Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 6
stofna til reksturshalla á félaginu. En þá er ótalin 3. ástæð- an, sem útilokar alveg, að við getum komið Rauðum pennum út fyrir jól, og hún er sú, að það hefur ekki ennþá fengizt pappír í bókina. Félagsprentsmiðjan, sem alltaf hefur prentað Rauða penna, pantaði hann frá Þýzkalandi snemma i sumar, en sendingin var ekki komin, þegar styrjöldin skall á. Voru þá strax sendar pantanir til annarra landa, en afgreiðslan hef- ur tafizt, en þó er með vissu búizt við pappirnum með næstu skipsferðum. Okkur er það ljóst, að fjöldi félagsmanna saknar mjög Rauðra penna, og höfum við því ákveðið í stjórn Máls og njenningar, að þeir verði önnur bókin næsta ár, og verður reynt að gera útgáfu þeirra fyrir árin 1939—40 óvenjulega vel úr garði. Félagsmenn Máls og menningar hafa sýnt svo mikinn áhuga og skilning á starfsemi og hlutverki félagsins, að stjórnin veit, að ekki einn einasti þeirra mun bregðast, þó að þessi óhjákvæmi- lega breyting hafi orðið á áætlun þessa árs, einkum þar sem útgáfan hefur orðið svo ríkuleg, þrátt fyrir þessa breytingu. Erfiðleikar af völdum styrjaldarinnar. Það er bezt að segja það þegar hreinskilnislega, að við þvi má búast, að erfiðir tímar séu framundan fyrir félagið næstu árin, ef styrjöldjn heldur áfram. Verðhækkun á bókum er i bráðina óhjákvæmileg og óútreiknanleg. En félagsstjórnin get- ur lofað því, að svo skal verða haldið á þeim peningum, sem inn koma, að félagsmenn fái samt sem áður hlutfallslega meira fyrir tillög sín en nokkrir aðrir bókakaupendur í landinu. Tilraunir kunna að verða gerðar til að torvelda starfsemi Máls og menningar. Annað atriði er líka bezt að taka nú þegar fram við félags- menn. Eftir þeim blaðaskrifum að dæma, sem vikið er að í yfirlýsingu félagsstjórnarinnar hér á eftir, virðist Mál og menn- ing vera orðinn þyrnir i augum vissra manna, sem af misskiln- ingi á menningarhlutverki félagsins og af pólitísku ofstæki vilja brjóta það á bak aftur. Það má búast við því, að félaginu verði á ýmsan hátt gert erfitt fyrir, t. d. um pappírskaup, að póli- tiskum áróðri verði beitt gegn því og reynt að nota dýrtíðina til þess að spilla fyrir þvi, ef bókaútgáfuna þarf að draga sam- an. Og það verður reynt að keppa við það með því að láta önn- ur útgáfufyrirtæki bjóða einhver kostakjör, sem hægt er að 60

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.