Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 37

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 37
37 S J Ó Ð I R Verkefnin sem AVS hefur styrkt eru af ýmsum toga og skiptast ekki eingöngu milli mis- munandi faghópa eins og sjá má á mynd 3, heldur eru allt frá því að vera hrein rannsóknaverkefni og í að vera vöruþróunarverkefni og allt þar á milli. Í langflestum til- fellum eru margir aðilar sem koma að verkefnum og hefur AVS sjóðurinn þannig eflt samstarf milli rannsóknastofnana, háskóla og fyrirtækja. Nokkuð misjafnt er hver leiðir verkefnin en oft fellur það í hlut háskóla og stofnana að stýra verkefnum, en fyrirtækin leggja til aðstöðu, hráefni, vinnu og síðast en ekki síst margvíslega reynslu og þekkingu. Þannig hafa fyrirtækin áhrif á hvað er unnið og hvernig svo verkefnin skili sem mestum ávinningi fyrir fyrir- tækið og þau verðmæti sem það er að skapa fyrir íslenskan sjávar- útveg. AVS hefur einnig unnið að því að skapa samstarfsgrundvöll við aðra sjóði svo sem Tækniþróunar- sjóð og Impru og eru nokkur dæmi um verkefni sem hafa feng- ið styrk úr fleiri en einum sjóði. Með slíku samstarfi verða verk- efnin betur fjármögnuð og því meiri líkur á að verkefnin skili fljótt og vel þeim árangri sem stefnt var að. AVS sjóðurinn heldur úti heimasíðu þar sem reglulega birt- ast fréttir af verkefnum og fram- vindu þeirra, einnig er hægt að fá upplýsingar um alla styrki sem sjóðurinn hefur veitt á undan- förnum árum. Í mörgum tilvik- um er hægt að nálgast skýrslur og upplýsingar um verkefni sem lok- ið hefur verið að vinna við. 230 milljónir til ráðstöfunar á næsta ári Á næsta ári eru til ráðstöfunar um 230 milljónir króna, en gera má ráð fyrir að eldri verkefni sem eru til lengri tíma en eins árs fái um 100 milljónir af þessari upphæð, þ.e. ef framvinda verkefnanna uppfyllir þau skilyrði sem sett eru um framhaldsverkefni. Næsti umsóknafrestur er 1. febrúar 2006 og verður þá hægt að senda inn umsóknir fyrir stærri verk- efni, þ.e. verkefni sem sótt er um styrk til lengri tíma en eins árs og óskað eftir hærri styrk en einni milljón króna. Hafa ber þó í huga að AVS úthlutar einungis styrkj- um til eins árs í senn og getur ekki skuldbundið sjóðinn til lengri tíma. Hægt verður svo að sækja um smáverkefnin eða for- verkefni hvenær sem er ársins, eins og áður segir. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn veitir Páll Gunnar Páls- son (avs@avs.is) og ýmsan fróð- leik um starfsemi AVS rann- sóknasjóð má finna á heimasíð- unni www.avs.is. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Mynd 2. Hér má sjá hvernig styrkir hafa dreifst á milli faghópa frá því AVS sjóðurinn tók til starfa. Mynd 3. Fjöldi styrkja hefur aukist nokkuð milli ára, enda hefur AVS sjóðurinn fengið meira fjármagn til úthlutunar. Mynd 4. Fjöldi umsókna á ári hefur verið um 100 og eftir því sem sjóðurinn hefur eflst þá hefur verið mögulegt að styrkja fleiri verkefni. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.