Ægir - 01.08.2010, Qupperneq 23
23
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
fram hefur farið á síðustu mánuðum og
misserum. Þvert á móti þurfum við að ná
sátt um að allt vistkerfi sjávarútvegsins,
fyrirtækin, vísindamennirnir og stjór-
nvöld, vinni saman. Það er ekki langt
síðan að haldin var mjög merkileg ráð-
stefna þar sem fjallað var einmitt um
þessi mál og það hvernig greinin í heild
gæti skilgreint og nýtt þau tækifæri sem í
boði eru til þess að auka verðmæti
aflans og auðlindarinnar fyrir þjóðina.“
- Þú nefnir að umræðan um fiskveiði-
stjórnunarkerfið hafi valdið óöryggi og
truflun. Hvernig lýsir það sér?
„Svona neikvæð umræða, eins og átt
hefur sér stað um sjávarútveginn alltof
lengi, hefur lamandi og truflandi áhrif
auk þess sem hún dregur úr trúnaði og
brýtur niður samstarfsvilja á milli fyrir-
tækjanna og stjórnvalda og annarra
þeirra sem að málum koma og þurfa að
vinna náið saman. Hún dregur úr áræðni
manna til að ráðast í ný verkefni og fjár-
festingar.“
- Nú er meðalaldur íslenskra fiski-
skipa orðinn mjög hár. Er ekki einmitt
brýnt að ráðast í myndarlega endurnýj-
un á flotanum á allra næstu árum?
„Menn hafa undanfarin ár einbeitt sér
að því að endurbæta skipakostinn í stað
þess að ráðast í kaup á nýjum skipum
þótt vissulega séu dæmi um að það hafi
verið gert. Staðan nú er hins vegar með
þeim hætti að sum fyrirtæki eru orðin
mjög skuldsett og hafa minni burði en
önnur til þess að endurnýja skip sín. Hjá
okkur í HB Granda er ekkert í spilunum
varðandi skipakaup. Við teljum okkur
vera ágætlega sett með þann flota sem
við höfum yfir að ráða.
Ótrúlegt virðingarleysi fyrir atvinnulífinu
- Mikil skuldsetning íslenskra sjávarút-
vegsfyrirtækja hefur valdið mörgum
áhyggjum. Er þessi skuldsetning, að þínu
mati, jafn mikið áhyggjuefni og margir
vilja vera láta?
„Það er erfitt fyrir mig að leggja mat á
það. Til þess vantar mig betri upplýsing-
ar en ég hygg þó að flest venjuleg sjáv-
arútvegsfyrirtæki séu sæmilega sett mið-
að við mörg önnur fyrirtæki í öðrum
greinum. Auðvitað eru til sjávarútvegs-
fyrirtæki sem hafa verið að fjárfesta í
öðrum og óskyldum greinum og hafa
tapað á því í hruninu. Auk þess hafa
einhver fjárfest meira en þau höfðu
burði til. Það, sem greinir sjávarútvegs-
fyrirtækin frá mörgum öðrum fyrirtækj-
um, er að þau hafa tekjur sínar í erlendri
mynt á móti erlendum skuldum. Þannig
að þótt efnahagsreikningurinn kunni að
líta illa út hjá einhverjum þeirra þá ætti
styrkur rekstrarreikningsins að vega það
upp, a.m.k. af einhverju leyti. Hvað
varðar HB Granda þá erum við með all-
ar okkar skuldir í erlendri mynt og við
ráðum vel við skuldastöðu félagsins.“
- Umræðan um svokallaða fyrningar-
leið kvótans hefur verið mjög fyrirferðar-
mikil en má ekki segja að búið sé að sópa
henni út af borðinu með tillögum hinnar
svokölluðu sáttarnefndar?
„Maður fylltist bjartsýni þegar sátta-
nefndin var skipuð og mér fannst þá að
málinu hafi verið fundinn réttur farvegur
með því að þeir sem hafa skoðanir á
þessum málum og málið varðar, settust
niður og reyndu að finna sameiginlega
lausn. Nú hefur nefndin loksins skilað
tillögum en yfirlýsingar einstakra stjórn-
málamanna í framhaldi af því hafa hins
vegar valdið mér miklum vonbrigðum.
Þessar yfirlýsingar fela í sér að viðkom-
andi virðast líta svo á að sáttanefndin
hafi verið sett á laggirnar nánast upp á
punt og nú sé hægt að ráðast í breyting-
ar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem eru á
skjön við tillögur nefndarinnar. Nú sé
hægt að dusta rykið af tillögum um fyrn-
ingarleiðina og ráðast í þær breytingar
sem allan tímann hafi staðið til að gera.
Ef það er stefna stjórnvalda þá veldur
hún miklum vonbrigðum. Ef menn sjá
hins vegar að sér og einbeita sér að því
að útfæra tillögur nefndarinnar, sem
vann gott starf að mínu mati, þá er von
til þess að það náist að skapa sátt og fá
einhvern botn í málið. Ólgan, sem verið
hefur um störf sáttanefndarinnar, var all-
an tímann utanaðkomandi. Það truflaði
„Svona neikvæð umræða, eins og hefur átt sér stað um sjávarútveginn alltof lengi, hefur lamandi og truflandi
áhrif,“ segir Eggert. Mynd Kristján Maack