Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 31
31 okkar Íslendinga í þróunarað- stoð beinst að því að kenna mönnum að bjarga sér með grunnatriðin,” segir Víðir sem bætir við að vissulega væri hægt að þróa starfið áfram, svo sem að aðstoða fyrirtækin við að auka hagkvæmni í rekstri, daga úr kostnaði, auka hagnað og svo framveg- is. Slíkt sé hins vegar fremur talin vera rekstrarráðgjöf sem veita beri á viðskiptalegum forsendum. „Lyktin dregur fiskinn að agninu” Þrír fulltrúar línuútgerðar í Namibíu komu hingað til lands í heimsókn í október sl. og kynntu sér starfsemi nokk- urra útgerða og stofnana sem starfa í tengslum við sjávarút- veginn. Fyrir hópnum fór Jón Þórðarson, áður forstöðumað- ur sjávarútvegsdeildar Háskól- ans á Akureyri, sem starfaði tímabundið sem aðstoð- armaður forstjóra hafrann- sóknastofnunar í Namibíu. Í ferðinni sem Þróunarsam- vinnustofnun bauð til, var meðal annars tekið hús á Vísi hf. í Grindavík og á Djúpa- vogi og fór einn Namibíu- mannanna í fimm daga veiði- ferð með einum bátum félags- ins. Þá var farið í heimsókn á fiskmarkaði, í fiskvinnsluhús og útibú Hafrannsóknastofn- unarinnar á Ísafirði, þar sem Einar Hreinsson kynnti rann- sóknir sínar fyrir einum skip- stjóranna þriggja. „Til þessa hafa Namibíu- menn talið að fiskur þurfi að sjá agn á öngli, svo hann bíti á. Einar Hreinsson kynnti skipstjóranum ýmsar rann- sóknir og myndbandsupptök- ur sem sýna hegðan þorsks á sjávarbotni og eins hvernig veiðarfærin virka. Og á sjáv- arbotni þar sem birtu nýtur ekki er það auðvitað lyktin sem dregur fiskinn að agninu en ekki það hvernig beitu- stykkið lítur út. Með vitneskju um þetta og margt annað, eins að það glæði aflavon sé línan hrein, hóf skipstjórinn veiðar sínar aftur þegar heim var komið. Áætlun gerði ráð fyrir að hann veiddi á milli 40 til 50 tonn á þeim þremur mánuðum sem af árinu lifðu. Með nýjum vinnubrögðum og þekkingu tókst honum hins vegar að tvöfalda afla sinn í einhversstaðar á milli 100 og 120 tonn,” segir Víðir Lífsgæðum er misskipt Spurningunni um hvort Namibía sé frumstætt land og stéttskipting meðal þegnanna mikil, segir Víðir að því sé ekki hægt að svara algilt. „Svarið ræðst af því hvar borið er niður. Í höfuðborg- inni Windhoek, sem er inni í miðju landi, eru aðstæður ekkert ólíkar því sem gerist í vestrænum borgum, þó mannlífið sé blandaðra og sjá megi fólk af öllum litarhátt- um. Utan borgarinnar eru hins vegar allt aðrar aðstæður og kjör fólks sem þar býr oft frekar erfið. Í skýrslum frá Alþjóðabankanum segir að þýskumælandi Namibíumenn séu með þeim ríkustu í heimi. Ef við tökum hins vegar með- S J Á V A R Ú T V E G U R Í N A M I B Í U „Starf við þróunaraðstoð er ákaflega skemmtilegt. Hins vegar verða menn að vera undir það búnir að hlutirnir gangi ekki jafn hratt og þeir sjálfir kjósa,” segir Vilmundur Víðir Sigurðsson hér í viðtalinu. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Þjálfar handtökin. Nemendur við sjómannaskólann á hverri önn eru gjarnan 70 til 80 talsins, en margir koma til námsins á vegum útgerðanna sem þeir starfa hjá, enda eru þær að tryggja sér starfsfólk til framtíðar. aegirJAN2007.indd 31 2/2/07 9:13:00 AM

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.