Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 57

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 57
57 U P P G J Ö R Á R S I N S skiptum milli stjórnsýslu um- hverfismála og sjávarútvegs, a.m.k. hin síðari ár. Markmiðin eru sameiginleg en enn þarf að huga að ýmsum að- gerðum til að tryggja framtíð ís- lenskra hafsvæða. Því er ekki að neita að ekki eru allir fyllilega sammála um hvaða aðgerðir og leiðir eigi að velja svo ofangreind- um markmiðum sé náð - það skal tekið fram að hér er ekki verið að tala um fiskveiðistjórnunarkerfi. Á árinu kom út skýrslan „Fyrir stafni haf, tækifæri tengd sigling- um á norðurslóðum“ sem fjallar um hvaða möguleikar myndu fylgja aukinni skipaumferð við landið ef og þegar siglingar hefj- ast fyrir alvöru um Norður-Íshafs- leiðin frá Kyrrahafi til Atlants- hafs og vegna aukins olíuútflutn- ings frá Norðvestur-Rússlandi. Skýrsla þessi vakti óneitanlega blendnar tilfinningar enda hefðu stórauknar siglingar olíuskipa og fraktskipa hér við land, misvel búnum og stýrt af mönnum sem þekkja ekki til, ekki síður í för með sér aðsteðjandi hættu á stór- um mengunaróhöppum. Það er ljóst að það þarf að undirbúa far- veginn vel hér á landi og til þess þarf auknar fjárveitingar í þennan málaflokk. 2. Gert er ráð fyrir því að 2006 verði að miklu leyti beint fram- hald af fyrra ári þar sem enn hafa ekki verið staðfestir nokkrir al- þjóðlegir samningar um varnir gegn mengun sjávar og enn er unnið að nokkrum reglugerðum sem tengjast framkvæmd laganna frá 2004. Það er hins vegar sér- staklega horft til þess að auka samstarf við aðila sjávarútvegsins og hvetja til opinnar og almennr- ar umræðu um aðgerðir til vernd- ar umhverfi hafsins. Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður: Ískyggilegar fréttir af haustralli Hafró 1. Því miður er það svo að það eftir- minnilegasta varðandi sjávarútveg- inn á árinu sem er að líða, eru nei- kvæðar frétt- ir. Þar ber fyrst að nefna ástand þorskstofnsins sem versnar nú með hverjum misserinu sem líð- ur. Það voru mjög slæmar fréttir sem bárust eftir togararall Haf- rannsóknastofnunar í mars. Þann 20. apríl skrifaði ég eftirfarandi á heimasíðu mina eftir að hafa lesið fréttatilkynningu um niðurstöður togararallsins: „Þrír af fjórum síð- ustu árgöngum þorsksins eru taldir mjög lélegir, sá fjórði sem er frá 2002 virðist ná í átt að vera meðalárgangur. Þetta eru hrika- legar fréttir. Þorskstofninn, okkar verðmætasti bolfiskstofn, er nán- ast í frjálsu falli miðað við þetta. Öðruvísi getur varla farið ef ný- liðunin bregst svona ár eftir ár. Spár Hafrannsóknastofnunar um vöxt þorskstofnsins ganga hvergi eftir. Heildarársafli af þorski hér við land er við sögulegt lágmark ár eftir ár, þrátt fyrir stanslausa friðun undir því sem sumir hafa vilja kalla „besta fiskveiðistjórn- unarkerfi í heimi“. Á sama tíma og þetta gerist, horfum við upp á sjávarbyggðirnar veikjast ár frá ári. Veiðiheimildirnar færast sömuleiðis á æ færri hendur. Það er löngu orðið deginum ljósara að við erum að gera hlutina kolvit- laust þegar fiskveiðistjórnun er annars vegar. Vanhæfir menn eru við stórn fiskveiða hér á landi, menn flæktir í vef hagsmuna- gæslu sem löngu eru hættir að gera mun á réttu og röngu þegar áherslur í fiskveiðistjórnun eru annars vegar. Það er löngu kom- inn tími til að skipta um lið“. Ég krafðist fundar í sjávarút- vegsnefnd Alþingis þar sem for- stjóri Hafrannsóknastofnunar var kallaður fyrir ásamt sérfræðing- um. Það voru mikil vonbrigði að aðrir þingmenn í nefndinni, og þá einkum stjórnarþingmenn virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hve alvarlegt ástandið er. Í júníhefti Ægis tjáði ég mig svo um ástandið á þorkstofninum og ræddi hugmyndir mínar um úrbætur svo hægt verði að snúa stöðugu undanhaldi í sókn á nýj- an leik. Það viðtal má nálgast á heimasíðu minni (www.alt- hingi.is/magnush). Þann 8. des- ember síðastliðinn fékk ég svo ut- andagskrárumræðu á Alþingi um stöðu þorskstofnsins og aflahorf- ur. Þar sagði ég m.a.: „Arfavitlaus nýtingarstefna fiskstofna á Íslandsmiðum undan- farinn aldarfjórðung er nú að koma okkur Íslendingum í koll. Þorskstofninn, okkar verðmætasta auðlind sem skapað hefur svo mikla atvinnu og auðlegð fyrir fólkið í landinu, hefur orðið fyrir miklum skaða. Fyrir atbeina mis- viturra manna og oft litla þekk- ingu stjórnmálamanna hafa menn nýtt fiskimiðin með þeim afleið- ingum að þorskstofninn þrífst orðið mjög illa. Vísbendingarnar um það eru alls staðar sjáanlegar. Hér má telja þær upp í stuttu máli en tíminn leyfir því miður ekki lengri fyrirlestur þó svo að hægt væri að halda mjög langa ræðu um þessa hluti. Í fyrsta lagi, aldur þorsksins þegar hann verður kynþroska hef- ur farið lækkandi. Á 9. áratugn- um var þorskurinn á bilinu 6-7 ára gamall þegar um það bil helmingur hvers árgangs varð kynþroska og hrundi í fyrsta sinn. Síðustu 10 árin hafa fiskarnir ver- ið á bilinu 5-6 ára þegar um það bil helmingur hvers árgangs hefur orðið kynþroska. Athugum það að kynþroskaaldurinn hjá stórum hluta af yngri fiski hefur líka far- ið lækkandi þannig að hér horf- um við upp á mjög alvarlega hluti, virðulegi forseti. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir af- rakstur fiskstofns eins og þorsks- ins. Hjá öllum lífverum fer gríð- arleg næring og orka í að fjölga sér sem annars hefði nýst í vöxt. Með öðrum orðum dregur þetta úr vaxtarmöguleikum fiska þegar þeir verða kynþroska og þetta bitnar að sjálfsögðu á afrakstrar- getu stofnsins. Fiskveiðar snúast um peninga og að sjálfsögðu fáum við greitt fyrir hvert kíló sem við náum að veiða og landa úr stofninum. Ótímabær kynþroski getur valdið mjög miklu efnahagstjóni. Margt bendir til að smáþorskur sem er að hrygna í fyrsta skipti skili litlu af sér í formi seiða sem geta aukið nýliðun í stofninum. Það er því alger sóun þegar svona fiskur hrygnir. Auk þess má leiða líkum að því að töluvert af þeim fiski sem hrygnir drepst eftir það þar sem allt hrygningarferlið veldur svo miklu álagi á fiskinn. Í ofanálag við lélegan vöxt fáum við ótíma- bær afföll úr heilu árgöngunum. Fiskurinn drepst, hann hverfur, hann týnist. Lítum þá á annað, holdafar þorsksins. Það hefur versnað aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:48 Page 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.