Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2005, Page 32

Ægir - 01.11.2005, Page 32
32 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Þorsteinsson verið komin upp á borðið, en strax árið eftir, 1999, hófst smíði hans. Mér fannst þessi fyrstu kynni af frystingu á uppsjávartegundum um borð mjög áhugaverð. Við byrjuðum á að fara á kolmunna og síðan á síld og vorum að veiðum allt þetta sumar, en um haustið fór skipið aftur til Noregs.“ Og leiðin lá á Vilhelm Þriðji september árið 2000 var stór dagur og eftir- minnilegur í útgerðarsögu Samherja og Akureyrar, en þá kom fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson fán- um prýtt í heimahöfn. Arngrímur og Sturla Einars- son, sem voru saman skipstjórar á skipinu til að byrja með, höfðu farið utan til þess að ná í það. Það ríkti mikil eftirvænting á Akureyri að sjá hið nýja og glæsilega skip. Sturla var í brúnni á Vilhelm fyrstu sex mánuðina, en Arngrímur hélt áfram og fékk til liðs við sig Guð- mund Jónsson um mitt ár 2001. Í desember á síðasta ári tók Guðmundur síðan við Baldvini Þorsteinssyni og Arngrímur hefur síðan verið aðalskipstjóri Vil- helms. Fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri er nú Birkir Hreinsson, en þeir störfuðu saman á sínum tíma á Baldvini Þorsteinssyni og síðar Þorsteini. En hvernig skip er Vilhelm Þorsteinsson að mati Arngríms? „Vilhelm er mjög gott skip til þess sem hann er notaður í dag - þ.e. frystiskip fyrir uppsjávarfisk. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum með vinnsluna um borð, en við fundum fljótlega lausn á því og síð- an hefur þetta gengið mjög vel. Allur aðbúnaður um borð er mjög góður og vélin er öflug - 7.500 hestöfl. Skipið lætur vel í sjó. Kjarni áhafnarinnar hefur verið sá sami í þessi ár, tiltölulega litlar mannabreytingar,“ segir Arngrímur. Hreinasta ævintýri Ekki er ofmælt að áhöfnin á Vilhelm hafi að nokkru leyti rutt brautina í vinnslu og frystingu á uppsjávar- fiski úti á sjó. Arngrímur segist líta svo á að hann hafi verið heppinn að fá tækifæri til þess að taka þátt í að fara nýjar leiðir. „Auðvitað hafa verið margir háir þröskuldar á leiðinni, en okkur hefur tekist að kom- ast yfir þá flesta.“ Loðnan hefur verið heilfryst um borð í Vilhelm, „en við höfum lítið fryst af kolmunna. Það er einfald- lega dæmi sem ekki er búið að ná nógu góðum tök- um á. Kolmunninn geymist illa og menn hafa ekki fundið nægilega vel út úr framhaldsvinnslu á hon- um. Það eina sem er verið að vinna úr kolmunnanum er í surimi, en ég held að sú vinnsla hafi ekki náð nægilega góðri fótfestu. Síldin er að langmestu leyti flökuð um borð og almennt finnst mér skemmtileg- ast, en jafnframt erfiðast, að eiga við hana,“ segir Arngrímur, en óhætt er að segja að áhöfnin á Vil- helm hafi náð hreint frábærum árangri í síldveiðum og -vinnslu á undanförnum árum. Eiginlega er hægt að tala um hreinasta ævintýri í þeim efnum. „Jú, það má kannski kalla það ævintýri,“ segir Arngrímur. „Það hefur verið þróun í þessum veiðum hjá okkur. Við prófuðum þessar vinnsluaðferðir aðeins árið 1998 á Garðari og síðan fórum við af stað á Vilhelm árið 2000. Fyrst vorum við einir í þessum veiðum, en síð- an bættust fleiri skip við - Hákon og Huginn, Bjarni Ólafsson, Guðrún Gísladóttir og fleiri skip. Árið 2000 fór sáralítið af norsk-íslenskri síld í vinnslu til manneldis. En á sl. sumri fóru um 80% af síldinni í vinnslu til manneldis, sem segir allt sem segja þarf um þær breytingar sem hafa orðið. Ég held að í dag hafi tíu skip möguleika á að vinna og frysta síld um borð, sem er líka mikil breyting á fáum árum. Þetta er að sjálfsögðu mjög jákvætt, því með þessu móti erum við að margfalda verðmæti þeirrar síldar sem við veiðum.“ Á síldinni norður í höfum Yfir sumarmánuðina er Vilhelm vikum og mánuðum saman á síldveiðum langt norður í höfum. Arngrím- ur segir ekki hægt að líkja þessum veiðum við veið- arnar á uppsjávarfiski í Lofti Baldvinssyni í gamla daga. „Á Vilhelm erum við að taka síldina í troll yfir sumarið, en í þá daga voru menn að veiða síldina í nót. En að því leyti er þetta líkt að túrarnir eru lang- ir. Við höfum ekki komið heim, en höfum áhafna- skipti á mánaðar fresti. Á síðasta ári flugum við Arngrímur og Sturla Einarsson voru skip- stjórar á Vilhelm Þor- steinssyni fyrstu mán- uðina. Hér eru þeir fé- lagar í brúnni á Vilhelm fyrir röskum fimm árum. Þegar ég sótti um plássið á Akureyrinni var ég sannfærður um að þessi útgerð ætti eftir að ganga, en ég viðurkenni það fúslega að mig óraði ekki fyr- ir að hún myndi blómstra með þeim hætti sem átti eftir að koma á daginn. Fjarvistir eru flestum erfiðar, en síðan er það undir hverjum og einum komið hvernig úr þessu er unn- ið. Maður ætti auðvitað að vera farinn að venjast þessu eftir öll þessi ár, en ef eitthvað er finnst mér fjarvistirnar vera erfiðari núna en þegar ég var að byrja í þessu. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 32

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.