Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2010, Page 12

Ægir - 01.08.2010, Page 12
Mikilvægar upplýsingar frá sjómönnum Þetta sýnir enn og aftur mikilvægi þess þegar vökulir sjómenn varðveita og senda inn til greiningar fiska sem þeim þykja forvitnilegir eða ókunnir. Aldrei verður lögð of mikil áhersla á það hversu mikilvægt það er að fá upplýs- ingar frá sjómönnum þegar slíkir fiskar veiðast. Það er svo að stærstur hluti þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um sjaldséðar tegundir við Ísland er kominn frá sjómönnum fiskiskipaflotans. Þó að sumar tegundir séu e.t.v. ekki jafn sjald- séðar og áður, þá minnkar mikilvægi upplýsinganna ekki. Sjaldséðar tegundir sem bárust árið 2009 Engin ný tegund barst til Hafrannsókna- stofnunarinnar árið 2009, en allnokkrar fáséðar eða forvitnilegar tegundir. Kambháfur (Pseudotriakis microdon) Arnarberg ÁR veiddi 173 cm langan kambháf, hæng, á Tánni á Selvogsbanka (63°08’N – 21°46’V). Þetta var hængur sem veiddist á 550 m dýpi. Við Ísland hefur kambháfur eingöngu veiðst á djúpslóð, á 300-900 m dýpi undan Suð- vestur- og Suðurlandi þ.e. frá Skerjadjúpi og austur á Síðugrunnskant. Þeir kamb- háfar sem veiðst hafa við Ísland voru 173-290 cm langir og hængar voru í miklum meirihluta af þeim sem kyn er þekkt. Hafáll (Conger conger) Dúddi Gísla GK veiddi 13 hafála á línu haustið 2009, alla undan Krýsuvík- urbergi. Þrír þeirra voru mældir. Voru þeir 79-83 cm á lengd. Vogmær (Trachipterus arcticus) Líkt og undanfarin ár, þá rak vog- meyjar víða á land árið 2009, einkum um norðanvert landið. Í leiðöngrum Haf- rannsóknastofnunarinnar veiddist vog- mær aðallega á djúpslóð fyrir Suðvestur- og Vesturlandi. Allmargar voru mældar, þær voru á lengdarbilinu 100-180 cm, flestir 130-150 cm. Lýr (Pollachius pollachius) Askur GK veiddi tvo lýi í net undan Reykjanestá í nóvember. Annar þeirra var mældur og var hann 73 cm á lengd. Fleiri veiddust þó við landið árið 2009, þótt ekki sé vitað hvar, því þessi tegund sást öðru hvoru á fiskmörkuðum. Kjáni (Chaunax suttkusi) Baldvin Njálsson GK veiddi 19 cm langan kjána á 585 m dýpi vestur af Snæfellsnesi (64°36’N - 27°23’V). Alls er vitað um 9 kjána sem veiðst hafa á Ís- landsmiðum, á svæðinu frá Sneiðinni suður af Vestmannaeyjum vestur á svæð- ið djúpt suðvestan Eldeyjar og norður á karfaslóð djúpt undan Snæfellsnesi. Þessir fiskar veiddust á 300-900 m, flestir á 400-600 m dýpi. Gráröndungur (Chelon labrosus) Árið 2009 veiddust gráröndungar í Seyðisfirði, Holtsósi og Kópavogi. Þeir voru 33-46 cm langir. Rauðskinni (Barbourisia rufa) Helga María AK veiddi rauðskinna á úthafskarfaslóðinni (61°37’N - 28°22’V) í maí. Rauðskinni er ættingi sægreifanna sem fjallað var um í innganginum hér að ofan, en er nokkuð algengari tegund. Hér við land hefur hann fyrst og fremst veiðst í flotvörpu á úthafskarfaslóðinni, en þó er vitað um fimm fiskar sem hafa Sjaldgæfir fiskar á Íslandsmi›um 2009 Meðal þeirra fiska sem sjómenn hafa sent til Hafrann- sóknastofnunarinnar til greiningar á undanförnum ár- um eru nokkrir sem tilheyra ætt sægreifa. Tegundir af ætt sægreifa eru mjög sjaldgæfar og fá eintök til á söfnum í heiminum. Þess vegna hefur sumum þessara tegunda ekki enn verið formlega lýst, sem þýðir að ekki er alltaf ljóst hvaða tegund er um að ræða. Ástr- alskur fiskifræðingur, John Paxton að nafni, hefur und- anfarin ár farið á milli safna vítt og breitt um heiminn til að rannsaka fiska af þessari ætt í þeim tilgangi að greiða úr óvissunni varðandi tegundagreiningu. Hann kom hingað til Íslands í júní 2010 til að rannsaka þau eintök sem sjómenn hafa sent Hafrannsóknastofnun- inni til greiningar. Alls voru það 12 fiskar af ætt sæ- greifa sem tiltækir voru. Í þessu safni voru tvær tegundir sem þekktar eru og hefur verið formlega lýst. Þessar tegundir eru gló- kollur (Cetostoma regani) og smágreifi (Danaceticht- hys galathenus). Tveir glókollar eru í safninu og veiddi Hrafn Sveinbjarnarson GK þá báða á Hamp- iðjutorginu árin 1995 og 1996. Það var einungis einn smágreifi sem Örvar HU veiddi á Hampiðjutorginu ár- ið 2003. Hann er um 18 cm langur og er sá stærsti af þessari tegund sem þekktur er í heiminum í dag. Aðrir fiskar af ætt sægreifa sem eru í þessu safni tilheyra tegundum sem ekki hefur enn verið formlega lýst sem sérstökum tegundum, en bera vísindaheiti til bráðabrigða sem Gyrinomimus sp. n. R (rauðgreifi), Gyrinomimus sp. n. L (sægreifi) og Gyrinomimus sp. n. C (margreifi). Þegar John Paxton var hér á landi voru rauðgreifarnir þrír og skipin sem veiddu þá voru Víðir EA árið 1995, Sléttbakur EA árið 2004 og Hrafn Sveinbjarnarson árið 2008. Síðan hefur einn bæst við sem Guðmundur í Nesi veiddi í júlí 2010. Einn fiskur af tegundinni sægreifi er í safninu, hann veiddi Ýmir HF árið 1992 og var það fyrsti fiskurinn af þessari ætt sem barst til Hafrannsóknastofnunarinnar. Margreif- arnir eru þrír. Þá veiddu Vigri RE og Sléttbakur EA ár- ið 1994 og Klakkur SH árið 1997. Að lokum eru tveir fiskar sem voru illa farnir, en gætu verið margreifar eða svonefndur ránargreifi (Gyrinomimus myersi). Þessa fiska veiddi Vigri RE árið 1994 og Hrafn Svein- bjarnarson GK árið 1995. Höfundur greinar- innar er Jónbjörn Pálsson, sérfræ›ingur á Hafrannsókna- stofnuninni. Kambháfur sem Arnarberg ÁR veiddi á Selvogsbanka árið 2009. Kjáni sem Baldvin Njálsson GK veiddi árið 2009 vest- ur af Snæfellsnesi S J A L D G Æ F I R F I S K A R 12

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.