Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Síða 37

Ægir - 01.11.2005, Síða 37
37 S J Ó Ð I R Verkefnin sem AVS hefur styrkt eru af ýmsum toga og skiptast ekki eingöngu milli mis- munandi faghópa eins og sjá má á mynd 3, heldur eru allt frá því að vera hrein rannsóknaverkefni og í að vera vöruþróunarverkefni og allt þar á milli. Í langflestum til- fellum eru margir aðilar sem koma að verkefnum og hefur AVS sjóðurinn þannig eflt samstarf milli rannsóknastofnana, háskóla og fyrirtækja. Nokkuð misjafnt er hver leiðir verkefnin en oft fellur það í hlut háskóla og stofnana að stýra verkefnum, en fyrirtækin leggja til aðstöðu, hráefni, vinnu og síðast en ekki síst margvíslega reynslu og þekkingu. Þannig hafa fyrirtækin áhrif á hvað er unnið og hvernig svo verkefnin skili sem mestum ávinningi fyrir fyrir- tækið og þau verðmæti sem það er að skapa fyrir íslenskan sjávar- útveg. AVS hefur einnig unnið að því að skapa samstarfsgrundvöll við aðra sjóði svo sem Tækniþróunar- sjóð og Impru og eru nokkur dæmi um verkefni sem hafa feng- ið styrk úr fleiri en einum sjóði. Með slíku samstarfi verða verk- efnin betur fjármögnuð og því meiri líkur á að verkefnin skili fljótt og vel þeim árangri sem stefnt var að. AVS sjóðurinn heldur úti heimasíðu þar sem reglulega birt- ast fréttir af verkefnum og fram- vindu þeirra, einnig er hægt að fá upplýsingar um alla styrki sem sjóðurinn hefur veitt á undan- förnum árum. Í mörgum tilvik- um er hægt að nálgast skýrslur og upplýsingar um verkefni sem lok- ið hefur verið að vinna við. 230 milljónir til ráðstöfunar á næsta ári Á næsta ári eru til ráðstöfunar um 230 milljónir króna, en gera má ráð fyrir að eldri verkefni sem eru til lengri tíma en eins árs fái um 100 milljónir af þessari upphæð, þ.e. ef framvinda verkefnanna uppfyllir þau skilyrði sem sett eru um framhaldsverkefni. Næsti umsóknafrestur er 1. febrúar 2006 og verður þá hægt að senda inn umsóknir fyrir stærri verk- efni, þ.e. verkefni sem sótt er um styrk til lengri tíma en eins árs og óskað eftir hærri styrk en einni milljón króna. Hafa ber þó í huga að AVS úthlutar einungis styrkj- um til eins árs í senn og getur ekki skuldbundið sjóðinn til lengri tíma. Hægt verður svo að sækja um smáverkefnin eða for- verkefni hvenær sem er ársins, eins og áður segir. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn veitir Páll Gunnar Páls- son (avs@avs.is) og ýmsan fróð- leik um starfsemi AVS rann- sóknasjóð má finna á heimasíð- unni www.avs.is. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Mynd 2. Hér má sjá hvernig styrkir hafa dreifst á milli faghópa frá því AVS sjóðurinn tók til starfa. Mynd 3. Fjöldi styrkja hefur aukist nokkuð milli ára, enda hefur AVS sjóðurinn fengið meira fjármagn til úthlutunar. Mynd 4. Fjöldi umsókna á ári hefur verið um 100 og eftir því sem sjóðurinn hefur eflst þá hefur verið mögulegt að styrkja fleiri verkefni. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 37

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.