Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 17
17 breytingin í slysum til sjós verið á þann veg að alvarleg- um slysum hefur fækkað. Þau slys sem eru skráð eru því langflest, sem betur fer, minniháttar, en engu að síður geta mörg þessara slysa haft alvarlegar afleiðingar þegar til lengri tíma er litið. Og ef horft er á heildarmyndina finnst mér óásættanlegt hversu margir sjómenn eru að slasast við vinnu sína. Ég tel að vinna sjómanna ætti ekki að þurfa vera hættulegri en hjá fjölda fólks í landi, en því miður gefur skráning slysa til sjós það til kynna. Vissulega eru aðstæður töluvert aðrar úti á sjó en í landi. Hafa verð- ur í huga að vinnustaðurinn, þ.e. skipið eða báturinn, er á hreyfingu, og því getur fylgt ákveðin hætta. En engu að síður held ég að mörg slysanna úti á sjó megi rekja til þess að menn séu ekki nægilega mikið með hugann við það sem þeir eru að gera. Í því sambandi getur tvennt komið til. Annars vegar séu menn einfaldlega of þreyttir eða þeir séu með hugann við eitthvað annað en það sem þeir eru að gera. Almennt má segja að eitt sé að koma á námskeið hérna hjá okkur í Slysavarnaskóla sjómanna og annað hvað menn tileinki sér til sjós af því sem þeir læra og hvaða almennum forvörn- um menn komi sér upp um borð í skipunum. Mér finnst að sjómenn þurfi að horfa til þess að vinna bug á ýmsum meinsemdum sem kunna að vera um borð í skipunum. Það er nauðsynlegt að menn horfi gagnrýnir á sitt vinnu- umhverfi og hvernig þeir vinna hlutina um borð og spyrji sig hvort megi ekki ýmislegt bæta í þeim efnum og koma í veg fyrir slys. Ítrekað verða óhöpp um borð í skipunum sem koma mönn- um í opna skjöldu, en oftar en ekki hefði mátt koma í veg fyrir þau með minniháttar úrbótum. Árið 1971 var byrjað að gefa út skýrslur Rannsókn- arnefndar sjóslysa og þar er saman komið óhemju mikið af upplýsingum um það sem hefur gerst um borð í skipum. Af þessum upplýsingum má heilmikið læra og menn geta oft og tíðum byrgt brunninn áður en einhver lendir ofan í honum.” Sjómenn eru meðvitaðir um hætturnar til sjós - Telurðu þá að of margir sjó- menn séu ekki nægilega vel Ö R Y G G I S M Á L S J Ó M A N N A Skólaskipið Sæbjörg á Pollinum við Akureyri, en á hverju ári fer Sæbjörgin í hring- ferð kringum landið. aegirJAN2007.indd 17 2/2/07 9:12:10 AM

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.