Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 42
42
K R O S S G Á T A
N Ý R B Á T U R
Seigla hefur smíðað stærsta
plastfiskibát landsins, Ebba
AK-37, fyrir Eymar Einarsson á
Akranesi. Báturinn, sem ber 32
brúttótonn, gengur allt að 29
sjómílur. Hann er með 6,3
metra löngum og 0,5 metra
djúpum fellikili.
Ebbi kemur í stað sam-
nefnds báts í eigu sömu
útgerðar, sem er 12 brúttórúm-
lestir. Sá bátur hefur verið
gerður út á línu og net og
verður hafður sami háttur á
með nýja bátinn, sem var
afhentur Eymari í lok síðasta
árs.
Vélarrúm er rúmgott. Aðal-
vélin er 480 hestafla Caterpillar
C 18 frá Heklu.
Svefnpláss er fyrr sex í
lúkar, fjóra í kojum og tvo á
bekkjum. Í lúkarnum er einnig
eldhúsaðstaða, borðsalur og
aðstaða til að horfa á sjónvarp.
Í lest er rými fyrir 16 stór
kör eða 32 hálfkör.
Vélstjórarými svokallað er
undir stýrishúsi og er það
manngengt.
• Tæki í brú eru frá Sónar.
Þau eru:
• JRC JMA 5104 ARPA radar.
• JRC JFC 130 3 kw. Dýpt-
armælir.
• JRC Jnav 500 GPS lóran-
breytir.
• Comnav Vector GPS komp-
ás.
• SEIWA Explorer 3 Black
box plotter.
• Comnav Compilot Comm-
ander sjálfstýring með
aukastjórnborði á dekki.
• Myndavélakerfi fyrir tvær
myndavélar í vélarrúmi sem
og myndavél í mastri og
tenging fyrir neðansjáv-
armyndavél.
• Tölvuplotter með þvívídd.
• Immarsat Mini C, sem ann-
ast tilkynningaskyldu báts-
ins.
• Wesmar SS-395 sónartæki.
Hefur eiginleika venjulegs
sónartækis en getur auk
þess sýnt þversnið af botni
langt frá bátnum.
• Poly Planer MRD 60
útvarpstæki með geislaspil-
ara og innbyggðu kallkerfi.
• Navicom VHF talstöð með
DSC.
Sónar sá einnig um upp-
setningu á öðrum rafeindabún-
aði um borð, svo sem útvarp,
sjónvarp, NMT síma og GSM
síma.
Hrönn Ásgeirsdóttir hjá
Seiglu segir að nú sé í smíðum
einn Seigur 1250 V bátur og
annar Seigur 1000 fyrir aðila í
Noregi. Siglufjarðarseigur á
Siglufirði er einnig með í smíð-
um 1060 bát fyrir aðila í Nor-
egi.
Á næstu vikum mun starf-
semi Seiglu færast norður til
Akureyrar, en þar hefur nú
verið byggt 700 fermetra hús
yfir starfsemina á athafnasvæði
Slippsins Akureyri. Nú þegar
er starfsemin reyndar hafin að
litlu leyti nyrðra, en þrír starfs-
menn vinna þar í bráðabirgða-
aðstöðu. En til viðbótar munu
eigendur Seiglu flytja norður
og fjórir starfsmenn til viðbót-
ar.
Hrönn segir að syðra sé
starfsemi Seiglu í um 1000 fer-
metra húsnæði, sem nýtist
ekki vel. Nýtingin verði mun
betri í nýju húsnæði fyrirtæk-
isins á Akureyri.
Seigla smíðar 32 tonna Ebba AK-37
aegirJAN2007.indd 42 2/2/07 9:13:46 AM