Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2010, Side 24

Ægir - 01.08.2010, Side 24
24 t.d. þegar sjávarútvegsráðherra var að taka ákvarðanir um mál sem menn töldu að hefðu verið á meðal þeirra sem sátta- nefndin átti að fjalla um og með því hafi verið grafið undan starfi nefndarinnar. Fyrningarleiðin er afskaplega slæm fyrir sjávarútveginn sem og þau fyrirtæki sem í þessari grein starfa. Mér finnst í því sambandi að menn geri oft ótrúlega lítið úr því vistkerfi sem sprottið hefur upp í kringum sjávarútveginn. Virðingarleysið fyrir atvinnulífinu er ótrúlega mikið. Í þessu sambandi heyrist oft sá málflutn- ingur að það sé í góðu lagi að innkalla veiðiheimildirnar vegna þess að fiskur- inn verði áfram í sjónum og afurðirnar muni áfram koma úr auðlindinni. Veiði- heimildirnar muni bara flytjast til annarra fyrirtækja sem sjái um að veiða þær. Málið er ekki svona einfalt. Auk þess, sem það þarf að veiða og vinna fiskinn, þá þarf að koma afurðunum á þá mark- aði sem gefa best af sér og það þarf að tryggja að gæðin uppfylli ströngustu kröfur. Öll þessi kunnátta og þekking er til staðar innan sjávarútvegsfyrir- tækjanna. Þar fyrir utan hangir fleira á spýtunni en bara sjávarútvegsfyrirtækin og nægir þar að nefna mikinn fjölda stoðfyrirtækja sem þjónusta sjávarútveg- inn. Í þeim hópi eru fjölmörg verkstæði, þróunarfyrirtæki, umbúðarfyrirtæki og hugbúnaðarfyrirtæki svo fátt eitt sé nefnt. Ef fara á í aðgerðir sem kollvarpa núverandi fyrirkomulagi þá er bara verið að eyðileggja verðmæti og þá arðsemi sem auðlindin er að gefa af sér. Eitt besta og nýjasta dæmið um það hvernig hægt er að eyðileggja verðmæti með þessum hætti eru strandveiðarnar. Þar er um að ræða verstu meðhöndlun á afla sem þekkist í íslenskum sjávarútvegi. Það er verið að veiða aflann á örfáum dögum í hverjum mánuði, þegar sjórinn er heitastur og það á bátum sem hafa minnsta möguleika til kælingar á aflan- um. Ég heyrði á dögunum viðtal við öld- ung í greininni, sem stundaði strandveið- ar í sumar, og hann var mjög ánægður með þennan möguleika. Eini gallinn væri sá að veiðarnar röðuðust á örfáa daga og því væri réttast að úthluta strandveiðikvótanum á viðkomandi báta. Það er auðvitað skynsamlegast að stunda ekki olympískar veiðar en gengi þetta eftir þá gætu viðkomandi útgerðarmenn sennilega selt kvótann sinn í fjórða skiptið.“ Sóknarfærin eru fyrir hendi - Hvað með sóknarfæri í íslenskum sjáv- arútvegi? Hvað er hægt að gera til að auka verðmætasköpunina? „Það var einmitt fjallað um þetta mál á ráðstefnunni sem ég minntist á hér að framan. Kristján Hjaltason hélt þar afar fróðlegt erindi en í því velti hann því fyrir sér hvernig hægt væri að auka út- flutningstekjurnar úr um 200 milljörðum króna í fyrra í um 250 milljarða króna á næstu fimm árum. Það er 25% vöxtur og þótt það hafi þótt dágott fyrir nokkrum árum þá þætti þetta ekki mikill vöxtur í mörgum öðrum greinum. Niðurstaða Kristjáns var sú að þetta væri mögulegt með því að huga að mörgum smærri at- riðum og breytingum. Aukið fiskeldi er tvímælalaust eitt af því sem getur skilað góðum árangri þegar til lengri tíma er lit- ið. Við hjá HB Granda höfum tekið þátt í því starfi með þróunarverkefni okkar á sviði þorskeldis í Berufirði og þátttöku í öðrum fiskeldisfyrirtækjum. Kristján benti einnig á að auka mætti verðmætin með meiri fullvinnslu á afurðunum og með því að finna betri og verðmætari markaði fyrir vörurnar. Einnig væri hægt að bæta nýtinguna á flökum og ýmsum aukaafurðum s.s. hausum, hryggjum og slógi. Þetta eru bara nokkur dæmi en ég er sammála Kristjáni í því að þetta er eitthvað sem sjávarútvegsfyrirtækin verða að huga sérstaklega að, ekki síst nú þegar veiðiheimildirnar hafa verið að dragast saman. Ég held að þetta sé mjög heilbrigð nálgun því maður sér það ekki fyrir sér að hægt sé að finna upp eitt- hvað eitt nýtt sem gæti t.d. tvöfaldað verðmæti afurðanna á komandi árum. Fremur verður að vinna að mörgum smáum atriðum, sem til samans geta skapað þennan vöxt.“ - Þú hefur sagt að viðskiptavinir HB Granda erlendis séu aðallega smærri fyr- irtæki sem þið eigið mjög náið samstarf með. Er ekki erfitt að slíta á slík tengsl ef betri möguleikar bjóðast? „Vissulega. Þarna er um að ræða fyrir- tæki sem eru að mestu leyti að vinna úr afurðum frá HB Granda. Samstarfið er mjög náið og að mörgu leyti lítum við á þau sem framlengingu okkar út á mark- aðina. Þessi fyrirtæki hafa alla burði til að ná fram hámarksverðmætum fyrir af- urðirnar og þess höfum við notið. Hins vegar kemur fyrir að umhverfið breytist í einstökum löndum. Ef markaðir dala af einhverjum ástæðum þá þarf að taka á því og það höfum við gert.“ Það er ekki hægt að reikna sig inn í ESB - Umræðan um aðild að Evrópusam- bandinu og það hvert rétt sé að óska eftir aðild hefur verið mjög fyrirferðarmikil að undanförnu og hún á vafalítið bara eftir að aukast. Hvernig finnst þér umræðan hafa verið og hverjir eru helstu kostir og gallar ESB aðildar að þínu mati? „Mér finnst umræðan hafa rist mjög grunnt og ekki vera mjög vel ígrunduð. Stuðningsmenn aðildar hafa í flestum til- vikum talað þannig að það sé mögulegt að nánast reikna sig inn í sambandið og rætt er um kalt hagsmunamat hvað það varðar. Einnig hefur verið rætt um þær upphæðir sem Íslendingar gætu sparað sér með ESB aðild. Allt þetta tengist fyrst og fremst upptöku evrunnar sem gjald- miðils. Við þetta er ýmislegt að athuga. Menn verða til að byrja með að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir vilji að Ísland gangi í ESB á þeim forsendum sem lágu til grundvallar þegar sam- bandið var stofnað og þeim sem unnið er eftir. Það snýst um miklu meira en bara kalt hagsmunamat. Það snýst ekki síður um hugsjónir. Ég tel að hægt sé að ná fram ýmsu af þeim ávinningi sem upptaka evrunnar vissulega væri með HB Grandi hefur staðið að þróunarverkefni í þorskeldi í Berufirði. Æ G I S V I Ð T A L I Ð

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.