Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 4
urt annað af höfuðskáldum hennar. Allar Andvökur eru í fárra manna höndum, enn fœrri hafa haft elju til þess að brjóta þær til mergjar, allra fæstir getað komizt svo að kjarnanum, sem lesendum þessa úrvals ætti að vera vorkunnarlaust, þar sem þeir i senn fá öll höfuðkvæði skáldsins skipulega flokk- uð eftir yrkisefnum og hina skýru og snjöllu túlkun Sigurð- ar Nordals sér til leiðbeiningar. Sigurður kveður svo að orði á einum stað í ritgerð sinni: „Ég hef fyrir löngu sannfærzt um, að þótt Stephan sé ekki mesta skáldið meðal íslenzkra manna, er hann mesti maðurinn meðal íslenzkra skálda fyrr og síðar.“ Og þann dóm mun ekki auðvelt að rengja að lestri ritgerðarinnar loknum. Það felur í sér ómetanlegt andlegt verð- mæti og jafnframt skírskotun til þess bezta hjá hverjum íslend- ingi nútímans að fú nána þekkingu á verkum þessa manns, sem var svo vitur, staðfastur, hreinskilinn og víðsýnn, óháður og gagnheiðarlegur. Þó að öll kvæðin í þessari bók séu áður til prentuð, mun hún, eins og frá henni er gengið, verða þjóðinni mikil nýj- ung, langmesta nýjungin í bókmenntum þessa árs. Húsakostur og híbýlaprýði er fullprentuð og kemur út um mánaðamótin. Við höfum ekki komizt hjá þvi að hafa ritið miklu stærra en gert var ráð fyrir. Það er í sama broti og „Vatnajökull" og svipað að stærð, með 118 Ijósmyndum og teikningum. Þetta verður þvi mjög glæsi- legt verk og nýstárlegt. Er þar í allítarlegu ágripi rakin saga byggingarlistarinnar og húsgagnalistarinnar, og fylgja þar mynd- ir af listaverkum ýmissa stiltegunda. En aðalefni bókarinnar er um nútimabyggingar í sveitum og bæjum, leiðbeiningar um vandaðan frágang, hentuga herbergjaskipun, hentug húsgögn, smekkvísi í húsbúnaði, skrúðgarða, hollustuhætti o. fl. Þetta rit á að geta orðið til mikils gagns og geta vakið menn til um- hugsunar um að gera heimili sin að smekklegum vistarverum. eftir því sem efni hvers og eins frekast leyfa. Með hinu al- menna sögulega efni, sem gert er lifandi með myndum, á bókin að geta orðið aðgengileg fyrir alla og verðmæt eign. Húsakostur og híbýlaprýði varð 20 arkir í stað 12. Með henni er útgáfan í ár komin upp í 77V2 örk; auk þess tímaritið, a. 58

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.