Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Síða 18
hennar, þar sem skáldið sýnir mátt sinn i einlægri túlkun mann- legs hugar. í þessum alvarlegu kvæðum kemur hann öllum að óvörum fram á sjónarsviðið alskapað ljóðskáld. Hér tekur hann upp þráðinn bæði frá Jónasi Hallgrimssyni (Mjaðarjurt hvað þú ert mild og skær) og miðaldaskáldunum, en gerir um leið ' þann sið hinna fornu að boðorði sínu, að vera mjög vandfýs- inn um orðaval, hnitiniða orðalag og ástunda heiðskíra hugs- un; þannig verður tungutak hans mjög nálægt þvi bezta í si- gildum skáldskap islenzkum og einkar fjarri þeirri heitu, rauðu og verkjandi hólgu og fljótandi hugþokumærð, sem þjáir al- gengan skáldskap. Það má leita vel í skáldskap síðustu ára til að finna kvæði, sem betur samþrinnar mannvit, djúpa tilfinn- ingu og hnitað form en það, sem liann kallar í Árnasafni. Önn- ur hafa þann eiginleika ágæts ljóðs, að liða hjá eins eðlilega og fugl flygi: Úr djúpum míns hjarta, Það var eitt kvöld, Lestin brunar, Nóttin breiðir á djúpin, Elli, í vorþeynum. Mig langar að taka mér það bersaleyfi að endurprenta- hér sonnettu þá, sem síðast var talin, þvi hún er gott sýnishorn hinna ljóðrænni kvæða þessarar bókar: Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett og átli að vinum gamburmosa og stein, er illa rætt og undarlega sett hjá aldintré með þunga og frjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn þótt vorið fljúgi i lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. Jóni Helgasyni er vonandi Ijós sú ábyrgð, sem hann hefur skapað sér með því að gera kvæði eins og þetta — og birta það. Hann hefur sýnt, að liann hefur það vald á viðkvæmasta bók- menntaformi íslands, Ijóðinu, sem snillingum hefur verið ein- um léð. 1 samræmi við það hljóta óhjákvæmilega að verða gerð- ar kröfur til hans í framtíðinni. H. K. L. 72

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.