Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Síða 12
Sandgerði: Stefán Fri'ðbjörnsson, verzlunarstj. Sandur: Eggert Pétursson, stöðvarstj. Stokkseyri: Hlöðver Sigurðsson, skólastj. Suðursveit: Guðbrandur Benediktsson, Kálfafelli. Súgandafjörður: Friðbert Pétursson. Vestmannaeyjar: Þorsteinn Johnson, bóksali. Vífilsstaðir: Gunnar Þorsteinsson. Örœfi: Páll Þorsteinsson, kennari, Hnappavöllum. Útgáfan næsta ár. Skáldsaga eftir Sillanpáá, finnska Nóbelsverðlaunahöfundinn, verður fyrsta bók ársins. Við höfum tvö bindi mannkynssögunnar í undirbúningi, en getum ekkert fullyrt um það ennþá, hvort við komum öðru þeirra út á næsta ári. Við höfum hug á að vanda þá útgáfu sem mest, fá í hana myndir erlendis frá, góðan pappír o. s. frv., en það getur orðið erfitt á svona óvissum tímum. Hið góðkunna finnska skáld, Sillanpáa, háfundurinn að Silju, hlaut Nóbelsverðlaunin í ár. Við gefum út sem fyrst á næsta ári skáldsögu eftir hann, en höfum ekki tekið fullnaðarákvörðun um valið. Ég fresta að öðru leyti að skýra frá fyrirætlunum okkar næsta ár, þangað til næsta hefti af timaritinu kemur út. Bókbandsefni hefur hækkað. Verð skinnbandsins á Andvökur lielzt samt á 5 krónur, en shirtingsbandið verður að selja á kr. 2.50. Enginn kostur er að selja shirtingsbandið á Andvökur og Ilúsa- kost og híbýlaprýði lægra verði en kr. 2.50. Báðar bækurnar eru sérstaklega stórar, og handið því dýrara, en þar að auki hefur alll bókbandsefni hækkað stórum i verði. Það er fyrir sérstaka sanngirni Félagsbókbandsins, að við getum haldið loforð okk- ar við félagsmenn um 5 króna verð skinnbandsins á Andvökur. Er þetta hvorttveggja lægsta kostnaðarverð á bandinu. Ef nokk- ur tök verða á, höl'dum við samt 2 króna verði bandsins fram- vegis á þeim bókum, sem ekki eru þvi stærri. Upplagið af Andvökum er mjög lágt vegna pappírsskorts. Nýir félagsmenn, sem vilja cignast bókina, verða að tryggja sér hana strax. — Við ælluðum að hafa hátt upplag af Andvökum, en það fór allt á annan veg. Viðbótar pappirspöntun í þúsund eintök var ókomin, þegar striðið skall á, og við gátum með engu móti feng- ið pappír í skarðið, hvorki hjá prentsmiðjunni, er vann verkið, 66 i

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.