Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2010, Qupperneq 6

Ægir - 01.08.2010, Qupperneq 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Það væri synd að segja að lognmolla ríki í sjávarútvegi á Íslandi. Þannig er það ekki, hefur ekki verið og verður líkast til aldrei. Sjáv- arútvegurinn er ekkert öðruvísi en aðrar atvinnugreinar hvað það varðar að hún á ákveðna hagsmuni undir til að þrífast og þróast, vaxta og dafna. Þannig er það um allar greinar og þá fyrst værum við sem þjóð í vanda stödd ef þeir sem í atvinnugreinunum starfa gættu ekki hagsmuna sinna greina. Á stundum mætti ætla af umræðunni að það þyki sjálfsagt að bregðast við af hörku og úthrópa talsmenn og forvígismenn atvinnugreina hér á landi ef þeir koma fram á sjónarsviðið og benda sjórnvöldum eða öðrum á atriði sem betur megi fara. Þetta hefur orðið sér í lagi áberandi í kjölfar hins margumrædda bankahruns en ef litið er yfir sama tímabil mætti líka spyrja sig þeirrar spurningar hvort þetta eðli umræðunnar hafi ekki einmitt orðið okkur fjötur um fót. Í Ægi að þessu sinni er rætt ítarlega við Eggert Benedikt Guð- mundsson, forstjóra HB Granda, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins. Í viðtalinu kemur skýrt fram hvernig fyrirtækið hefur þró- ast, stækkað og í rauninni umbreyst í takti við umhverfi sitt. Eggert leggur mikla áherslu á markaðsmálin og er áhugaverður sá sjónar- hóll að markaðsdeild fyrirtækisins sé í raun hið eiginlega andlit HB Granda út á við. „Við seljum allt til valinna viðskiptavina sem í flestum tilvikum eru einnig nánir samstarfsaðilar okkar. Að stórum hluta eru þetta tiltölulega lítil fyrirtæki, þar sem afurðir frá HB Granda eru stór hluti af rekstrinum. ESB ríkin með Þýskaland, Frakkland, Belgíu og Bret- land sem stærstu markaðssvæði, eru okkar langstærsti markaður. Noregur hefur verið annað stærsta markaðssvæði okkar og síðan seljum við m.a. afurðir til fyrirtækja í Bandaríkjunum, Brasilíu, Jap- an, Suður-Kóreu, Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Hvíta-Rússlandi, Kína og á Spáni svo fátt eitt sé nefnt,“ segir forstjóri HB Granda í viðtal- inu og þessi lýsing endurspeglar ekki aðeins fjölbreytileika markað- arins heldur ekki síður það viðhorf að viðskiptavinirnir eru ekki bara kaupendur heldur í raun samstarfsaðilar. Það er áhugaverð nálgun. Eggert Benedikt víkur að hinni margumtöluðu deilu um fyrningar- leið, uppboðsmarkað veiðiheimilda og störf sáttanefnar og lýsir áhyggjum af því að þessi þáttur umhverfisins sé óstöðugur, þ.e. sá stjórnmálalegi. Ekki aðeins valdi óvissa hvað skipulag sjávarútvegs- ins varðar til framtíðar vanda í sjávarútvegsfyrirtækjunum sjálfum heldur og ekki síður fyrir þann mikla fjölda fyrirtækja sem lifi að stærstum hluta á þjónustu við greinina. „Ef fara á í aðgerðir sem kollvarpa núverandi fyrirkomulagi þá er bara verið að eyðileggja verðmæti og þá arðsemi sem auðlindin er að gefa af sér,” segir for- stjórinn. Hvað varðar aðildarviðræður að ESB segir forstjóri HB Granda að óhjákvæmilegt kunni að vera að leiða viðræður um aðild til lykta. En hann vekur einnig athygli á því að sjávarútvegur sé ekki eiginleg atvinnugrein innan Evrópusambandsins „heldur miklu frekar sem eins konar félagslegt vandamál á meðan Íslandingar eru að rekja sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að skila eigendum sínum og þjóðar- búinu arði.“ Í heild sinni dregur forstjóri HB Granda upp mynd af því hve mikið er í húfi fyrir stór fyrirtækið á borð við það sem hann stýrir að umhverfið sé stöðugt og heildarmyndin sé öll uppi á borðum þegar rætt er um breytingar. Óhætt er að taka undir það. Flottrollið veldur skaða Samkvæmt áralöngum ransóknum finnska vísindamannsins Petri Suuronen hjá norsku Hafrannsóknastofnunni drepur flottroll með smugi fiska 10 til 15 falt það magn sem það veiðir og skilar að landi. Flottroll splundrar fiskitorfum og ruglar göngumynstur þeirra til hrygninga- og uppeldisstöðva. Flottroll drepur auk þess sem meðafla gríðarlegt magn af bolfiski og seiðum ýmisa fiskitegunda sem síðan er brætt í mjöl og lýsi til skepnufóðurs. Dæmi er um allt að 60 tonn af laxi hafi komið í einu holi í flottroll í lögsögu Íslands og verið kastað dauðum aftur í sjóinn. Hrun hörpudisksstofnsins við Ísland má einnig rekja til flottrollsveiða. Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávar- botninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna. Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það. Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hrygningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað. Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hrygnir og deyr. Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskelj- arstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi. Níels Á. Ársælsson í grein á vefnum bb.is Smábátaútgerðin aldrei verið mikilvægari Eðlileg afleiðing þessa var og er að hlutverk smábátaútgerð- arinnar í þjóðlífi og þjóðarbúskap hefur margfaldast. Í dag gegnir hún mikilvægara hlutverki í tekjuöflun og atvinnulífi þjóðarinnar en nokkru sinni. Hafi einhverntíma verið ástæða til þess fyrir félagið að vera stolt af þeirri staðreynd er það nú, þegar þjóðarbúið glímir við erfiðleika af stærðargráðu sem engan óraði fyrir að myndu nokkru sinni henda það. Allt þetta á rót sína að rekja til þess að frelsisþráin rak okkur áfram. Þráin til að vera ekki undir oki hafta og banna sem ekkert höfðu með vernd fiskistofna eða umhverfisins í hafinu að gera. En hefur okkur auðnast að viðhalda þessari frelsisþrá og sannfæringu, eða glötuðum við þessum dýrmætum einhvers- staðar á vegferðinni? Enn þann dag í dag er þessu auðsvarað. Félagið sýnir með ályktunum sínum og málflutningi að hvorki stjórnvöldum né öðrum hagsmunasamtökum hefur tekist að pakka því ofaní kassa einlitrar sérhyggju og sérhlífni. Enn þann dag í dag, aldarfjórðungi eftir stofnun félagsins og hafandi glímt lengst af við stjórnvöld sem hafa viljað troða smábátaflotan- um í skjóðu hinnar ferhyrndu hugsunar, enduróma ályktanir svæðifélaga Landssambands smábátaeigenda þrána til frels- is: Frjálsar handfæraveiðar, strandveiðar, frjálsar ufsaveiðar, línuívilnun, langa, keila og skötuselur sem meðafli, grá- sleppuveiðar utan kvóta: allt eru þetta þess rækileg merki. Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í setningarræðu aðalfunar 2010 U M M Æ L I Þegar mikið er í húfi

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.