Ægir - 01.08.2010, Qupperneq 14
14
R A N N S Ó K N I R
Undanfarin tvö ár hefur verið
starfrækt verkefnið „Verðmæti
og öryggi íslensks fiskimjöls –
greining eitraðra og hættu-
lausra efnaforma arsens í
fiskimjöli“, sem styrkt var af
AVS rannsóknarsjóði í sjávar-
útvegi. Markmið verkefnisins
var að þróa efnagreiningarað-
ferðir sem geta greint bæði
eitruð og hættulaus efnaform
arsens í fiskimjöli. Þær að-
ferðir sem eru notaðar í dag
snúa flestar að greiningu á
heildarmagni arsens en það
gefur ranga mynd af þeirri
hættu sem stafar af arseni í
fiskimjöli.
Arsen er frumefni sem
finnst bæði í ólífrænum og
lífrænum efnasamböndum og
getur verið eitrað mönnum
og dýrum. Sjávarfang inni-
heldur oft háan styrk arsens
og því er mikilvægt fyrir
mjölframleiðendur að fylgjast
með arseninnihaldi mjölsins,
en strangar reglur eru um há-
mark leyfilegs magns arsens í
fóðurhráefnum. Verkefnið
hefur hins vegar leitt í ljós að
þau efnaform arsens sem eru
til staðar í fiskimjöli eru að
stórum hluta talin vera skað-
laus.
Arsen má finna í skorpu
jarðar og er í tuttugasta sæti
yfir algengustu efni jarð-
skorpunnar, en styrkurinn fer
eftir jarðlagsgerð. Einnig má
finna arsen í vatni, seti, lofti
og í lífríkinu. Arsen berst í líf-
ríkið bæði með náttúrulegum
leiðum, eins og veðrun bergs,
en einnig vegna ýmissar starf-
semi manna, svo sem námu-
vinnslu og iðnaðar. Einnig
hefur arsen verið notað til að
fúaverja við og sem skordýra-
eitur. Menn komast helst í
tæri við arsen í gegnum mat
og vatn. Arsen í sjó og vatni
er mest svokallað ólífrænt ar-
sen sem er eitrað mönnum
og dýrum og banvænt í nægi-
lega stórum skömmtum. Þeg-
ar lítið magn af ólífrænu ar-
seni kemst inn í sjávarlífver-
ur, fer í gang öflugt varnar-
kerfi til að afeitra arsenið og
líkami lífverunnar bindur líf-
ræna hópa á arsenið sem
veldur því að það verður
óeitrað. Þess konar arsen
kallast lífrænt arsen, og eru
margar mismunandi gerðir
(form, e. species) til af líf-
rænu arseni. Í dag eru þekkt
fleiri en 50 náttúruleg efna-
form af arseni. Stærsti hluti
arsens í sjávarfangi er bund-
inn í lífræna forminu arseno-
betaníð, sem er talið hættu-
laust. Ólífrænt arsen (eitrað)
er þó til staðar, en að jafnaði
í lágum styrk.
Eitt af markmiðum verk-
efnisins var að rannsaka
hvort árstíðamunur væri á
styrk heildararsens (lífrænt og
ólífrænt) í fiskimjöli. Heildar-
arsen var greint með massa-
greini (ICP-MS) að loknu nið-
urbroti með sýru og vetnis-
peroxíði með aðstoð ör-
bylgju. Þrjár gerðir af fiski-
mjöli voru skoðaðar; síldar-
mjöl, loðnumjöl og kol-
munnamjöl. Niðurstöður
sýndu að kolmunnamjöl inni-
heldur oft háan styrk heildar-
arsens, á bilinu 8-17 mg/kg,
en síldarmjöl og loðnumjöl
innihalda iðulega lægri styrk
heildararsens, á bilinu 2-6
mg/kg. Sýnin voru fengin úr
hefðbundnum vinnslum, en
þeim var safnað af miðum í
kringum Ísland á mismunandi
árstímum.
Annað meginmarkmið
verkefnisins var að þróa að-
ferð til mælinga á mismun-
andi efnaformum arsens. Ný-
lega birt aðferð til að greina
ólífrænt arsen var aðlöguð og
þróuð áfram en hún byggist á
útdrætti með basískri alkó-
hóllausn. Ólífrænt arsen var
síðan greint með hágæða
vökvaskilju tengdri við sér-
hæfðan massagreini fyrir
greiningar á frumefnum
(HPLC-ICP-MS, High per-
formance liquid chromatog-
raphy – Inductively coupled
plasma mass spectrometer).
Enn er þörf á að bæta aðferð-
ina við útdrátt á ólífrænu ar-
seni úr mjölinu en mælingar
á fiskimjöli með þessari að-
ferð gefa grófa mynd af
magni ólífræns arsens (As(III)
og As(V)). Helstu niðurstöður
greininga á ólífrænu arseni
sýndu að ólífrænt arsen er að
jafnaði minna en 3% af heild-
ararsensstyrk fiskimjölsins.
Nokkur lífræn form af arseni
fundust í mjölinu, en það
form sem reyndist í hæstum
styrk, í öllum gerðum fiski-
mjöls, var arsenobetaníð (AB)
sem talið er hættulaust. Önn-
ur lífræn form sem fundust
voru m.a. Trimethylarsine ox-
ide (TMAO) sem fannst í litlu
magni í loðnumjöli ásamt því
að mjög lítið magn af trimet-
hylarsonio propionate
(TMAP), arsenocholine (AC)
Tegund Fjöldi sýna Ólífrænt arsen (mg/kg) Heildararsen (mg/kg)
Síldarmjöl 4 0,046 ± 0,024 3,9 ± 1,2
Loðnumjöl 4 0,083 ± 0,077 4,2 ± 0,9
Kolmunamjöl 4 0,054 ± 0,013 12,7 ± 3,3
Arsen í fiskimjöli
- hættulaust, en ógnar verðmæti og sölu fiskimjöls
Tafla 1. Magn ólífræns arsens og heildararsens í þremur gerðum af íslensku fiskimjöli.
Síld, ein af þeim fisktegundum sem eru uppistaða í fiskimjöli.