Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 16
16 N O R S K U R S J Á VA R Ú T V E G U R „Helga Pedersen virðist ekki vera farin að láta til sín taka að neinu marki síðan hún kom í sjávarút- vegsráðuneytið í haust. Stefna ríkisstjórnarinnar er að snúa til baka af þeirri braut sem Svein Ludviksen var byrjaður að feta - þ.e. að gefast upp á þeim mark- miðum að sjávarútveginum bæri að sjá til þess að allir í strand- byggðunum hefðu atvinnu. Svein Ludviksen hafði komist að raun um að þetta væri óhemju dýrt, en Rögnvaldur Hannesson, prófess- or, reiknaði út fyrir hann að þessi ábyrgð sjávarútvegsins á byggða- pólitík kostaði ríkissjóð um 40 milljarða króna á ári. Í þessu fólst löndunarskylda, takmörkun á sameiningum á kvóta og annarri hagræðingu að halda öllum sjáv- arplássum í byggð. Með þetta var lagt upp árið 1997, en Svein Ludviksen sá að þessi stefna gæti ekki gengið upp og hann var far- inn að hverfa frá henni og leyfa t.d. í takmörkuðum mæli sam- einingu á kvótum. Þessi stefnu- breyting fráfarandi sjávarútvegs- ráðherra átti ekki upp á pallborð- ið hjá núverandi stjórnarflokkum og þeir fengu í raun umboð til þess að snúa þessari stefnu aftur við - þ.e. að sjávarútvegurinn taki aftur ábyrgð á byggðastefnunni,“ segir Gísli. Hvað með þá hagræðingu sem er hafin? „Fólkið í þessum minni sjávar- byggðum í Norður-Noregi kaus vinstriflokkanna í stórum stíl vegna þessarar stefnu þeirra og Helga Pedersen, núverandi sjáv- arútvegsráðherra, er skeleggur málsvari þessara sjónarmiða í norðurhéruðunum, enda var hún fylkisoddviti í Vadsö. Það má segja að síðustu fjögur ár hafi Helga Pedersen sem fylkisoddviti verið að berjast við afleiðingar breytinganna sem Ludviksen kom á í sjávarútveginum - þ.e. fækkun báta og að útgerðarmenn gætu sameinað útgerðir. Mönnum hef- ur ekki verið heimilt að flytja kvóta milli úthafs- og strandflota, en úthafsflotinn er 30% en strandflotinn 70%. Menn voru hins vegar byrjaðir að sameina út- Búast má við að ríkisstjórn Stoltenbergs í Noregi hverfi til fyrri stefnu í sjávarútvegsmálum: Snúið til baka af braut Ludviksen Ætla má að hægi nokkuð á þróun til frjálsræðis og hagræðingar í norsk- um sjávarútvegsi, sem var hafin í tíð fráfarandi sjávarútvegsráðherra, Svein Ludviksen. Ríkisstjórn vinstri flokkanna, undir forystu Stolten- bergs, hyggst leggja áherslu á byggðastuðning við sjávarbyggðirnar í Norður-Noregi, sem þýðir í raun að sjávarútveginum er ætlað að halda þar uppi atvinnu. Gísli Kristjánsson, fréttaritari RÚV í Noregi, fylgist vel með sjávarútvegi í Noregi. Ægir bað hann að meta hvort og þá hvaða breytingar kunni að verða í norskum sjávarútvegi í kjölfar þess að Verkamannaflokkskonan Helga Pedersen, sem er aðeins 32ja ára gömul, er sest í stól sjávarútvegsráðherra Noregs. Ríkisstjórn Stolten- bergs. Sjávarútvegs- ráðherrann, Helga Pedersen, situr við enda borðsins. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:46 Page 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.