Tímarit Máls og menningar

Årgang

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 25
óðar reiðubúnir að hneigjast að þesskonar afbrigði af bábiljum brezkra Ísraelíta, sem jafnvel i öðru eins sérvizkulandi og Bret- landi mundi heimfært til geðveiki, — eða að minnsta kosti skip- að í flokk með Cannon þeim, sem við íslendingar höldum að sé mestur andans maður og menningarfrömuður á Bretlands- eyjum siðan Annie Besant leið. Ég vil láta þá, sem halda að ís- lendingar séu vinir skynseminnar, eina um að leysa gátuna um Rutherford-tilhneigingu vora, sem i svip virðist ætla að leysa Cannon-hrifnina af hólmi. Enginn getur hinsvegar gengið fram hjá þeirri staðreynd undrunarlaust, að íslendingar virðast ekki hafa mikið álit á brezkri menningu, úr þvi að þeir álita kol- brjálaða menn og ósjálfráða lygara helzta menningarfulltrúa okkar kæra nábúaeylands. (Óþarft að taka það fram, að nöfn eins og Rutherford og Cannon eru á Bretlandseyjum sjálfum óþekktari en jafnvel hinn sorgþögli ferill Annie Besants). Sá, sem ritar þessar linur, hefur að vísu ekki lialdið þvi fram, að við værum gáfaðir okkur til tjóns, aftur á móti bið ég for- láts á því að hafa haft svp mikla trú á islenzkri menntun, að það kom flatt upp á mig að sjá slærstu samkomuhús Reykja- víkur, þar á meðal Fríkirkjuna, fyllast út úr dyrum í hvert skipti sem þessi útlendi maður opnaði munninn til að boða væntan- lega frelsun heimsins af íslendinga hálfu samkvæmt spádómi Jesaja, línu frá Keops-pýramídanum og langfeðgatali íslenzku þjóðarinnar til Benjamíns, eins af ættfeðrum ísraelsmanna. Ekki var hitt síður merkilegt, að sjálfur dómkirkjupresturinn í Reykja- vik „tróð upp“ í voldugasta fræðslutæki islenzka rikisins, út- varpinu, til að flytja landslýðnum boðskap hins auhikvunarverða útlenda manns'. Og mér finnst sjálfsagt að leggja áherzlu á það sem alveg sérstaklega athyglisvert fyrirbæri, að stærsta opinbert menningartæki rikisins, sem á því hlutverki að sinna að miðla islenzkum almenningi sannri þekkingu og góðri skemmtan, skuli af forráðamönnum þess vera opnað fyrir slíkri geðveiki. Því var nýlega haldið fram í mín eyru af gáfaðri íslenzkri konu, sem hafði lengi dvalizt erlendis, að við íslendingar mund- um vera með afbrigðum sjálfhælin þjóð og sjúklegir skrum- arar; hún nefndi um þetta ýmis óhrjáleg dæmi, sem við erum að vísu samdauna hér heima. Hvað sem þessu liður, má halda þvi fram með eigi all-litlum rétti, að við íslendingar séum oft dálítið fjarri því að skilja hvar við stöndum, þegar við tölum um sjálfa okkur bæði heima og heiman. Sérhvert kurteisisorð útlends manns um landið, skálaræður (sbr. ummæli La Guardia) og jafnvel rugl galinna manna, er blásið út hér heima fyrir 79

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar: 4. tölublað (01.11.1939)
https://timarit.is/issue/380772

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. tölublað (01.11.1939)

Handlinger: