. Þetta eru ruðningsáhrifin af stóriðjufram- kvæmdum í hnotskurm. Það er áleitin spurning, eins og Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerð- ar, kastaði fram í síðasta tölublaði Ægis, hvort það sé réttlætanlegt að haga svo málum að uppbygging einnar atvinnu- greinar, í þessu tilviki stóriðju, þýði að öðrum atvinnugreinum sé jafnframt rutt úr vegi. Það eru skiptar skoðanir um hvort þetta ástand í efnahagsmálum muni áfram verða á næsta ári. Margir spá því þó að krónan muni gefa eftir þegar líður á næsta ár og um leið fái útflutningsfyrir- tækin fleiri krónur í kassann fyrir útflutt- ar vörur. Þar er þó ekki á vísan að róa og almennt heyrist sú skoðun að menn verði enn um hríð að þreyja þorrann og góuna. Ef sú verður niðurstaðan er hætt við að við séum að horfa upp á í besta falli kyrr- stöðu í íslenskum sjávarútvegi og í versta falli að fyrirtækin fari að loka eitt af öðru. Kyrrstaðan þýðir ósköp einfaldlega að fyrirtækin halda að sér höndum með fjár- festingar í vinnslubúnaði og bátum og skipum. Sú staða er óviðunandi og þýðir í raun afturför. Fyrirtæki í sjávarútvegi verða stöðugt að sækja fram til þess að halda í við þá hröðu þróun sem er á mörkuðunum. Vísindamenn eiga erfitt með að átta sig á því hvaða áhrif hlýnun andrúmsloftsins hefur á hafstrauma og skilyrði fyrir fisk- inn í sjónum. Fyrir vikið er erfitt að geta sér til um hvort hlýnun sjávarins við Ís- land - einkum fyrir norðan landið - hefur haft afgerandi áhrif á fiskistofna - t.d. loðnu og þorsk. Menn hafa getið sér þess til að hlýnandi sjór hafi haft þau áhrif að loðnan sæki í kaldari sjó í norður og sé því ekki á hefðbundinni loðnuslóð lengur - t.d. á haustmánuðum. Það kunni að skýra að loðnan mælist vart lengur í haustleiðangri Hafró. Menn geta sér þess líka til að þorskurinn sé farinn að flýja heitari sjó við landið og leiti líka norður á bóginn. Allt eru þetta þó bara tilgátur sem nauðsynlegt er að fá svarað og því er það fagnaðarefni að Hafró hefur ákveðið að fara í víðtækari rannsóknir á þessum þáttum á næstu árum. Allar deilur um stöðu fiskistofnanna verða með öllu marklausar þegar ekki er unnt að svara grundvallarspurningum. Annars hafa umræður um hafrannsókn- ir við Ísland og stöðu einstakra fiskistofna verið líflegri nú á útmánuðum en oft áður, sem er ekkert nema jákvætt. Afl- vaki vísindanna eru gagnrýnar umræður, eins og Einar Oddur Kristjánsson benti á á ráðstefnu Sóknar á Akureyri í október sl. Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Sjávarútvegurinn hefur oft áður lagað sig að breyttum aðstæðum og ætla má að hann geri það einnig nú. Hins vegar verður því ekki á móti mælt að horfurnar eru kannski ekki eins góðar og oft áður við þessi áramót. Óneitanlega eru blikur á lofti. Ægir sendir lesendum sínum hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð og farsæld á komandi ári. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Viðvarandi vandamál Hráefnisskortur er viðvarandi vandamál í ís- lenskri fiskvinnslu, ekki síst hjá þeim fyrir- tækjum sem reka fiskvinnslu án útgerðar og treysta því algjörlega á nægt framboð af fiski á íslenskum fiskmörkuðum. Þegar fiskur er fluttur óunninn á fiskmarkaði erlendis hafa íslenskir fiskverkendur enga möguleika til að bjóða í hann. Segja má að jafnræði ís- lenskra fiskkaupenda gagnvart erlendum fiskkaupendum, sem og samkeppnisstaða þeirra, sé skert að þessu leyti. Þegar útflutn- ingur á óunnum fiski er orðinn eins mikill og raun ber vitni hefur hann mjög neikvæð áhrif á möguleika fiskvinnslufyrirtækja til viðgangs og vaxtar. Þetta er sérstaklega bagalegt í því ljósi að virðisauki í vinnslu sjávarafurða hefur verið með mesta móti hjá þeim fyrirtækjum sem stunda fiskvinnslu án útgerðar auk þess sem þessi fyrirtæki hafa í mörgum tilvikum verið í fararbroddi við að vinna nýja markaði fyrir hágæða íslenskan fisk í hæsta verðflokki. (Úr greinargerð með tillögu til þingsályktunar um leiðir til að auka fullvinnslu á fiski hérlendis). Hvaða svæði eru heppileg fyrir kræklingarækt Svæði sem liggja fyrir opnu hafi og í litlu skjóli eru ekki heppileg fyrir kræklingarækt. Framleiðslukostnaður verður meiri þegar kræklingaræktin er staðsett á slíkum svæð- um, en á þeim sem eu skjólbetri. Stofnkostn- aður verður meiri m.a. vegna þess að þörf er á öflugri bátum, þyngri botnfestu og sverari tógum en ella. Reksturinn verður einnig erf- iðari þar sem fleiri daga á ári er ekki hægt að vinna við ræktunina eða uppskera í saman- burði við skjólbetri svæði. Álag og slit á ræktunarbúnaði eykst, sem eykur hættu á tjóni á útbúnaði og að uppskera tapist. Í þeim tilvikum þar sem ræktunin er staðsett á opnum svæðum er best að sökkva búnaðin- um eða hafa langt í flottógi þannig að kræk- lingahengjur séu neðan öldurótsins. (Úr nýrri skýrslu um kræklingarækt á Íslandi). Lélegur þorskárgangur Stofnvísitala þorsks minnkaði frá haustmæl- ingunni árið 2004 eftir að hafa aukist jafnt og þétt frá 2001. Þetta er í samræmi við spár þar sem árgangurinn frá 2001, sem mældist mjög lélegur, er að koma inn í veiðina. Stofnmælingin að hausti gefur svipaða mynd af þróun stofnsins hin síðari ár og stofnmæl- ingin í mars. Mæliskekkjan var metin mjög lítil vegna jafnrar útbreiðslu þorsksins. Lengdardreifing þorsksins gefur til kynna að árgangurinn frá 2005 sé lélegur, en mælist hann þó stærri en árgangurinn frá 2004. Þetta styður þær niðurstöður úr nýlokinni haustkönnun Hafrannsóknastofnunarinnar á rækjuslóð í fjörðum og flóum vestan- og norðanlands, að árgangurinn frá 2005 sé lé- legur. Nákvæmari mæling fæst á stærð þessa árgangs í mars n.k. Mest fékkst af þorski út af Norður- og Austurlandi líkt og undanfar- in tvö ár. Meðalþyngd 2-4 ára þorsks eftir aldri lækkaði lítillega frá árinu 2004, en jókst hjá 5-10 ára þorski. Holdarfar þorsks (mælt sem þyngd óslægðs fisks við tiltekna lengd, í þessu tilfelli 65 cm þorsks) á norð- ursvæði lækkaði og er nú svipað og mældist árið 1997. Magn loðnu í þorskmögum jókst frá árinu 2004, en var samt mjög lítið miðað við fyrri ár. (Úr niðurstöðum Hafró á stofnmælingu botnfiska haustið 2005). U M M Æ L I Blikur á lofti aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:46 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.