Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 26
meS barnalegri frekju sem sönnun þess, að vér hljótum að skara
fram úr öðru fólki og séum snjöllum snjallari. Sjálfhœlni og
þjóðgort á hinsvegar ekkert skylt við ættjarðarást, en er aðeins
ytra borðið á innri sannfæringu manns um að hann sé aum-
ingi. Þeir menn, sem hneigjast að kenningunni um að íslend-
ingar séu ekki aðeins öndvegisþjóð samkvæmt línunni frá egypzka
pýramídanum og tilvitnuninni úr Jesaja, heldur einnig beinir
afkomendur ísraelsmanna, og svo framvegis ad libitum, þeir
liafa áreiðanlega ekki mikið álit á sjálfum sér eða liinu raun-
verulega gildi íslenzku þjóðarinnar, og eru furðu lausir við að
bera metnað föðurlandsvinarins í brjósti.
H. K. L.
Fregnir af Heimskringiu.
Formaður Máls og menningar bað mig að skýra lesendum
Timaritsins stutllega frá útgáfustarfsemi Heimskringlu á þessu
ári. Aður en ég sný mér að þvi, vil ég minnast fáum orðum á
tildrögin til þess að Heimskringla var stofnuð.
Eins og allir vita, hafa orðið miklar framfarir í prentlist
á siðustu áratugum. Bókagerð er því orðin ein af stærstu iðn-
greinum nútímans. Og hefur heldur ekki farið varhluta af tízk-
unni að því leyti, að hún er nú einkum rekin sem gróðafyrir-
tæki víðast hvár, og lielzt „framleitt“ það, sem „beztur" mark-
aður er fyrir. Það er sem sé orðin lifsregla margra bókaútgef-
enda, að gefa ekki út aðrar bækur en þær, sem þeir telja sig
geta hagnazt á. Um hitt er minna hirt, hvort þessar „bækur“
eiga í raun og veru erindi til nokkurs manns. Af þessu leiðir,
að slík bókagerð sækir ekki efnið til menntaðra og góðra rit-
höfunda, heldur hið gagnstæða. Mest dálæti er haft á þeim
höfndum, sem skrifa „skemmtilega og meinlausa vitleysu", þ.
e. skrifa um eitthvað, sem engan varðar. Það er jafnan mikið
framboð af lélegum bókum, og þvi hægt að fá þær til útgáfu
fyrir minna verð en góðar, og þess vegna er og hægt að verja
meiru fé í auglýsingar og skrumdóma. Svo búa höfundar og
útgefendur sér til þá kenningu, að almenningur vilji ekki lesa
góðar bækur.
Þessi fáránlega og ósvífna kenning var orðin allútbreidd hér
á landi í þann mund, er nokkrir áhugamenn stofnuðu Heims-
kringlu. Þeir gerðú það með þeim ásetningi að vinna gegn þess-
80