Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 25
25
lega ekki dugað fyrir tjónum.
Þetta segir okkur að slys til
sjós eru mörg og alvarleg,
sem hafa varanleg áhrif á
menn.”
Samningur um heilsufars-
skoðun sjómanna
Til þess að stemma stigu við
þessari þróun hefur Trygg-
ingamiðstöðin í gegnum tíð-
ina gripið til ýmissa ráða í
þessum efnum. Það nýjasta
er að TM gerði samstarfs-
samning við fyrirtæki sem
heitir Heilsuverndarstöðin
ehf, um heilsufarsskoðun á
sjómönnum fyrir þau útgerð-
arfélög sem TM vátryggir.
Þetta er fyrsti samningur
sinnar tegundar sem gerður
er hér á landi. Þessi heilsu-
farsskoðun felur það í sér að
áhafnarmeðlimir fara árlega í
heilsufarsskoðun og nýráðnir
starfsmenn eru einnig skoð-
aðir. „Með þessum samningi
viljum við stuðla að bættri
heilsu sjómanna, draga úr
fjarvistum þeirra vegna veik-
inda og slysa og um leið
auka öryggi þeirra. Með
þessu móti teljum við unnt
að fækka slysum til sjós og
minnka líkurnar á veikindum
sjómanna og það þýðir um
leið minni útgjöld fyrir bæði
útgerðina og okkur hjá TM,”
segir Sigurður, en í heilsu-
farsskoðun felst athugun á
líkams- og heilsufarsástandi
ásamt fræðslu um hvernig
efla megi heilsuna. Hver og
einn einstaklingur er skoð-
aður út frá áhættuþáttum
sem tengjast aldri, sögu og
starfi. Lögð er áhersla á ráð-
gjöf um lífshætti og lífsstíl
auk þess sem farið er yfir
hreyfingu, svefn og næringu.
Áhyggjur af aukinni slysatíðni
„Við veitum viðkomandi
útgerðarfyrirtækjum afslátt af
tryggingariðgjaldinu ef þau
gera samning við Heilsu-
verndarstöðina um heilsufars-
skoðun á sínum sjómönnum.
Til þess að njóta þessara
afsláttarkjara þurfa útgerðir
að vera búnar að ganga frá
samningum við Heilsuvernd-
arstöðina um heilsufarsskoð-
un fyrir 1. mars nk. Við
kynntum þetta verkefni fyrir
samtökum útgerðar- og sjó-
manna sl. haust og það hlaut
strax afar jákvæðar viðtökur.
Við erum bjartsýnir á að
þetta muni þegar til lengri
tíma er litið efla öryggisvit-
und sjómanna og fækka slys-
um,” segir Sigurður og bætti
við að auðvitað hafi menn
haft áhyggjur af ört fjölgandi
tilfellum alvarlegra slysa úti á
sjó, sem hafi leitt til varan-
legrar örorku. „Fyrir einstakl-
inginn sem fyrir slysinu verð-
ur hefur þetta í mörgum til-
vikum mikil áhrif á lífsgæði
til langs tíma litið, fyrir
útgerðina þýðir fjölgun slysa
til sjós hærri iðgjaldagreiðslur
og ráðningar á nýjum mönn-
um með tilheyrandi kostnaði,
að ekki sé talað um kostnað
samfélagsins. Slík slys hafa
því margvísleg áhrif í þjóð-
félaginu,” segir Sigurður.
TM býður launatryggingu
TM hóf á síðasta ári, eitt
tryggingafélaga, að bjóða
útgerðum svokallaða launa-
tryggingu, sem hlotið hefur
góðar viðtökur. Tryggingin
bætir launakostnað vegna
sjómanna sem lenda í vinnu-
slysum frístundaslysum eða
veikindum.
Góð staða
Í samanburði við þær þjóðir
sem við berum okkur gjarn-
an saman við eru trygginga-
mál í sjávarútvegi á Íslandi í
mjög góðu lagi. „Við hjá TM
teljum okkur vera mjög vel
samkeppnisfæra á trygginga-
markaðnum. Tryggingamið-
stöðin eignaðist í fyrra trygg-
ingafélagið NEMI í Noregi,
sem er m.a. öflugt í skipa-
tryggingum. Og frá með síð-
ustu áramótum höfum við
endurtryggt tvö af stærstu
bátaábyrgðarfélögum í Nor-
egi, sem eru gagnkvæm báta-
tryggingafélög, og að sumu
leyti sambærileg við gömlu
bátaábyrgðarfélögin hér á
landi en mun stærri. Norsku
félögin höfðu einnig úr að
velja endurtryggingu bæði í
Noregi og Bretlandi, en þau
kusu að leita til okkar. Það
tel ég m.a. sýna að við séum
vel samkeppnisfærir á mark-
aðnum bæði hér heima og
erlendis,” segir Sigurður
Jónsson.
T R Y G G I N G A M Á L
„Með þessum samningi viljum við stuðla að bættri heilsu sjómanna, draga úr fjarvistum þeirra vegna veikinda og slysa og um
leið auka öryggi þeirra,” segir Sigurður Jónsson m.a. um samning TM við Heilsuverndarstöðina.
aegirJAN2007.indd 25 2/2/07 9:12:30 AM