Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 8
8
Engum blöðum er um það að
fletta að umhverfismálin eru
og verða æ fyrirferðarmeiri í
alþjóðlegri umræðu um sjáv-
arútvegsmál. Þessi umræða er
að vísu ekki alltaf á vitrænum
grunni, oftar en ekki er hún
knúin áfram af tilfinningasemi
og órökstuddum tilgátum, sem
eiga sér enga stoð í raunveru-
leikanum. Íslendingar geta
ekki frekar en nokkur önnur
fiskveiðiþjóð leitt þessa
umræðu hjá sér og segir
Kristján Þórarinsson, stofn-
vistfræðingur hjá Landssam-
bandi íslenskra útvegsmanna,
sem hefur um árabil fylgst
náið með og tekið þátt í þess-
ari umhverfisumræðu af hálfu
Íslendinga, að mikilvægt sé
að við Íslendingar tökum virk-
an þátt í umræðunni og
komum okkar sjónarmiðum á
framfæri.
Umræðan um umhverf-
ismál úti í hinum stóra heimi,
sem tengist hafinu, er af
margvíslegum toga. Nefna má
umræðu um mengun hafsins
og einnig eru uppi háværar
raddir um ofveiði á ýmsum
fiskistofnum og sjávarspen-
dýrum og má í því sambandi
vísa til umræðunnar um hval-
veiðar.
„Umhverfisumræðan er
vaxandi. Á því leikur ekki
vafi. Þegar umhverfismál eru
rædd í tengslum við sjávarút-
veg snýst umræðan í auknum
mæli um nýtingu fiskistofna.
Ég held þó að óhætt sé að
fullyrða að almenningur sé
ekki vel upplýstur um þessi
mál,” segir Kristján Þórarins-
son í samtali við Ægi.
„Ofveiði” áberandi í
umræðunni
Kristján segir að í umræðunni
sé hugtakið „ofveiði” áber-
andi. Því sé haldið á lofti að
margir fiskistofnar séu í
útrýmingarhættu og fiskveiði-
þjóðir séu settar undir sama
hatt í þessum efnum, þó svo
að slíkt sé fráleitt. Kristján
segist merkja að ákveðinnar
óþolinmæði gæti hjá alþjóða-
stofnunum í garð fiskveiði-
þjóða, enda sé það svo að
sumar þjóðir hafi ekki tekið
fast á málum í skynsamlegri
nýtingu auðlinda hafsins, en
aðrar hafi gert það með
ábyrgum hætti og stundi sjálf-
bærar fiskveiðar undir ströngu
eftirliti. Þannig krefjist menn
strangari reglna þótt það sem
vanti sé helst að ríki fari að
þeim reglum sem þau hafa
þegar samþykkt.
„Í Bretlandi markast um-
ræðan um að fiskistofnar séu
í útrýmingarhættu töluvert af
slæmri stöðu þorskstofnsins í
Norðursjó. Ég get ekki merkt
að umræðan um hvalveiðar
blandist inn í umræður um
stöðu fiskistofna. Þetta virðast
vera tveir aðskildir hlutir í
umræðunni,” segir Kristján.
Krafan um bann við botn-
vörpuveiðum
Sem kunnugt er hefur verið
mikil umræða um botnvörpu-
veiðar og meira að segja hafa
komið fram skýrar kröfur
umhverfissamtaka um algjört
bann við notkun botnvörp-
unnar. Kristján Þórarinsson
segir að Íslendingar hafi verið
sjálfum sér samkvæmir í þess-
ari umræðu og haldið fram
þeirri stefnu að rétt sé að
banna notkun botnvörpunnar
á svæðum sem beri að
vernda. Það eigi til dæmis við
um kóralla- og hverastrýtu-
svæði. Þetta hafi nú þegar
verið gert í íslenskri lögsögu
og um þetta ríki sátt. Hins
vegar muni Íslendingar sem
og aðrar fiskveiðiþjóðir ber-
jast af krafti gegn því að
botnvarpan verði almennt
bönnuð sem veiðarfæri. Fyrir
því séu engin rök. Hafa verði
í huga að þó svo að sett yrði
á alheimsbann við notkun
botnvörpunnar séu alltaf svo-
kölluð „sjóræningjaskip” á
úthöfunum, sem séu utan
allra reglna og laga og virði
engin boð og bönn. Því þurfi
að efla svæðisbundna fisk-
veiðistjórnun á úthöfunum og
vernda viðkvæm vistkerfi.
Að mála hlutina dökkum litum
Kristján Þórarinsson segir að
óvönduð umræða um
umhverfismál sé „keyrð”
áfram af umhverfissamtökum
og upplýsingarnar sem á borð
séu bornar komi frá þeim að
stórum hluta. Hafa verði í
huga í þessu sambandi að
rekstur margra af þessum
umhverfissamtökum sé
byggður á frjálsum framlögum
almennings og fyrirtækja og
því megi segja að þau séu í
innbyrðis samkeppni um fjár-
framlög. Í þeirri samkeppni
henti oft að mála hlutina
dökkum litum. „Þetta mótar
vissulega umræðuna oft og
tíðum og málin eru sett fram
á einfaldan hátt, sem stenst
enga skoðun. Umræðan verð-
ur með öðrum orðum svart/
hvít. Þetta á til dæmis við um
umræðuna um nýtingu hvala-
stofna og veiðar með botn-
vörpu,” segir Kristján.
Umhverfismerki
Svokallaðar umhverfismerk-
ingar sjávarafurða hafa mjög
verið til umræðu á und-
anförnum árum, bæði hér á
landi og úti í hinum stóra
heimi. Á vettvangi fiskideildar
FAO – Matvæla- og landbún-
aðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna – hefur verið fjallað
ítarlega um umhverfismerk-
ingar og um þær voru sam-
þykktar reglur í mars 2005.
Að þeirri vinnu komu meðal
annars Kristján Þórarinsson
og Guðrún Eyjólfsdóttir, sem
þá var í sjávarútvegsráðuneyt-
inu. Breið samstaða var um
þessar reglur.
U M H V E R F I S M Á L
Umhverfismálin fá æ meiri vigt í
sjávarútvegsumræðunni:
Verðum að vera
á varðbergi og
taka virkan þátt
í umræðunni
- segir Kristján Þórarinsson,
stofnvistfræðingur hjá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna
„Þeir sem á annað borð velta þessum málum fyrir sér með ábyrgum hætti átta sig
á því fyrir hvað við Íslendingar stöndum í þessum efnum. Hins vegar má ekki
gleyma því að tiltölulega fáir móta umræðuna um umhverfismál og við megum
ekki vanmeta það,” segir Kristján Þórarinsson m.a. í viðtalinu.
aegirJAN2007.indd 8 2/2/07 9:11:39 AM