Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Síða 13
né annars staðar. UpplagiS er því aðeins 400—500 eintök fram
yfir tölu félagsmanna, og verður bókin þvi sennilega uppseld
fyrir áramót. ViS látum mjög takmarkaSa tölu í bókaverzlanir,
og er lausasöluverS bókarinnar 25 krónur í skinnbandi.
Ollum erfiðleikum, sem kunna að verða á vegi Máls og menn-
ingar, verður svarað með auknum dugnaði, aukinni árvekni af
liálfu stjórnarinnar, umboðsmanna og félagsmanna allra.
Frá þvi Mál og menning fyrst var stofnað, hefur allt gengið
að óskum fyrir félaginu, útgáfan hefur aukizt ár frá ári, félaga-
talan margfaldazt, vinsældir félagsins orðið sifellt meiri, gæfan
fylgt þvi í hverju spori, þaS hefur leyst af hendi mikilvægt
starf, rutt nýja hraut, aukið menningu í landi, hafið undirbún-
ing að Arfi íslendinga, glæsilegasta stórvirki í bókaútgáfu hér
á landi. I sumar mætum við fyrstu árásum, í haust fyrstu erf-
iðleikum í starfsemi okkar. Hvorugt gat komið okkur á óvart.
Við vissum, að ný heimsstyrjöld var yfirvofandi, aS hún hlaut
fyrr eða síðar að skella yfir, og er hún kom, að valda okkur
erfiðleikum. Ennfremur gátum við búizt við þvi, að hugmyndin
um Arf íslendinga, er hlaut að beina athygli alþjóðar að Máli
og menningu, kynni að vekja upp einhver Ijósfælin öfl, sem
vildu félagið feigt, ýmist öfunduðust yfir gengi þess eða ótt-
uðust menningaráhrif þess. En hvorugt þetta mun vinna nokk-
urn bug á Máli og menningu. Styrjöldin mun liða hjá, en Mál
cg menning lifa. Árásirnar heima fyrir gera aðeins að styrkja
félagið. ViS svörum öllum mótblæstri á einn veg: með þvi að
auka þvi meir starf okkar og árvekni. Mál og menning mun
halda áfram að vaxa og eflast, eins og sjálf menningarþrá is-
lenzku þjóðarinnar. Fimm þúsund manna hópur hinna beztu ís-
lendinga heldur þegar öruggan vörð um líf þess.
Kr. E. A.
Tryggið ykkur bækur Máls og menningar frá byrjun. Eldri
árgangar fást enn á 10 króna verði. Sumar bækurnar eru að
verða alveg uppseldar. Enginn félagsmaður má t. d. láta Vatna-
jökul, eina glæsilegustu og vinsælustu bók félagsins, vanta í safn
sitt. Þið munið, að hún seldist upp strax fyrsta árið, en var
endurprentuð i fyrra. LátiS hana ekki ganga í annað sinn úr
hendi ykkar!
67