Ægir - 01.08.2010, Page 27
27
V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I
„Þetta er fyrsta sumarið sem
þessi Furuno FSV-84 millitíðn-
isónar er notaður hér við Ís-
landsstrendur en áður höfðum
við fengið fregnir af sigur-
göngu hans víða um heim. Og
reynslan hér í makrílveiðunum
staðfesti hversu öflugt tækið
er og notendurnir voru mjög
sælir með það,“ segir Lárus
Grímsson, sölumaður hjá
Brimrún. Nýi millitíðnisónar-
innar frá Furuno var um borð í
Vilhelm Þorsteinssyni, Bjarna
Ólafssyni og Berki og var
reynslan samhljóða.
„Sem gamall skipstjóri
þekki ég það að tækjabúnað-
ur getur verið misjafn og ekki
alltaf skilað því sem hann er
sagður gera. Reynslan af
Furuno sónarnum var hins
vegar sú hann stóð fyllilega
undir okkar væntingum og
skipstjórnarmannanna. Skipin
virtust nota mun skemmri
tíma á miðunum en ég þekkti
frá mínum fyrri skipstjórnar-
árum. Tíminn er nefnilega
þáttur sem öllu skiptir í mak-
rílnum því hann er sér í lagi
viðkvæmt hráefni á átutíman-
um og þess vegna hafa skip-
in skamman tíma til að at-
hafna sig á miðunum áður en
haldið er í land með aflann til
vinnslu. Ég fylgdist grannt
með þessum skipum í sumar
og sá greinilega að saman-
burðurinn var hagstæður
miðað við önnur skip í flot-
anum,“ segir Lárus.
Millitíðnisónar er sérstak-
lega gerður til að sjá fisk með
minni sundmaga, líkt og
makríllinn er en Lárus segir
tækið einnig nýtast við vissar
aðstæður í loðnu- og síld-
veiðum. „Hér áður fyrr var
takturinn í veiðunum allt
annar og þá höfðum við ekki
þörf fyrir millitíðnisónar. Þá
vorum við eingöngu í loðnu-
og síldveiðum að haust- og
vetrarlagi. Við veiddum mikið
á djúpmiðum og leituðum að
stórum torfum sem sáust
langt að á sónurunum. En nú
hefur þetta alfarið snúist við
og veiðarnar eru ekki síst að
sumarlagi og makríllinn kom-
inn til sögunnar sem veiðist
oft og einatt í yfirborðinu. Að
ég tali nú ekki um síldveið-
arnar í sunnanverðum Breið-
arfirði þar sem veitt er uppi í
fjöruborði og helst ekki á
dýpra vatni en 6-20 faðma
dýpi. Við þessar aðstæður tel
mér fyllilega óhætt að segja
að þessi sónar frá okkur
hjálpi verulega til við að ná
árangri í þeim veiðiskap,“
segir Lárus en meðal þess
sem tækið hefur uppá að
bjóða er sjálfvirkur truflana-
deyfir sem eyðir óæskilegum
endurvörpum og truflunum
jafnvel við erfiðustu aðstæð-
ur. Tækið hefur fjölda fram-
setningarmöguleika, s.s. fulla
skönnun, fulla skönnun +
sneiðmynd, dýptarmælis-
mynd, uppsafnaða mynd og
„slant mode“, sem er 180°
sneiðmynd þar sem mjög góð
greining á þéttleika fiskitorfa
fæst líkt og var í CSH-73 són-
arnum frá Furuno.
Nýtt MaxSea kerfi
En það er fleira spennandi að
gerast hjá Brimrún þessa dag-
ana því á markað er kominn
nýr MaxSea Navnet leiðarita-
hugbúnaður. Lárus segir að
hann veiti mikla möguleika til
framsetningar upplýsinga, s.s.
skýr og góð kort, yfirliggjandi
veðurspár, þrívíddarmynd af
sjávarbotninum, öflugir sam-
skiptamöguleikar við Inter-
netið og margt fleira.
„Hér má segja að um sé að
ræða endurgerð á MaxSea,
byggða á öllu því besta sem
var í eldra kerfinu en með
mörgum góðum nýjungum,“
segir Lárus en Furuno er tæp-
lega helmingseigendi í Max-
Sea þannig að þessir fram-
leiðendur eru mjög tengdir.
„Notendum MaxSea stendur
til boða hagstæð leið til að
skipta yfir í nýja búnaðinn en
ég hvet alla til að koma hing-
að til okkar og sjá virkni
MaxSea með eigin augum.
Ný tækni er alltaf áhugaverð
en umfram allt skilar hún
okkur árangri og það er okk-
ar markmið,“ segir Lárus
Grímsson hjá Brimrún.
Lárus Grímsson, sölumaður hjá Brimrún. Skjámynd úr Furuno FSV-84. Hér má sjá torfuna, skipið og hvernig búið er að
kasta nótinni umhverfis torfuna. Í neðri hlutanum sést afstaða torfunnar miðað
við skip og botn.
Nýr Furuno millitíðnisónar reyndist vel við makrílveiðarnar í sumar:
Meiri árangur á miðunum á styttri tíma
- segir Lárus Grímsson, sölumaður og skipstjóri