Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 32
32 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Þorsteinsson verið komin upp á borðið, en strax árið eftir, 1999, hófst smíði hans. Mér fannst þessi fyrstu kynni af frystingu á uppsjávartegundum um borð mjög áhugaverð. Við byrjuðum á að fara á kolmunna og síðan á síld og vorum að veiðum allt þetta sumar, en um haustið fór skipið aftur til Noregs.“ Og leiðin lá á Vilhelm Þriðji september árið 2000 var stór dagur og eftir- minnilegur í útgerðarsögu Samherja og Akureyrar, en þá kom fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson fán- um prýtt í heimahöfn. Arngrímur og Sturla Einars- son, sem voru saman skipstjórar á skipinu til að byrja með, höfðu farið utan til þess að ná í það. Það ríkti mikil eftirvænting á Akureyri að sjá hið nýja og glæsilega skip. Sturla var í brúnni á Vilhelm fyrstu sex mánuðina, en Arngrímur hélt áfram og fékk til liðs við sig Guð- mund Jónsson um mitt ár 2001. Í desember á síðasta ári tók Guðmundur síðan við Baldvini Þorsteinssyni og Arngrímur hefur síðan verið aðalskipstjóri Vil- helms. Fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri er nú Birkir Hreinsson, en þeir störfuðu saman á sínum tíma á Baldvini Þorsteinssyni og síðar Þorsteini. En hvernig skip er Vilhelm Þorsteinsson að mati Arngríms? „Vilhelm er mjög gott skip til þess sem hann er notaður í dag - þ.e. frystiskip fyrir uppsjávarfisk. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum með vinnsluna um borð, en við fundum fljótlega lausn á því og síð- an hefur þetta gengið mjög vel. Allur aðbúnaður um borð er mjög góður og vélin er öflug - 7.500 hestöfl. Skipið lætur vel í sjó. Kjarni áhafnarinnar hefur verið sá sami í þessi ár, tiltölulega litlar mannabreytingar,“ segir Arngrímur. Hreinasta ævintýri Ekki er ofmælt að áhöfnin á Vilhelm hafi að nokkru leyti rutt brautina í vinnslu og frystingu á uppsjávar- fiski úti á sjó. Arngrímur segist líta svo á að hann hafi verið heppinn að fá tækifæri til þess að taka þátt í að fara nýjar leiðir. „Auðvitað hafa verið margir háir þröskuldar á leiðinni, en okkur hefur tekist að kom- ast yfir þá flesta.“ Loðnan hefur verið heilfryst um borð í Vilhelm, „en við höfum lítið fryst af kolmunna. Það er einfald- lega dæmi sem ekki er búið að ná nógu góðum tök- um á. Kolmunninn geymist illa og menn hafa ekki fundið nægilega vel út úr framhaldsvinnslu á hon- um. Það eina sem er verið að vinna úr kolmunnanum er í surimi, en ég held að sú vinnsla hafi ekki náð nægilega góðri fótfestu. Síldin er að langmestu leyti flökuð um borð og almennt finnst mér skemmtileg- ast, en jafnframt erfiðast, að eiga við hana,“ segir Arngrímur, en óhætt er að segja að áhöfnin á Vil- helm hafi náð hreint frábærum árangri í síldveiðum og -vinnslu á undanförnum árum. Eiginlega er hægt að tala um hreinasta ævintýri í þeim efnum. „Jú, það má kannski kalla það ævintýri,“ segir Arngrímur. „Það hefur verið þróun í þessum veiðum hjá okkur. Við prófuðum þessar vinnsluaðferðir aðeins árið 1998 á Garðari og síðan fórum við af stað á Vilhelm árið 2000. Fyrst vorum við einir í þessum veiðum, en síð- an bættust fleiri skip við - Hákon og Huginn, Bjarni Ólafsson, Guðrún Gísladóttir og fleiri skip. Árið 2000 fór sáralítið af norsk-íslenskri síld í vinnslu til manneldis. En á sl. sumri fóru um 80% af síldinni í vinnslu til manneldis, sem segir allt sem segja þarf um þær breytingar sem hafa orðið. Ég held að í dag hafi tíu skip möguleika á að vinna og frysta síld um borð, sem er líka mikil breyting á fáum árum. Þetta er að sjálfsögðu mjög jákvætt, því með þessu móti erum við að margfalda verðmæti þeirrar síldar sem við veiðum.“ Á síldinni norður í höfum Yfir sumarmánuðina er Vilhelm vikum og mánuðum saman á síldveiðum langt norður í höfum. Arngrím- ur segir ekki hægt að líkja þessum veiðum við veið- arnar á uppsjávarfiski í Lofti Baldvinssyni í gamla daga. „Á Vilhelm erum við að taka síldina í troll yfir sumarið, en í þá daga voru menn að veiða síldina í nót. En að því leyti er þetta líkt að túrarnir eru lang- ir. Við höfum ekki komið heim, en höfum áhafna- skipti á mánaðar fresti. Á síðasta ári flugum við Arngrímur og Sturla Einarsson voru skip- stjórar á Vilhelm Þor- steinssyni fyrstu mán- uðina. Hér eru þeir fé- lagar í brúnni á Vilhelm fyrir röskum fimm árum. Þegar ég sótti um plássið á Akureyrinni var ég sannfærður um að þessi útgerð ætti eftir að ganga, en ég viðurkenni það fúslega að mig óraði ekki fyr- ir að hún myndi blómstra með þeim hætti sem átti eftir að koma á daginn. Fjarvistir eru flestum erfiðar, en síðan er það undir hverjum og einum komið hvernig úr þessu er unn- ið. Maður ætti auðvitað að vera farinn að venjast þessu eftir öll þessi ár, en ef eitthvað er finnst mér fjarvistirnar vera erfiðari núna en þegar ég var að byrja í þessu. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.