Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 21
21
tíma til þess að fara á nám-
skeið. Við skiljum vissulega
aðstæður manna á t.d. frysti-
skipunum sem eru í löngum
túrum og róa mikið. Við
komum til móts við þá og
reynum að koma þeim inn á
námskeið þegar þeir eru í
landi og þeim hentar að
mæta.”
- Þið vitið væntanlega af
mörgum dæmum um að
ýmislegt af því sem þið kennið
hér á námskeiðum hafi komið
sér mjög vel fyrir menn úti á
sjó?
„Já, það gerum við. Vissu-
lega eru skráð tilfelli þar sem
menn hafa sagt berum orðum
að kunnátta manna úr Slysa-
varnaskólanum hafi gert það
að verkum að ekki fór verr.
Við heyrum kannski fyrst og
fremst af tilvikum þar sem út
af ber, en við heyrum líka frá
mönnum sem segja að kunn-
átta manna úr Slysavarnaskóla
sjómanna hafi bjargað þeim.
Slík tilvik eru oftar en ekki
hvergi skráð. Ég er sannfærð-
ur um að margir sjómenn
geta vitnað um að námskeið í
Slysavarnaskóla sjómanna
hafi breytt hugarfari þeirra í
öryggismálum.”
Framarlega í öryggismálum
fiskimanna
- Það hefur komið fram að
aðrar þjóðir hafa horft til
Íslands sem ákveðinnar fyr-
irmyndar varðandi örygg-
ismál sjómanna. Erum við í
forystu í þessum málum?
„Við erum framarlega í
öryggismálum fiskimanna og
gerum ekki ósvipaðar kröfur í
þessum efnum og Norðmenn
og Færeyingar. Ég veit til þess
að fleiri þjóðir eru að íhuga
að hefja fræðslu í öryggismál-
um fyrir fiskimenn. Innan
alþjóðlegra samtaka björg-
unarskóla, þar sem ég hef
starfað sl. þrettán ár og síð-
ustu þrjú árin sem formaður,
hef ég haldið mjög á lofti
öryggisþjálfun fiskimanna og
nauðsyn þess að allir sjómenn
fái lágmarks öryggisfræðslu.
Ég hef bent á að fiskimenn
þurfi ekkert síður en aðrir
sjómenn að fá fræðslu um
öryggismálin. Að undanförnu
hafa Króatar hugað að örygg-
ismálum fiskimanna og sömu-
leiðis Bandaríkjamenn. Þá
hafa Bretar komið á örygg-
isfræðsluskyldu fyrir fiski-
menn.”
Slysavarnaskólinn hefur sann-
að sig
- Sérðu miklar breytingar í
öryggismálum sjómanna á
komandi árum?
„Já, það er enginn vafi á
því. Það hafa orðið miklar
breytingar síðan ég byrjaði
hér árið 1991. Auðvitað þró-
ast öryggisfræðsla með nýjum
búnaði, nýju fólki, aðferð-
arfræði o.s.frv. Slysavarna-
félagið Landsbjörg fékk gefins
skólaskipið Sæbjörgu 1998,
sem hentar okkar starfsemi
mjög vel. En skip eldast og
þau eiga sinn líftíma. Spurn-
ingin er hvað verður. Ef til
vill færist þessi starfsemi
meira í land með tíð og tíma.
Til dæmis er þekkt erlendis
frá að fræðsla sjómanna er að
hluta til í sundlaug þar sem
líkt er eftir ölduhreyfingu úti
á sjó. Hér höfum við hins
vegar farið þá leið að nýta
okkur Norður-Atlantshafið til
æfinga og þar eru aðstæður
fjölbreytilegar eins og úti á
rúmsjó. Að vera með kennsl-
una um borð í skipi er ákveð-
inn styrkur fyrir Slysavarna-
skólann. Sjómenn sem koma
hingað eru í sínu umhverfi og
við þurfum ekki að gera
annað en að fara út á lunn-
ingu í verklega æfingu. Það
er líka styrkur fyrir Slysa-
varnaskólann að geta farið til
sjómannanna út um land. Við
förum á hverju ári hringinn í
kringum landið og fáum sjó-
menn um borð til okkar á
námskeið. Þetta er afar mik-
ilvægt. Ég tel að Slysavarna-
skóli sjómanna í núverandi
mynd hafi fyrir löngu sannað
sig, en það er ekki þar með
sagt að hann þurfi að vera á
þessu formi til eilífðar. Allir
hlutir þróast og það er ekkert
svo gott að ekki megi bæta
það. Ég tel að sú leið sem við
höfum valið að fara hafi gefið
og gefi góða raun, en við
erum og eigum að vera opnir
fyrir öllum breytingum sem
horfa til framfara.”
Markmiðið er að allir komi
heilir heim
- Hversu margir starfa hjá
Slysavarnaskóla sjómanna?
„Við erum sjö heilsárs-
starfsmenn. Áttundi starfs-
maðurinn bætist við þegar við
siglum. Öll höfum við tveim-
ur störfum að gegna. Auk
þess að vera skólastjóri er ég
jafnframt skipstjóri á Sæbjörgu
þegar við siglum. Einn kenn-
arinn er yfirstýrimaður og
tveir aðrir kennarar vélstjórar.
Síðan eru aðrir starfsmenn
hásetar og það er aðeins
kokkurinn sem við bætum
við áhöfnina hjá okkur þegar
við förum í okkar árlegu sigl-
ingu hringinn í kringum land-
ið.”
- Er raunhæft að koma í veg
fyrir öll slys til sjós?
„Þetta er stór spurning.
Martin Luther King sagði eitt
sinn að hann ætti sér draum.
Það sama get ég sagt. Ég á
mér þann draum að unnt sé
að útrýma slysum á sjó. Það
get ég eða mínir starfsmenn
hér í Slysavarnaskóla sjó-
manna ekki gert einir. Það
geta hins vegar íslenskir sjó-
menn gert með sameiginlegu
landsátaki, með stuðningi
okkar hér í Slysavarnaskóla
sjómanna. Í sameiningu
eigum við að setja okkur það
markmið að útrýma slysum
úti á sjó. Það gerum við m.a.,
eins og ég hef áður sagt, með
því að skoða vinnuumhverfið
á skipunum með gagnrýnum
augum og leitast við að færa
hlutina til betri vegar, þar sem
það á annað borð þarf. Sjó-
menn þurfa líka að tileinka
sér örugg vinnubrögð og þá
fyrirbyggjandi þætti sem þeir
hafa lært á námskeiðum við
skólann. Það er svakalegt að
horfa upp á unga menn
hverfa út úr atvinnugreininni
vegna skakkafalla. Og það er
ennþá skelfilegra þegar sjó-
menn komast ekki á ævi-
kvöldið vegna atvika um borð
í skipunum. Sem betur fer
hefur banaslysum til sjós
fækkað. Fyrsta árið mitt hér
fórust 14 sjómenn við störf
sín úti á sjó. Þessi tala hefur
lækkað verulega. Því þökkum
við aukinni öryggisvitund sjó-
manna. En auðvitað koma
alltaf upp ófyrirséðar aðstæð-
ur, sem ekki verður við ráðið.
En þá er aðal markmiðið að
allir komist heilir heim,” segir
Hilmar Snorrason.
Ö R Y G G I S M Á L S J Ó M A N N A
Sjómenn á námskeiði í Slysavarnaskóla sjómanna. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
aegirJAN2007.indd 21 2/2/07 9:12:21 AM