Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Árið 2007 markar tímamót í sögu tímaritsins Ægis. Þetta er eitthundraðasti árgangur tímaritsins. Raunar kom fyrsta tölu- blaðið út árið 1905 og var útgáfa þess samfelld til ársins 1909, en þá varð uppihald í útgáfunni í tvö og hálft ár, en þráðurinn var síðan tekinn aftur upp árið 1912 og hefur blaðið komið reglulega út síðan. Þetta tölublað er sem sagt fyrsta tölublað 100. árgangs Ægis. Þegar flett er í gegnum hundrað ára sögu Ægis kemur í ljós hvílíkar breytingar hafa orðið í þessari atvinnugrein og þar með í atvinnuuppbyggingu íslensku þjóðarinnar. Þessi hundrað ára saga Ægis er í senn stór hluti af atvinnusögu Íslendinga. Þegar horft er til baka verður ekki annað sagt en að Íslend- ingar hafi byggt upp gríðarlega öflugan sjávarútveg sem lagt hefur grunninn að hagsæld þjóðarinnar. Okkur er í blóð borið að veiða og það kunnum við öðrum þjóðum betur. Útfærsla landhelginnar á síðustu öld er til marks um að Íslendingum hefur alla tíð verið ljóst mikilvægi þess að ráða yfir eigin auð- lindum og nýta þær á sjálfbæran hátt. Þó svo að skiptar skoð- anir hafa vissulega verið uppi um núgildandi fiskveiðistjórn- unarkerfi, þá hafa flestir þó verið nokkuð sammála um að nauðsyn þess að stýra sókninni í auðlindina. Seint verða þó allir á eitt sáttir um hvaða leið er færust til þess. Á 20. öld hafa sveiflurnar í sjávarútveginum verið gríðarlega miklar. Kreppan upp úr 1930 lék íslenskan sjávarútveg illa og ekki er ofsögum sagt að hann hafi verið kominn að fótum fram á þessum árum. Í síðari heimsstyrjöldinnmi tók landið hins vegar aftur að rísa þegar íslenskir togarar gerðu góðar fisksöl- ur í Englandi. Nýtt uppbyggingartímabil hófst með komu nýsköpunartog- aranna og jafnframt var ráðist í mikla uppbyggingu fiskvinnsl- unnar um allt land. Þetta voru uppgangstímar. En Íslendingar upplifðu líka mikla hnignun og vonleysi í sjávarútvegi á síðustu öld. Gleggsta dæmið um það var síld- arhrunið undir lok sjöunda áratugarins, sem var gríðarlegt áfall fyrir margar dreifðar byggðir, sem sumir urðu sem hálfgerðir draugabæir í kjölfarið. En nýtt upprisuskeið hófst síðan aftur á áttunda áratugnum með skuttogararvæðingunni og þá var nýjum krafti hleypt í atvinnulíf í sjávarplássunum. Síðan kom frystitogaravæðingin til sögunnar og á allra síðustu árum hafa stór og öflug fjöl- veiðiskip bæst í flotann. Tæknivæðingin er mjög öflug. Við Íslendingar erum opnir fyrir nýjungum og stöndum flestum þjóðum framar þegar kemur að tækniþróun í sjávarútveginum. Það er greininni mikill styrkur að hér hafa byggst upp mörg framsækin tæknifyrirtæki sem hafa þróað margar vélar í nánu samstarfi við hérlend sjávarútvegsfyrirtæki. Til okkar Íslend- inga er horft í þessum efnum. Sem fyrr segir er íslensk sjávarútvegssaga á 20. öldinni skráð á síðum Ægis. Blaðið hefur átt farsælt samstarf við greinina og þá sem í henni hafa starfað. Það er og hefur verið gæfa blaðsins og grunnur að því að það hefur komið út í hundr- að ár. Sérstakt afmælisblað Ægis mun koma út síðar á árinu. Þar gefst betra tækifæri til þess að horfa um öxl og skyggnast inn í sögu blaðsins í hundrað ár. Endurgerð Kútters Sigurfara En siglinga og sjávarútvegsþjóðin þarf líka - og alveg sér- staklega - að hyggja að skipakostinum. Mörg ómetanleg skip og bátar hafa farið forgörðum í fortíðinni, því miður, en ýmislegt hefur verið vel gert. Það er af nógu að taka í fram- tíðinni. Svo vindur sögunni fram og því spretta fram ný verk- efni, sem við þurfum að takast á við í framtíðinni. Víða hafa einstaklingar og samtök þeirra, sem og sveitarfélög, geng- ið í varðveislu skipa og báta sem mikill sómi er að. Þar með er líka stuðlað að því að þekking fortíðarinnar verði til hjá komandi kynslóðum og það skiptir líka máli. Endurgerð Kútters Sigurfara sem nú er komin á undirbún- ingsstig verður örugglega eitt af stórvirkjunum á þessu sviði. Þetta er gríðarlega mikið verk. Það kallaði því á þjóð- arátak og er sannarlega ánægjulegt til þess að vita að því verður nú hrundið í framtak. Framtak heimamanna, undir tryggri forystu í sveitarstjórnarmálum, skipti þarna lyk- ilmáli, eins og svo oft þegar mál af svipuðum toga er til lykta leitt. Þeim ber því að þakka. (Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, á bloggsíðu sinni um samning menntamálaráðuneytisins, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi um endurgerð og varðveislu kútters Sigurfara). Nýrnaveikismit í villtum klaklaxi Nýrnaveiki (Renibacterium salmoninarium) er landlægur sjúkdómur í laxfiskum á Íslandi. Hann finnst út um allt land og er til staðar bæði í laxi og silungi. Tegundirnar eru mis- næmar fyrir veikinni og þol þeirra mismikið. Bæði urriði og bleikja hafa þannig meira viðnám en lax. Líkur benda til þess að villtur fiskur verði ekki fyrir skaða af sýklinum í náttúrulegu umhverfi en í eldisstöðvum magnast smit mikið. Það sem gerir nýrnaveiki sérlega erfiða viðfangs er að sýkillinn kemst inn í hrogn ólíkt flestum bakteríum og drepur því hefðbundin sótthreinsun hrogna ekki sýkillinn. Þar sem sjúkdómurinn er erfiður og getur valdið miklum skaða í eldisstöðvum er leitað að smiti í öllum þeim villta fiski sem nýttur er til hrognatöku og eldis seiða. Nýrnaveiki hefur fundist í klaklaxi úr nokkrum ám á hverju hausti í mis- miklum mæli eftir ám og eftir árum. Nú í haust var óvenju- mikið um að smit mældist í klakfiski (mælt sem mótefni í fiskinum) og í sumum tilfellum í ám þar sem það hefur vart mælst áður. Þar á meðal greindist smit í klaklaxi úr Elliða- ánum en þar hefur ekki mælst smit í laxi í mörg ár. Ef smit greinist í klakfiski er hrognum undan þeim fiski eytt. (Frétt á vef Veiðimálastofnunar) U M M Æ L I Á merkum tímamótum aegirJAN2007.indd 6 2/2/07 9:11:36 AM

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.