Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 10
sér, livað sem á gengur. Og þegar að sjálfri útgáfunni kemur,
verða áreiðanlega fundin ráð til að koma henni i framkvæmd.
Arfur íslendinga kemst út til þjóðarinnar, þó svo að himinn
og jörð verði sett í hræringu til að hindra það. Ritstjóri Arfs
íslendinga mun segja nokkuð frá verkinu í fyrsta hefti næsta
árgangs.
Öll íslenzka þjóðin fagnar hugmyndinni um Arf íslendinga.
Það er þegar komið inn í vitund allra íslendinga,
að þetta verk verður að koma út — og kemur út.
Aldrei hefur neinum tíðindum frá Máli og menningu verið
tekið af jafn miklum fögnuði og útgáfuhugmyndinni að Arfi
íslendinga. Hún greip strax alla félagsmenn og barst i einum
svip til allrar þjóðarinnar. Að undanteknum örfáum stjórnmála-
skúmum fékk lnin viðurkenningu allra. Það munu fáir hugsandi
íslendingar, sem ekki óska eftir því, að hún komist í fram-
kvæmd, og fjöldi manna utan við Mál og menningu er áreiðan-
lega reiðubúinn til að stuðla að því. En mest þykir okkur vert
um undirtektir félagsmanna. Þeir brugðust ekki fremur en áður
því trausti, sem við bárum til þeirra, heldur sýndu strax hug-
myndinni fullan skilning og fóru að vinna fyrir hana. Er við
sendum út tilkynninguna í sumar, fullyrtum við, að félagsmenn
myndu allir sem einn styðja hugmyndina, enginn þeirra myndi
skcrast úr leik. Nú vitum við þetta með enn öruggari vissu.
Þó að við höfum mjög lítið unnið að þvi ennþá að safna inn
fyrsta árstillaginu til útgáfunnar, hefur fjöldi félagsmanna gefið
sig fram af sjálfsdáðum, sent áskriftaspjöldin eða greitt árstil-
lagið. Ýmsir hafa þegar greitt styrkinn fyrirfram fyrir öll árin.
Margir félpgsmenn úr öllum stéttum og af öllum flokkum hafa
lofað styrktargjaldi til útgáfunnar umfram árstillagið. Til dæmis
um hinn brennandi áhuga fyrir hugmyndinni, má geta þess, að
einn félagsmaður lagði þegar til útgáfunnar 1000.00 krónur, ann-
ar 500.00 kr., margir félagsmenn hafa boðizt til að styrlcja hana
með 100.00 kr., aðrir með 80.00 kr. eða 60.00 kr., en algengast
er, að styrktarmennirnir hafi lagt 40.00, er svarar til 10.00 kr.
á ári í stað 5 kr., til 1942. Umboðsmennirnir hafa verið mis-
jafnlega duglegir, sumir brugðust við strax, og sendu áskrifta-
spjöldin fyrir flesta eða jafnvel alla félagsmenn í þeirra um-
dæmi. Svo mikið höfum við þegar fengið að vita, að félagið
stendur allt í heild sem einn maður á bak við þessa hugmynd,
og það mun hrinda henni i framkvæmd. Og Mál og menning
64